Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2022 12:30 Almenningur hefur flykkst í hraðpróf á síðustu vikum. Vísir/Vilhelm/Egill Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. Með nýjum reglum um samkomutakmarkanir, sem tóku gildi á miðnætti, er óheimilt að halda stærri viðburði og almennt er miðað við tíu manna hámark. Áður var leyfilegt að halda 200 manna viðburði með notkun hraðprófa og fyrr í desember var leyfilegt að hafa allt að 500 manns á slíkum viðburðum. Öryggismiðstöðin er eitt þeirra fyrirtækja sem heldur út sérstökum hraðprófsstöðvum en Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR sem er sérstakt svið hjá Öryggismiðstöðinni, segir að einkafyrirtækin sitji uppi með skellinn ef mikil fækkun verður í kúnnahópi þeirra, enda þurfi að borga starfsfólki laun og greiða leigu. „Við fáum greitt fyrir tekin sýni þannig að ef það mætir enginn þá er það náttúrulega ekki nein greiðsla fyrir. Þannig að við erum bara í ágætismálum, við segjum það,“ segir Ómar og bætir við að enn sé of snemmt að segja til um hvort og þá hvenær samkomutakmarkanirnar munu koma til með að hafa. Bransinn ekki sérstaklega stöðugur Hann segir að áhrifin hafi í raun verið komin fram enda hafi lítið verið af skipulögðum viðburðum í janúar. Mikið hafi verið að gera yfir hátíðarnar, þegar jólatónleikar og aðrir viðburðir voru tíðir. „Þær [samkomutakmarkanirnar] tóku náttúrulega gildi í gær. Við sáum allavega ekki neina fækkun í gær í sýnatökum og ég heyri það á mínu fólki að fólk er mikið að koma ef það er að fara að hitta vini eða ættingja, eða á leið í lítið matarboð. Eða náttúrulega að fara erlendis, þarf það vottorð,“ segir Ómar. Ómar segir að starfsemin hafi eðli málsins samkvæmt sveiflast í takti við gildandi takmarkanir á hverjum tíma. Bransinn sé ekki sérstaklega stöðugur. „Það er rosalega snemmt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur eða hvernig í rauninni þetta hefur áhrif á uppbyggingu á okkar kúnnahópi,“segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR hjá Öryggismiðstöðinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 13. nóvember 2021 13:30 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Með nýjum reglum um samkomutakmarkanir, sem tóku gildi á miðnætti, er óheimilt að halda stærri viðburði og almennt er miðað við tíu manna hámark. Áður var leyfilegt að halda 200 manna viðburði með notkun hraðprófa og fyrr í desember var leyfilegt að hafa allt að 500 manns á slíkum viðburðum. Öryggismiðstöðin er eitt þeirra fyrirtækja sem heldur út sérstökum hraðprófsstöðvum en Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR sem er sérstakt svið hjá Öryggismiðstöðinni, segir að einkafyrirtækin sitji uppi með skellinn ef mikil fækkun verður í kúnnahópi þeirra, enda þurfi að borga starfsfólki laun og greiða leigu. „Við fáum greitt fyrir tekin sýni þannig að ef það mætir enginn þá er það náttúrulega ekki nein greiðsla fyrir. Þannig að við erum bara í ágætismálum, við segjum það,“ segir Ómar og bætir við að enn sé of snemmt að segja til um hvort og þá hvenær samkomutakmarkanirnar munu koma til með að hafa. Bransinn ekki sérstaklega stöðugur Hann segir að áhrifin hafi í raun verið komin fram enda hafi lítið verið af skipulögðum viðburðum í janúar. Mikið hafi verið að gera yfir hátíðarnar, þegar jólatónleikar og aðrir viðburðir voru tíðir. „Þær [samkomutakmarkanirnar] tóku náttúrulega gildi í gær. Við sáum allavega ekki neina fækkun í gær í sýnatökum og ég heyri það á mínu fólki að fólk er mikið að koma ef það er að fara að hitta vini eða ættingja, eða á leið í lítið matarboð. Eða náttúrulega að fara erlendis, þarf það vottorð,“ segir Ómar. Ómar segir að starfsemin hafi eðli málsins samkvæmt sveiflast í takti við gildandi takmarkanir á hverjum tíma. Bransinn sé ekki sérstaklega stöðugur. „Það er rosalega snemmt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur eða hvernig í rauninni þetta hefur áhrif á uppbyggingu á okkar kúnnahópi,“segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR hjá Öryggismiðstöðinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 13. nóvember 2021 13:30 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 13. nóvember 2021 13:30
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48