Sanchez tryggði Inter Ofurbikarinn á síðustu mínútu framlengingar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2022 23:00 Sanchez fagnar sigurmarki sínu. Emilio Andreoli/Getty Images Það var heldur betur dramatík er Ítalíumeistarar Inter og Juventus mættust í leiknum um ítalska Ofurbikarinn í knattspyrnu í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútu framlengingar eftir að staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Juventus komst yfir um miðbik fyrri hálfleik þegar Álvaro Morata gaf fyrir á miðjumanninn Weston McKennie sem skoraði með skalla af stuttu færi. Adam var þó ekki lengi í paradís en tíu mínútum síðar fengu Ítalíumeistararnir vítaspyrnu er Mattia De Sciglio braut á Daniele Doveri innan vítateigs. Á punktinn steig argentíski framherjinn Lautaro Martinez og skoraði hann af öruggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikur var markalaus en bæði lið gerðu urmul skiptinga. Þegar stundarfjórðungur var til loka venjulega leiktíma kom Alexis Sanchez inn af bekknum. Talað hefur verið um að Inter sé tilbúið að leyfa honum að fara frítt í janúar en Sanchez minnti heldur betur á sig í kvöld. Staðan var enn jöfn 1-1 eftir 90 mínútur, því þurfti að framlengja. Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni en á lokamínútu framlengingarinnar skoraði Sanchez eftir darraðardans í vítateig Juventus. | PARTY TIME Pure Nerazzurri joy after @Alexis_Sanchez's winner! pic.twitter.com/9ukEC8gvTb— Inter (@Inter_en) January 12, 2022 Sanchez fagnaði með því að rífa sig úr búningnum sem og treyjunni sem var þar undir. Hann fékk gult spjald fyrir en gat vart verið meira sama. Staðan orðin 2-1 og var leikurinn flautaður af í kjölfarið. Ítalíumeistarar Inter vinna þar með Ofurbikarinn 2022. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Juventus komst yfir um miðbik fyrri hálfleik þegar Álvaro Morata gaf fyrir á miðjumanninn Weston McKennie sem skoraði með skalla af stuttu færi. Adam var þó ekki lengi í paradís en tíu mínútum síðar fengu Ítalíumeistararnir vítaspyrnu er Mattia De Sciglio braut á Daniele Doveri innan vítateigs. Á punktinn steig argentíski framherjinn Lautaro Martinez og skoraði hann af öruggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikur var markalaus en bæði lið gerðu urmul skiptinga. Þegar stundarfjórðungur var til loka venjulega leiktíma kom Alexis Sanchez inn af bekknum. Talað hefur verið um að Inter sé tilbúið að leyfa honum að fara frítt í janúar en Sanchez minnti heldur betur á sig í kvöld. Staðan var enn jöfn 1-1 eftir 90 mínútur, því þurfti að framlengja. Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni en á lokamínútu framlengingarinnar skoraði Sanchez eftir darraðardans í vítateig Juventus. | PARTY TIME Pure Nerazzurri joy after @Alexis_Sanchez's winner! pic.twitter.com/9ukEC8gvTb— Inter (@Inter_en) January 12, 2022 Sanchez fagnaði með því að rífa sig úr búningnum sem og treyjunni sem var þar undir. Hann fékk gult spjald fyrir en gat vart verið meira sama. Staðan orðin 2-1 og var leikurinn flautaður af í kjölfarið. Ítalíumeistarar Inter vinna þar með Ofurbikarinn 2022.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira