Yfirvöld segja 225 hafa fallið í óeirðum í Kasakstan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 21:08 Saksóknarar í Kasakstan segja að 225 hafi fallið í óeirðum þar í landi í byrjun mánaðar. Getty/Pavel Pavlov Yfirvöld í Kasakstan segja 225 hafa fallið í óeirðum í landinu í síðustu viku. Þar á meðal hafi verið 19 meðlimir öryggissveita. Líkamsleifar hinna föllnu voru fluttar í líkhús um landið allt í dag þar sem á að búa þau undir greftrun. Þetta tilkynnti Serik Shalabayev, saksóknari í Kasakstan í dag. Hann sagði í yfirlýsingu að meðal hinna föllnu hafi verið almennir borgarar og vopnaðir óeirðarseggir, sem hafi verið drepnir af öryggissveitum. Frekari upplýsingar um þá sem féllu voru ekki veittar. Miklar óeirðir brutust út í Kasakstan í byrjun janúarmánaðar eftir að eldsneytisverð var hækkað verulega í landinu. Kasakstan er á lista þeirra ríkja sem framleiða mest jarðefnaeldsneyti og vakti hækkun á eldsneytisverði því mikla reiði meðal almennings. Fréttastofa Reuters bendir á í umfjöllun sinni að samkvæmt þeim dánartölum sem Shalabayev tilkynnti hafi óeirðirnar verið þær mannskæðustu í þrjátíu ára sjálfstæðissögu landsins. Shalabayev tilkynnti jafnframt að um 50 þúsund manns hafi tekið þátt í óeirðunum á landsvísu þegar mest lét þann 5. janúar. Þann dag brutust mótmælendur inn í banka, búðir og opinberar byggingar og kveiktu víða í. Óeirðirnar voru kveðnar niður um síðustu helgi með aðstoð rússneska hersins, en Kassym-Jomart Tokayev, forseti landsins, óskaði eftir aðstoð Rússa. Það tók rússneskar hersveitir aðeins nokkra daga að kveða mótmælin niður. Tokayev greip einnig á það ráð að vísa forvera sínum og landsföður Nursultan Nazarbayev frá sem formanni öryggisráðs landsins og tók sjálfur við stöðunni. Þá hefur Tokayev gefið út fyrirskipun til löggæsluyfirvalda að forðast það að beita óeirðarseggi ofbeldi og vísað því til saksóknara að þyrma þeim sem ekki frömdu alvarlega glæpi. Þetta gerir hann eftir að kvartað var yfir ofbeldi og pyntingum í gæsluvarðhaldi. Kasakstan Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir yfirgefa Kasakstan á næstu dögum Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum. 11. janúar 2022 07:55 Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02 Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þetta tilkynnti Serik Shalabayev, saksóknari í Kasakstan í dag. Hann sagði í yfirlýsingu að meðal hinna föllnu hafi verið almennir borgarar og vopnaðir óeirðarseggir, sem hafi verið drepnir af öryggissveitum. Frekari upplýsingar um þá sem féllu voru ekki veittar. Miklar óeirðir brutust út í Kasakstan í byrjun janúarmánaðar eftir að eldsneytisverð var hækkað verulega í landinu. Kasakstan er á lista þeirra ríkja sem framleiða mest jarðefnaeldsneyti og vakti hækkun á eldsneytisverði því mikla reiði meðal almennings. Fréttastofa Reuters bendir á í umfjöllun sinni að samkvæmt þeim dánartölum sem Shalabayev tilkynnti hafi óeirðirnar verið þær mannskæðustu í þrjátíu ára sjálfstæðissögu landsins. Shalabayev tilkynnti jafnframt að um 50 þúsund manns hafi tekið þátt í óeirðunum á landsvísu þegar mest lét þann 5. janúar. Þann dag brutust mótmælendur inn í banka, búðir og opinberar byggingar og kveiktu víða í. Óeirðirnar voru kveðnar niður um síðustu helgi með aðstoð rússneska hersins, en Kassym-Jomart Tokayev, forseti landsins, óskaði eftir aðstoð Rússa. Það tók rússneskar hersveitir aðeins nokkra daga að kveða mótmælin niður. Tokayev greip einnig á það ráð að vísa forvera sínum og landsföður Nursultan Nazarbayev frá sem formanni öryggisráðs landsins og tók sjálfur við stöðunni. Þá hefur Tokayev gefið út fyrirskipun til löggæsluyfirvalda að forðast það að beita óeirðarseggi ofbeldi og vísað því til saksóknara að þyrma þeim sem ekki frömdu alvarlega glæpi. Þetta gerir hann eftir að kvartað var yfir ofbeldi og pyntingum í gæsluvarðhaldi.
Kasakstan Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir yfirgefa Kasakstan á næstu dögum Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum. 11. janúar 2022 07:55 Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02 Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Rússneskar hersveitir yfirgefa Kasakstan á næstu dögum Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum. 11. janúar 2022 07:55
Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02
Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43