„Þarna mældum við hitann á honum og mig minnir að hann hafi verið 28 gráður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2022 10:31 Birgir var með þeim fyrstu á vettvang í janúar árið 2020 þegar þrír drengir fóru í sjóinn í Hafnarfjarðarhöfn. „Ég var á neyðarbílnum þetta kvöld sem er bíll sem er alltaf mannaður af bráðatækni. Það eru allar stöðvar á leiðinni á vettvang. Þetta var um vetur og þetta var seint að kvöldi til og það var myrkur. Þegar við komum á vettvang var bíllinn á kafi. Við sjáum samt að ofan á sjónum er smá klaki, smá ísing og því sjáum við hvar bíllinn fer ofan í,“ segir Birgir Þór Guðmundsson sjúkraflutningamaður, í þættinum Baklandið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Þar rifjaði hann upp slys þegar drengir fóru í sjóinn í Hafnarfjarðarhöfn í byrjun ársins 2020. Þá enduðu tveir drengir á gjörgæslu og var ástand þeirra alvarlegt til að byrja með. „Við þurfum að bíða eftir köfunarbílnum og á meðan við erum að bíða eftir því þá undirbý ég bílinn minn þar sem ég veit að þessir strákar eru bæði drukknaðir og við þurfum að hugsa um öndunarveginn og þeir eru líklegast mjög kaldir. Ég set miðstöðina í botn svo að bíllinn sé sjóðandi heitur og ég finn til barkatúpuna mína til þess að koma lofti ofan í þá sem fyrst. Ég geri mér grein fyrir því að við erum líklega að fara í endurlífgun.“ Birgir segist hafa tekið á móti fyrri drengnum þegar hann kom upp úr sjónum. „Fyrsta sem ég geri er að barkaþræða hann til að fá öruggan öndunarveg og við komum lofti ofan í hann og hefjum hnoð. Þarna mældum við hitann á honum og mig minnir að hann hafi verið 28 gráður. Ég næ að stuða hann einu sinni á leiðinni og það þýðir það að ég næ að gefa honum hjartastuð þar sem það er einhver virkni í hjartanu. Þegar þú ert búinn að vera ákveðið lengi dáinn þá er enginn rafvirkni í hjartanu. Þá er það eina sem virkar er að prófa blástur. En um leið og það kemur einhver rafvirkni í hjartað þá er mikilvægt að stuða eins fljótt og þú getur eftir að einstaklingurinn fer í hjartastopp.“ Hann segir að teymið hafi komið drengnum á bráðamóttöku á mettíma. Í þáttunum Baklandið er farið yfir allskonar tilfelli en atburðirnir og staðsetningar þeirra kunna að hafa verið breytt vegna þagnarskyldu slökkviliðsins. Daníel Bjarnason er umsjónarmaður þáttanna. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Þegar drengirnir fóru í höfnina í Hafnarfirði Baklandið Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Læknir segir það kraftaverk að drengirnir séu komnir heim eftir svo stuttan tíma Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. 20. apríl 2020 22:58 Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Þar rifjaði hann upp slys þegar drengir fóru í sjóinn í Hafnarfjarðarhöfn í byrjun ársins 2020. Þá enduðu tveir drengir á gjörgæslu og var ástand þeirra alvarlegt til að byrja með. „Við þurfum að bíða eftir köfunarbílnum og á meðan við erum að bíða eftir því þá undirbý ég bílinn minn þar sem ég veit að þessir strákar eru bæði drukknaðir og við þurfum að hugsa um öndunarveginn og þeir eru líklegast mjög kaldir. Ég set miðstöðina í botn svo að bíllinn sé sjóðandi heitur og ég finn til barkatúpuna mína til þess að koma lofti ofan í þá sem fyrst. Ég geri mér grein fyrir því að við erum líklega að fara í endurlífgun.“ Birgir segist hafa tekið á móti fyrri drengnum þegar hann kom upp úr sjónum. „Fyrsta sem ég geri er að barkaþræða hann til að fá öruggan öndunarveg og við komum lofti ofan í hann og hefjum hnoð. Þarna mældum við hitann á honum og mig minnir að hann hafi verið 28 gráður. Ég næ að stuða hann einu sinni á leiðinni og það þýðir það að ég næ að gefa honum hjartastuð þar sem það er einhver virkni í hjartanu. Þegar þú ert búinn að vera ákveðið lengi dáinn þá er enginn rafvirkni í hjartanu. Þá er það eina sem virkar er að prófa blástur. En um leið og það kemur einhver rafvirkni í hjartað þá er mikilvægt að stuða eins fljótt og þú getur eftir að einstaklingurinn fer í hjartastopp.“ Hann segir að teymið hafi komið drengnum á bráðamóttöku á mettíma. Í þáttunum Baklandið er farið yfir allskonar tilfelli en atburðirnir og staðsetningar þeirra kunna að hafa verið breytt vegna þagnarskyldu slökkviliðsins. Daníel Bjarnason er umsjónarmaður þáttanna. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Þegar drengirnir fóru í höfnina í Hafnarfirði
Baklandið Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Læknir segir það kraftaverk að drengirnir séu komnir heim eftir svo stuttan tíma Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. 20. apríl 2020 22:58 Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Læknir segir það kraftaverk að drengirnir séu komnir heim eftir svo stuttan tíma Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. 20. apríl 2020 22:58
Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08