Vatnaskil orðið í faraldrinum og því tímabært að endurskoða viðbrögð og takmarkanir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2022 18:47 Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans og yfirmaður covid-göngudeildar, segir að vatnaskil hafi orðið í faraldrinum. Landspítalinn telur tímabært að fara að endurskoða viðbragð sitt í heimsfaraldrinum með tilliti til vægari veikinda. Vatnaskil hafi orðið og því komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern covid-sjúkling. Þá sé ástæða til að íhuga að létta á sóttvarnaaðgerðum. „Það má segja að um miðjan desember hafi orðið ákveðin vatnaskil,“ segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsvips Landspítala og yfirmaður covid-göngudeildar. Hann vísar þar í að veikindi af völdum ómikron afbrigðisins séu vægari en af öðrum afbrigðum og innlagnartíðni lægri. „Ef við tökum alla sem hafa greinst eftir miðjan desember þá er innlagnatíðinin um 0,5 prósent en ef við tökum alla sem hafa greinst í lok desember að þá er innlagnatíðnin komin í 0,25 prósent. Ég held að innlagnir síðustu daga séu í takti við þetta og horfi til betri vegar,“ segir hann og bætir við að þar sé góðri bólusetningastöðu að þakka. Mun lægri innlagnatíðni „Bólusetningastaðan er framúrskarandi góð hjá okkur og helstu áhættuhópar búnir að fá örvunarskammt. Til marks um það, ef við lítum á þá sem eru 75 ára, þá er innlagnatíðni þeirra þann 1. september um 17 til 18 prósent en í byrjun janúar er hún komin niður í 4 til 5 prósent. Það eru margar vísbendingar um að þetta sé að þróast til mun betri vegar og vekur ákveðna bjartsýni.“ Þar af leiðandi sé tímabært að endurskoða nálgunina. „Það hafa orðið vatnaskil og ég held að það sé tímabært að fara að endurskoða okkar viðbragð innan spítalans og ég efast ekki um að sóttvarnalæknir sé að ígrunda það líka í samfélaginu. En það þarf að taka mjög vel ígrundaðar ákvarðanir, við megum ekki missa úr höndunum þann góða árangur sem hefur náðst.“ Til dæmis komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern covidsjúkling. „Það er eitt af því sem þarf að skoða. Þetta hefur verið mjög umfangsmikið verkefni og mannaflakrefjandi en það er alveg eins líklegt að við getum breytt því,“ segir Runólfur. Sömuleiðis sé til skoðunar að bregðast almennt öðruvísi við smituðum einstaklingum á Landspítala. Mögulega verði hægt að fara að lifa með veirunni „Framan af voru einstaklingar að labba inn með sýkingu, veikir og gjarnan með lungnabólgu, sem eru hættuleg veikindi. Núna erum við meira að greina smit hjá einstaklingum sem eru inni af öðrum ástæðum,“ segir Runólfur. Forða þurfi sjúklingum á Landspítala frá smiti en að vega þurfi og meta hvers eðlis þjónustan og einangrunin verði. Þá séum við mögulega að komast á þann stað að geta lifað með veirunni. „Ég held að við séum hægt og bítandi að komast þangað. Ef takmörkunum yrði aflétt og smituðum myndi fjölga mjög mikið – í staðinn fyrir að vera þúsund á dag í tvö til þrjú þúsund á dag – að þá þurfum við að vita með vissu hvernig við ráðum við það. Það skiptir máli hvaða hópur er að smitast. En eitt af því sem er mjög jákvætt er að þorri þeirra sem er að smitast eru börn og ungt fólk sem þolir sýkinguna vel. Ómikron afbrigðið er algjörlega ráðandi og hefur minni veikindi í för með sér þannig að við erum hægt og bítandi að nálgast það.“ Aðspurður segir Runólfur tilefni til að íhuga afléttingar. „Við þurfum að skoða það mjög alvarlega,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Það má segja að um miðjan desember hafi orðið ákveðin vatnaskil,“ segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsvips Landspítala og yfirmaður covid-göngudeildar. Hann vísar þar í að veikindi af völdum ómikron afbrigðisins séu vægari en af öðrum afbrigðum og innlagnartíðni lægri. „Ef við tökum alla sem hafa greinst eftir miðjan desember þá er innlagnatíðinin um 0,5 prósent en ef við tökum alla sem hafa greinst í lok desember að þá er innlagnatíðnin komin í 0,25 prósent. Ég held að innlagnir síðustu daga séu í takti við þetta og horfi til betri vegar,“ segir hann og bætir við að þar sé góðri bólusetningastöðu að þakka. Mun lægri innlagnatíðni „Bólusetningastaðan er framúrskarandi góð hjá okkur og helstu áhættuhópar búnir að fá örvunarskammt. Til marks um það, ef við lítum á þá sem eru 75 ára, þá er innlagnatíðni þeirra þann 1. september um 17 til 18 prósent en í byrjun janúar er hún komin niður í 4 til 5 prósent. Það eru margar vísbendingar um að þetta sé að þróast til mun betri vegar og vekur ákveðna bjartsýni.“ Þar af leiðandi sé tímabært að endurskoða nálgunina. „Það hafa orðið vatnaskil og ég held að það sé tímabært að fara að endurskoða okkar viðbragð innan spítalans og ég efast ekki um að sóttvarnalæknir sé að ígrunda það líka í samfélaginu. En það þarf að taka mjög vel ígrundaðar ákvarðanir, við megum ekki missa úr höndunum þann góða árangur sem hefur náðst.“ Til dæmis komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern covidsjúkling. „Það er eitt af því sem þarf að skoða. Þetta hefur verið mjög umfangsmikið verkefni og mannaflakrefjandi en það er alveg eins líklegt að við getum breytt því,“ segir Runólfur. Sömuleiðis sé til skoðunar að bregðast almennt öðruvísi við smituðum einstaklingum á Landspítala. Mögulega verði hægt að fara að lifa með veirunni „Framan af voru einstaklingar að labba inn með sýkingu, veikir og gjarnan með lungnabólgu, sem eru hættuleg veikindi. Núna erum við meira að greina smit hjá einstaklingum sem eru inni af öðrum ástæðum,“ segir Runólfur. Forða þurfi sjúklingum á Landspítala frá smiti en að vega þurfi og meta hvers eðlis þjónustan og einangrunin verði. Þá séum við mögulega að komast á þann stað að geta lifað með veirunni. „Ég held að við séum hægt og bítandi að komast þangað. Ef takmörkunum yrði aflétt og smituðum myndi fjölga mjög mikið – í staðinn fyrir að vera þúsund á dag í tvö til þrjú þúsund á dag – að þá þurfum við að vita með vissu hvernig við ráðum við það. Það skiptir máli hvaða hópur er að smitast. En eitt af því sem er mjög jákvætt er að þorri þeirra sem er að smitast eru börn og ungt fólk sem þolir sýkinguna vel. Ómikron afbrigðið er algjörlega ráðandi og hefur minni veikindi í för með sér þannig að við erum hægt og bítandi að nálgast það.“ Aðspurður segir Runólfur tilefni til að íhuga afléttingar. „Við þurfum að skoða það mjög alvarlega,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira