Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. janúar 2022 13:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist enn bíða eftir gögnum frá spítalanum. Vísir/Vilhelm Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. Hlutfall þeirra sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu vegna Covid-19 hefur farið mjög niður á við síðustu vikur með tilkomu ómíkron-afbrigðisins. Samkvæmt tölum frá lækni Landspítalans, sem hann birti á Twitter í gær, hefur hlutfallið farið úr 2,5 prósentum í haust þegar delta-afbrigðið var ráðandi og niður í 0,2 prósent nú í ómíkron-bylgjunni. The most recent data we have collected suggests a reason for optimism. The proportion of all diagnosed SARS-CoV-2 cases in Iceland that required a hospital admission has gone from roughly 2.5% in mid September to 0.2% in the beginning of January 2022 pic.twitter.com/akiKi9tOBa— Elías Eyþórsson (@eliaseythorsson) January 16, 2022 Það er talsvert minna en menn töldu að innlagnahlutfall væri vegna ómíkron-afbrigðisins fyrst en þá var gert ráð fyrir að 0,7 prósent legðust inn á spítala. „Við vitum það að innlagnahlutfallið hefur verið milli 0,2 og 0,3 af ómíkron en það er hærra af delta þannig að þetta var svona í heildina á milli 0,5 og 0,7,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í dag séu um 10 prósent þeirra sem greinist með delta, þ.e.a.s. um 100 einstaklingar sem hafa greinst með það daglega síðustu vikur. Ekki enn kominn með upplýsingar frá spítalanum Hann segir að fyrst nú sé að koma góð reynsla á ómíkron-afbrigðið og hversu miklum og alvarlegum veikindum það valdi. Landspítalinn sé í vinnu við að greina það almennilega núna. „Við erum að vinna svona í rauntíma og ég veit að fólki finnst þetta ekki ganga nógu hratt en ég þarf að byggja mínar tillögur á okkar gögnum,“ segir Þórólfur. Staðan á spítalanum er allt önnur nú en í fyrri bylgjum faraldursins. Svo útbreidd er veiran í samfélaginu að reglulega greinast sjúklingar eða þeir sem eru að leggjast inn á spítalann vegna annarra kvilla með hana. Og þetta fer allt inn í tölulegar upplýsingar hjá spítalanum. Þannig er nú nokkuð stór hluti þeirra 45 sem liggja inni á spítalanum með Covid inni vegna annarra sjúkdóma eða meiðsla. Þórólfur vonast til að greiningar spítalans liggi fyrir í vikunni. „Ég vona það en þegar maður er háður upplýsingum annars staðar frá þá getur maður svo sem lítið sagt um það hvenær. Það fer eftir því hvenær maður fær þær upplýsingar. En auðvitað væri æskilegt að geta náð því bara sem fyrst,“ segir hann. Til skoðunar að létta aftur Þó er greinilega ljóst að afbrigðið sé margfalt vægara en delta. En er enn þá ósanngjarnt að bera veiruna saman við inflúensu eins og sumir vilja gera? Hversu mikið verra er Covid nú en flensa? „Það er ekkert hægt að segja nákvæmlega til um það núna. Eins og ég sagði áðan þá erum við fyrst núna að fá almennilegar upplýsingar sem geta greint hversu alvarlegt ómíkron afbrigðið er og það er það sem við erum að fara í,“ segir Þórólfur. Í sumar sagði hann að í árstíðabundinni flensu smitast um 30 þúsund manns, 50 til 100 leggjast inn á sjúkrahús og þeir sem látast eru kannski frá 0 og upp í 10. „Við vitum að ómíkron er vægara en delta-afbrigðið en hvort það sé alveg eins og inflúensan ég ætla nú að láta það liggja á milli hluta þangað til við erum með gögn þar sem við getum virkilega sagt betur til um það,“ segir hann. Þegar fréttastofa talaði við hann fyrir hádegi taldi hann góðar líkur á að nýjar og harðari samkomutakmarkanir hefðu góð áhrif á gang mála og myndu hemja útbreiðslu veirunnar. Í samtali við Ríkisútvarpið í hádeginu nefndi hann þó að það væri til skoðunar að slaka jafnvel á takmörkunum aftur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Hlutfall þeirra sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu vegna Covid-19 hefur farið mjög niður á við síðustu vikur með tilkomu ómíkron-afbrigðisins. Samkvæmt tölum frá lækni Landspítalans, sem hann birti á Twitter í gær, hefur hlutfallið farið úr 2,5 prósentum í haust þegar delta-afbrigðið var ráðandi og niður í 0,2 prósent nú í ómíkron-bylgjunni. The most recent data we have collected suggests a reason for optimism. The proportion of all diagnosed SARS-CoV-2 cases in Iceland that required a hospital admission has gone from roughly 2.5% in mid September to 0.2% in the beginning of January 2022 pic.twitter.com/akiKi9tOBa— Elías Eyþórsson (@eliaseythorsson) January 16, 2022 Það er talsvert minna en menn töldu að innlagnahlutfall væri vegna ómíkron-afbrigðisins fyrst en þá var gert ráð fyrir að 0,7 prósent legðust inn á spítala. „Við vitum það að innlagnahlutfallið hefur verið milli 0,2 og 0,3 af ómíkron en það er hærra af delta þannig að þetta var svona í heildina á milli 0,5 og 0,7,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í dag séu um 10 prósent þeirra sem greinist með delta, þ.e.a.s. um 100 einstaklingar sem hafa greinst með það daglega síðustu vikur. Ekki enn kominn með upplýsingar frá spítalanum Hann segir að fyrst nú sé að koma góð reynsla á ómíkron-afbrigðið og hversu miklum og alvarlegum veikindum það valdi. Landspítalinn sé í vinnu við að greina það almennilega núna. „Við erum að vinna svona í rauntíma og ég veit að fólki finnst þetta ekki ganga nógu hratt en ég þarf að byggja mínar tillögur á okkar gögnum,“ segir Þórólfur. Staðan á spítalanum er allt önnur nú en í fyrri bylgjum faraldursins. Svo útbreidd er veiran í samfélaginu að reglulega greinast sjúklingar eða þeir sem eru að leggjast inn á spítalann vegna annarra kvilla með hana. Og þetta fer allt inn í tölulegar upplýsingar hjá spítalanum. Þannig er nú nokkuð stór hluti þeirra 45 sem liggja inni á spítalanum með Covid inni vegna annarra sjúkdóma eða meiðsla. Þórólfur vonast til að greiningar spítalans liggi fyrir í vikunni. „Ég vona það en þegar maður er háður upplýsingum annars staðar frá þá getur maður svo sem lítið sagt um það hvenær. Það fer eftir því hvenær maður fær þær upplýsingar. En auðvitað væri æskilegt að geta náð því bara sem fyrst,“ segir hann. Til skoðunar að létta aftur Þó er greinilega ljóst að afbrigðið sé margfalt vægara en delta. En er enn þá ósanngjarnt að bera veiruna saman við inflúensu eins og sumir vilja gera? Hversu mikið verra er Covid nú en flensa? „Það er ekkert hægt að segja nákvæmlega til um það núna. Eins og ég sagði áðan þá erum við fyrst núna að fá almennilegar upplýsingar sem geta greint hversu alvarlegt ómíkron afbrigðið er og það er það sem við erum að fara í,“ segir Þórólfur. Í sumar sagði hann að í árstíðabundinni flensu smitast um 30 þúsund manns, 50 til 100 leggjast inn á sjúkrahús og þeir sem látast eru kannski frá 0 og upp í 10. „Við vitum að ómíkron er vægara en delta-afbrigðið en hvort það sé alveg eins og inflúensan ég ætla nú að láta það liggja á milli hluta þangað til við erum með gögn þar sem við getum virkilega sagt betur til um það,“ segir hann. Þegar fréttastofa talaði við hann fyrir hádegi taldi hann góðar líkur á að nýjar og harðari samkomutakmarkanir hefðu góð áhrif á gang mála og myndu hemja útbreiðslu veirunnar. Í samtali við Ríkisútvarpið í hádeginu nefndi hann þó að það væri til skoðunar að slaka jafnvel á takmörkunum aftur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira