Konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2022 12:01 Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju Vísir/Sigurjón Dagvinnulaun félagsmanna Einingar-Iðju hafa hækkað að sögn formannsins og eru konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar. Meðallaun kvenna hækkuðu um rúmlega fimmtíu þúsund milli ára en karla um þrettán þúsund krónur. Eining -Iðja hefur í rúman áratug gert kannanir á stöðu og kjörum félagsmanna sinna. Björn Snæbjörnsson formaður félagsins segir að síðasta könnun hafi komið verulega á óvart. Fyrst var sagt frá málinu í Vikublaðinu. „Meðallaun kvenna fyrir dagvinnu var hærri en karla sem er í fyrsta skipti sem það gerist. Þess ber þó að geta að karlar í hundrað prósent starfi í könnuninni voru fimm af hverjum sjö og könur tvær af hverjum fimm en meðallaunin eru alltaf reiknuð út frá fullri vinnu. Það virðist vera stærri hópur undir samningum sveitarfélaga og ríkis sem svaraði núna en dagvinnulaunin eru hærri þar heldur en á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Björn. Björn segir að þegar dagvinnulaun séu skoðuð miðað við 100% starf komi í ljós að þau hafi hækkuðu um 31 þúsund krónur milli áranna 2020 til 2021 og voru 458 þúsund krónur. Þegar launin voru skoðuð eftir kyni kom í ljós að karlar voru með 453 þúsund krónur í meðallaun í fyrra og höfðu hækkað um 13 þúsund krónur, en konur voru með 464 þúsund krónur og hækkun upp á 51 þúsund krónur milli ára. Heildarlaun karla eru þó mun hærri en kvenna. „Karlar eru með miklu meiri heildarlaun þar er meiri yfirvinna. Þó hefur yfirvinna á Eyjafjarðarsvæðinu minnkað milli ári og er undir landsmeðaltali,“ segir hann. Fólk að neita sér um mikilvæga þjónustu Björn segir svo virðist að lífskjarasamningarnir hafi virkað best fyrir fólk á lægstu kjörunum. „Lífskjarasamningarnar eru að skila fólki á lægstu laununum betri kjörum eins og lagt var upp með. Sérstaklega er fólk á taxtalaunum að fá betri kjör en áður,“ segir hann. Björn segir hins vegar að ánægja með laun hafi minnkað. „Fólk var ánægðara með launin sín 2020 en 2021. Það skýrist væntanlega af því að þrátt fyrir að launin hafi hækkað í krónum hefur ýmislegt annað hækkað á móti. Þá kom fram að stór hluti félagsmanna okkar neitar sér um ýmsa mikilvæga þjónustu. Þannig hafa 32% félagsmanna neitað sér um tannlæknaþjónustu, 22% hafa neitað sér um að fara til almenns læknis og 17% hafa frestað því að taka út lyf. Það er mikið áfall að sjá þær tölur,“ segir Björn. Kjaramál Jafnréttismál Akureyri Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Eining -Iðja hefur í rúman áratug gert kannanir á stöðu og kjörum félagsmanna sinna. Björn Snæbjörnsson formaður félagsins segir að síðasta könnun hafi komið verulega á óvart. Fyrst var sagt frá málinu í Vikublaðinu. „Meðallaun kvenna fyrir dagvinnu var hærri en karla sem er í fyrsta skipti sem það gerist. Þess ber þó að geta að karlar í hundrað prósent starfi í könnuninni voru fimm af hverjum sjö og könur tvær af hverjum fimm en meðallaunin eru alltaf reiknuð út frá fullri vinnu. Það virðist vera stærri hópur undir samningum sveitarfélaga og ríkis sem svaraði núna en dagvinnulaunin eru hærri þar heldur en á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Björn. Björn segir að þegar dagvinnulaun séu skoðuð miðað við 100% starf komi í ljós að þau hafi hækkuðu um 31 þúsund krónur milli áranna 2020 til 2021 og voru 458 þúsund krónur. Þegar launin voru skoðuð eftir kyni kom í ljós að karlar voru með 453 þúsund krónur í meðallaun í fyrra og höfðu hækkað um 13 þúsund krónur, en konur voru með 464 þúsund krónur og hækkun upp á 51 þúsund krónur milli ára. Heildarlaun karla eru þó mun hærri en kvenna. „Karlar eru með miklu meiri heildarlaun þar er meiri yfirvinna. Þó hefur yfirvinna á Eyjafjarðarsvæðinu minnkað milli ári og er undir landsmeðaltali,“ segir hann. Fólk að neita sér um mikilvæga þjónustu Björn segir svo virðist að lífskjarasamningarnir hafi virkað best fyrir fólk á lægstu kjörunum. „Lífskjarasamningarnar eru að skila fólki á lægstu laununum betri kjörum eins og lagt var upp með. Sérstaklega er fólk á taxtalaunum að fá betri kjör en áður,“ segir hann. Björn segir hins vegar að ánægja með laun hafi minnkað. „Fólk var ánægðara með launin sín 2020 en 2021. Það skýrist væntanlega af því að þrátt fyrir að launin hafi hækkað í krónum hefur ýmislegt annað hækkað á móti. Þá kom fram að stór hluti félagsmanna okkar neitar sér um ýmsa mikilvæga þjónustu. Þannig hafa 32% félagsmanna neitað sér um tannlæknaþjónustu, 22% hafa neitað sér um að fara til almenns læknis og 17% hafa frestað því að taka út lyf. Það er mikið áfall að sjá þær tölur,“ segir Björn.
Kjaramál Jafnréttismál Akureyri Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira