Íslendingar „á leið út af sporinu“ segir Ragnar Freyr Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 10:45 Ragnar birtir þessa mynd af spálíkani Landspítalans með eigin viðbót. Tölurnar tákna innlagnir á Landspítala vegna Covid-19. „Loksins sést til sólar,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir á Facebook um stöðu Covid-19 faraldursins á hérlendis. Hann segir Íslendinga engu að síður „á leið út af sporinu“ og á þar við þær sóttvarnaaðgerðir sem voru boðaðar fyrir helgi. „Bara á sex vikum hefur Omikron-afbrigðið náð heimsyfirráðum. Og gerbreytt öllu,“ segir Ragnar. Covid sé nú gjörólíkur þeim sjúkdóm sem hann var áður. „Ættu viðbrögð okkar að breytast?“ spyr hann. Ragnar, sem er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum, segir mun fleiri smitast en mun færri leggjast inn á sjúkrahús. Færri leggist inn vegna Covid en þó nokkrir með Covid. Sárafáir endi á gjörgæslu. „Í gær var greint frá því að 45 sjúklingar lægju inni á Landspítala vegna COVID. Komið hefur fram að hluti þeirra er þegar laus úr einangrun og umtalsverður fjöldi liggur inni vegna annarra læknisfræðilegra vandamála en eru samtímis greindir með COVID,“ segir Ragnar. Hann segir að þær takmarkanir sem komið var á fyrir helgi muni líklega ekki skila tilætluðum árangri, enda sé faraldurinn mestur meðal barna, unglinga og ungra fullorðinna í mennta- og háskólum. „Og líklega mun útbreiddari en við höldum,“ segir Ragnar. „Víða erlendis verið að endurskoða nálgun í ljósi breyttra aðstæðna. Víða í kringum okkur er verið að skilgreina viðbrögð upp á nýtt í ljósi nýrra forsendna, m.a. á hinum Norðurlöndunum. Verið er að endurhugsa skimanir, sóttkví, viðbrögð almennings og á heilbrigðisstofnunum. Tímabært er að við gerum slíkt hið sama,“ segir læknirinn. Þjóðin sé enn á ný að þrauka í hörðum samfélagsaðgerðum. „Að þessu sinni erum við á leið út af sporinu. Mikilvægt er að við komum okkur á rétta braut fyrr en seinna. Loksins sést til sólar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
„Bara á sex vikum hefur Omikron-afbrigðið náð heimsyfirráðum. Og gerbreytt öllu,“ segir Ragnar. Covid sé nú gjörólíkur þeim sjúkdóm sem hann var áður. „Ættu viðbrögð okkar að breytast?“ spyr hann. Ragnar, sem er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum, segir mun fleiri smitast en mun færri leggjast inn á sjúkrahús. Færri leggist inn vegna Covid en þó nokkrir með Covid. Sárafáir endi á gjörgæslu. „Í gær var greint frá því að 45 sjúklingar lægju inni á Landspítala vegna COVID. Komið hefur fram að hluti þeirra er þegar laus úr einangrun og umtalsverður fjöldi liggur inni vegna annarra læknisfræðilegra vandamála en eru samtímis greindir með COVID,“ segir Ragnar. Hann segir að þær takmarkanir sem komið var á fyrir helgi muni líklega ekki skila tilætluðum árangri, enda sé faraldurinn mestur meðal barna, unglinga og ungra fullorðinna í mennta- og háskólum. „Og líklega mun útbreiddari en við höldum,“ segir Ragnar. „Víða erlendis verið að endurskoða nálgun í ljósi breyttra aðstæðna. Víða í kringum okkur er verið að skilgreina viðbrögð upp á nýtt í ljósi nýrra forsendna, m.a. á hinum Norðurlöndunum. Verið er að endurhugsa skimanir, sóttkví, viðbrögð almennings og á heilbrigðisstofnunum. Tímabært er að við gerum slíkt hið sama,“ segir læknirinn. Þjóðin sé enn á ný að þrauka í hörðum samfélagsaðgerðum. „Að þessu sinni erum við á leið út af sporinu. Mikilvægt er að við komum okkur á rétta braut fyrr en seinna. Loksins sést til sólar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira