Rabbíni kastaði stól í gíslatökumanninn og gíslarnir flúðu Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 16:40 Fjórum gíslum var haldið í bænahúsinu í um tíu klukkustundir. AP/Brandon Wade Charlie Cytron-Walker, rabbíni, kastaði stól í gíslatökumann sem hélt honum og þremur öðrum í gíslingu í á laugardagskvöld. Við það tókst honum og tveimur öðrum að flýja undan manninum sem var vopnaður en þá hafði gíslatakan staðið yfir í um tíu klukkustundir í bænahúsi gyðinga í Colleyville í Texas. Eftir að þeir flúðu réðust lögregluþjónar til atlögu og skutu hinn 44 ára gamla Malik Faisal Akram til bana. Hann hefði sleppt einum gísl úr haldi nokkrum klukkustundum áður. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsli við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Í viðtali við CBS Mornings sagði Cytron-Walker að hann hefði hleypt Akram inn í bænahúsið því hann hefði virst þurfa á aðstoð að halda. Rabbíninn sagði Akram ekki hafa ógnað neinum eða hagað sér grunsamlega, fyrr en hann tók upp byssu. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Cytron-Walker að undir lokin hafi Akram verið orðinn mjög órólegur og ógnandi. Þá hafi rabbíninn kastað stólnum í hann og þau þrjú sem var þá haldið í gíslingu flúðu. Myndbönd sýndu hvernig þau hlupu út og að Akram kom á eftir þeim. Hann stoppaði þó í hurðinni, lokaði henni og farið aftur inn í bænahúsið. Skömmu síðar heyrðust skothljóð og sprenging. Akram er frá Bretlandi og hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna sem ferðamaður. Talið er að hann hafi keypt skammbyssuna sem hann var með á einkasölu, samkvæmt heimildum AP. Ekki er vitað af hverju hann vladi þetta bænahús en fangelsið sem Siddiqui afplánar dóm sinn í er þarna nærri. Akram var með síma sem hann notaði til að tala við aðra en samningamenn lögreglunnar á meðan á gíslatökunni stóð. Í kjölfar árásarinnar hefur lögreglan í Bretlandi handtekið tvo táninga vegna gíslatökunnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Eftir að þeir flúðu réðust lögregluþjónar til atlögu og skutu hinn 44 ára gamla Malik Faisal Akram til bana. Hann hefði sleppt einum gísl úr haldi nokkrum klukkustundum áður. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsli við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Í viðtali við CBS Mornings sagði Cytron-Walker að hann hefði hleypt Akram inn í bænahúsið því hann hefði virst þurfa á aðstoð að halda. Rabbíninn sagði Akram ekki hafa ógnað neinum eða hagað sér grunsamlega, fyrr en hann tók upp byssu. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Cytron-Walker að undir lokin hafi Akram verið orðinn mjög órólegur og ógnandi. Þá hafi rabbíninn kastað stólnum í hann og þau þrjú sem var þá haldið í gíslingu flúðu. Myndbönd sýndu hvernig þau hlupu út og að Akram kom á eftir þeim. Hann stoppaði þó í hurðinni, lokaði henni og farið aftur inn í bænahúsið. Skömmu síðar heyrðust skothljóð og sprenging. Akram er frá Bretlandi og hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna sem ferðamaður. Talið er að hann hafi keypt skammbyssuna sem hann var með á einkasölu, samkvæmt heimildum AP. Ekki er vitað af hverju hann vladi þetta bænahús en fangelsið sem Siddiqui afplánar dóm sinn í er þarna nærri. Akram var með síma sem hann notaði til að tala við aðra en samningamenn lögreglunnar á meðan á gíslatökunni stóð. Í kjölfar árásarinnar hefur lögreglan í Bretlandi handtekið tvo táninga vegna gíslatökunnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54
Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47