Kerfið hafi ekki bolmagn til þess að sinna heimilislausum sem þurfa í sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2022 20:00 Kristín Davíðsdóttir er verkefnastýra Frú Ragnheiðar. sigurjón ólason Velferðarkerfið hefur ekki bolmagn til þess að halda utan um hóp þeirra sem þurfa í sóttkví en eru heimilislausir eða eiga við vímuefnavanda að stríða. Þetta segir verkefnastýra Frú Ragnheiðar sem segir jafnframt að mikið álag sé á athvörfum fyrir heimilislausa. Í upphafi faraldursins höfðu húsnæðislausir tök á að dvelja á farsóttarhóteli þegar þeir þurftu í sóttkví. Vegna fjölda smitaðra taka farsóttarhótelin nú einungis við fólki í einangrun og á þessi hópur fólks því erfitt með að halda sig á einum stað í sóttkví. Álag á athvörfum fyrir heimilislausa „Þau hafa athvörfin en það er mjög mikið álag á athvörfunum eins og staðan er núna fyrir utan að það er erfitt að hólfa niður og framfylgja ítrustu sóttvarnareglum þar,“ sagði Kristín Davíðsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður þjónustar húsnæðislausa og þá sem nota vímuefni um æð. Kristín segir að reynt sé eftir fremsta magni að koma til móts við skjólstæðinga í sóttkví. „Þau hringja í okkur og við höfum verið að veita þeim „drop off“ þjónustu og reynt að koma til móts við aðstæður eins og hægt er.“ Hópur með flóknar þjónustuþarfir Þjónusta við þennan hóp fellur undir velferðarþjónustu og segir Kristín að vegna almennrar manneklu á því sviði hafi kerfið ekki bolmagn til þess að halda utan um hópinn í faraldrinum. „Þetta er hópur sem er með mjög miklar og flóknar þjónustuþarfir og þar af leiðandi þarf mannskap og mikið utanumhald.“ Hótel borgarinnar taka á móti einstaklingum í sóttkví en Kristín segir að skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eigi oft erfitt með að fá inn þangað. „Þau geta farið á hótelin en það eru ekki öll hótel sem bjóða þau velkominn. Það er dýrt að vera á hóteli. Þau eru alla jafna ekki í launaðri vinnu þannig það gerir þeim líka erfitt fyrir og þar að auki eru þetta einstaklingar sem þurfa að fara út og útvega sér efni og það segir sig sjálf að þú getur ekki haldið þig heima þegar þú ert í þessari stöðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Félagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Í upphafi faraldursins höfðu húsnæðislausir tök á að dvelja á farsóttarhóteli þegar þeir þurftu í sóttkví. Vegna fjölda smitaðra taka farsóttarhótelin nú einungis við fólki í einangrun og á þessi hópur fólks því erfitt með að halda sig á einum stað í sóttkví. Álag á athvörfum fyrir heimilislausa „Þau hafa athvörfin en það er mjög mikið álag á athvörfunum eins og staðan er núna fyrir utan að það er erfitt að hólfa niður og framfylgja ítrustu sóttvarnareglum þar,“ sagði Kristín Davíðsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður þjónustar húsnæðislausa og þá sem nota vímuefni um æð. Kristín segir að reynt sé eftir fremsta magni að koma til móts við skjólstæðinga í sóttkví. „Þau hringja í okkur og við höfum verið að veita þeim „drop off“ þjónustu og reynt að koma til móts við aðstæður eins og hægt er.“ Hópur með flóknar þjónustuþarfir Þjónusta við þennan hóp fellur undir velferðarþjónustu og segir Kristín að vegna almennrar manneklu á því sviði hafi kerfið ekki bolmagn til þess að halda utan um hópinn í faraldrinum. „Þetta er hópur sem er með mjög miklar og flóknar þjónustuþarfir og þar af leiðandi þarf mannskap og mikið utanumhald.“ Hótel borgarinnar taka á móti einstaklingum í sóttkví en Kristín segir að skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eigi oft erfitt með að fá inn þangað. „Þau geta farið á hótelin en það eru ekki öll hótel sem bjóða þau velkominn. Það er dýrt að vera á hóteli. Þau eru alla jafna ekki í launaðri vinnu þannig það gerir þeim líka erfitt fyrir og þar að auki eru þetta einstaklingar sem þurfa að fara út og útvega sér efni og það segir sig sjálf að þú getur ekki haldið þig heima þegar þú ert í þessari stöðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Félagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira