Þetta snýst um fólkið í framlínunni Steinunn Þórðardóttir skrifar 12. janúar 2022 13:01 Nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir í fjórða sinn í yfirstandandi faraldri vegna álags á heilbrigðiskerfið. Hluti röksemdafærslunnar er sá að ekki verði hlaupið að því að styrkja mönnun kerfisins utan frá vegna einangrunar landsins. Slíkt hefur verið gert í löndunum í kringum okkur auk þess að herinn hefur verið kallaður til aðstoðar í mörgum þeirra. Faraldurinn hefur staðið í hátt í tvö ár og það er að stærstum hluta sama fólkið sem stendur vaktina innan heilbrigðiskerfisins hérlendis, nú sem í upphafi. Þegar veiran var ný, eiginleikar hennar lítt þekktir og engin bólusetning eða sértæk meðferð í boði í baráttunni gegn henni stóð þetta fólk vaktina, þrátt fyrir óttann og óvissuna sem þá ríkti. Það mætti til vinnu þegar aðrir geirar samfélagsins lágu meira eða minna í dvala og hitti þar veiruna fyrir í návígi. Óttuðust að smitast sjálf og bera þessa óþekktu veiru til ástvina sinna. Á undanförnum mánuðum hefur það sjónarmið færst í aukana í samfélagsumræðunni að ekki sé sífellt hægt að skerða einstaklingsfrelsi fólks til að verja heilbrigðiskerfið. En hvað er heilbrigðiskerfið? Heilbrigðiskerfið er fyrst og fremst fólkið sem starfar innan þess. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk sem hefur af mikilli ósérhlífni og elju staðið vaktina í hátt í tvö ár. Fórnað frítíma með sínum nánustu, dregið sig í hlé umfram flesta aðra samfélagshópa til að draga úr líkum á að lenda í sóttkví/einangrun sem myndi koma illa niður á sjúklingum og samstarfsfólki, frestað páskarfríum, sumarfríum og jólafríum, hætt við utanlandsferðir til að geta verið stöðugt til staðar, virkjað stórfjölskylduna og vini til að sjá um börnin til að geta staðið vaktina þegar leikskólinn/frístundaheimilið er með skerta starfsemi, fært sig um set í vinnu til að létta undir þar sem þörfin er mest þrátt fyrir að það samrýmist ekki þeirra eigin starfsþróun, unnið í sóttkví, ítrekað lagt mikið á sig til að vinna upp halann af öðrum verkefnum sem situr eftir þegar hlé verður á milli bylgja faraldursins. Á sama tíma hefur þetta fólk búið við stöðuga óvissu og nú síðast þær hugmyndir að þurfa að halda áfram störfum þrátt fyrir að vera sjálft smitað af veirunni og eiga með réttu að vera í einangrun. Það er deginum ljósara að við sem samfélag verðum að standa vörð um þennan mannauð og gæta þess að hann kikni ekki áður en yfir lýkur með tilheyrandi óbætanlegum skaða fyrir heilbrigðisþjónustu landsins til frambúðar. Það verður ekki hlaupið að því að fylla í skörðin sem þá myndast. Eins og fram kom í upphafi þá erum við eyja í Atlantshafinu sem ekki getur auðveldlega sótt liðstyrk yfir landamærin. Þetta frábæra fólk okkar er það sem við verðum að stóla á og hlúa að. Nauðsynlegt er að bregðast við því mikla vinnuálagi sem nú þegar er til staðar og mun vaxa mikið á næstu vikum ef fram fer sem horfir. Koma þarf til móts við starfsfólkið sem stendur vaktina stöðugt, fyrir okkur öll, með öllum tiltækum ráðum. Dæmi um slíkt væru viðbótargreiðslur í eðlilegum takti við það mikla álag sem nú blasir við. Slíkar greiðslur myndu að vonum einnig vera hvatning fyrir heilbrigðismenntaða einstaklinga annars staðar að úr samfélaginu til að hlaupa undir bagga á meðan það versta gengur yfir og dreifa þar með álaginu. Dæmi eru um tímabundnar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks í faraldrinum, t.d. í Svíþjóð, þar sem framlínustarfsfólk gekkst undir að lengja vinnutíma sinn og flytjast milli starfstöðva eftir þörfum gegn hærri launagreiðslum á sama tíma. Hérlendis standa læknar Landspítalans í baráttu við vinnuveitanda sinn um að fá greiddar kjarasamningsbundnar 4 klukkustundir í yfirvinnu taki þeir að sér að manna vakt með minna en 24 klukkustunda fyrirvara (sbr. Kjarasamning Læknafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra, gr. 4.4.2.1). Þetta er staða sem kemur upp mjög reglulega í rekstri spítalans í yfirstandandi faraldri. Þessi afstaða til kjarasamningsbundinna réttinda er í engum takti við ástandið í samfélaginu þessa stundina. Eðlilegt er að eitthvað af þeim miklu fjármunum sem varið hefur verið í samfélagslegar aðgerðir vegna faraldursins renni til framlínustarfsfólks í heilbrigðiskerfinu, en ekki gert ráð fyrir að það sýni endalaus þolgæði án nokkurar raunverulegrar umbunar. Sá hlýhugur sem fólk og fyrirtæki í landinu hefur sýnt heibrigðisstarfsfólki í faraldrinum er ómetanlegur, en eðlilegt er að stjórnvöld láti þess einnig gæta í launaumslaginu hversu vel við metum framlag þessa hóps á þessum krefjandi tímum. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir í fjórða sinn í yfirstandandi faraldri vegna álags á heilbrigðiskerfið. Hluti röksemdafærslunnar er sá að ekki verði hlaupið að því að styrkja mönnun kerfisins utan frá vegna einangrunar landsins. Slíkt hefur verið gert í löndunum í kringum okkur auk þess að herinn hefur verið kallaður til aðstoðar í mörgum þeirra. Faraldurinn hefur staðið í hátt í tvö ár og það er að stærstum hluta sama fólkið sem stendur vaktina innan heilbrigðiskerfisins hérlendis, nú sem í upphafi. Þegar veiran var ný, eiginleikar hennar lítt þekktir og engin bólusetning eða sértæk meðferð í boði í baráttunni gegn henni stóð þetta fólk vaktina, þrátt fyrir óttann og óvissuna sem þá ríkti. Það mætti til vinnu þegar aðrir geirar samfélagsins lágu meira eða minna í dvala og hitti þar veiruna fyrir í návígi. Óttuðust að smitast sjálf og bera þessa óþekktu veiru til ástvina sinna. Á undanförnum mánuðum hefur það sjónarmið færst í aukana í samfélagsumræðunni að ekki sé sífellt hægt að skerða einstaklingsfrelsi fólks til að verja heilbrigðiskerfið. En hvað er heilbrigðiskerfið? Heilbrigðiskerfið er fyrst og fremst fólkið sem starfar innan þess. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk sem hefur af mikilli ósérhlífni og elju staðið vaktina í hátt í tvö ár. Fórnað frítíma með sínum nánustu, dregið sig í hlé umfram flesta aðra samfélagshópa til að draga úr líkum á að lenda í sóttkví/einangrun sem myndi koma illa niður á sjúklingum og samstarfsfólki, frestað páskarfríum, sumarfríum og jólafríum, hætt við utanlandsferðir til að geta verið stöðugt til staðar, virkjað stórfjölskylduna og vini til að sjá um börnin til að geta staðið vaktina þegar leikskólinn/frístundaheimilið er með skerta starfsemi, fært sig um set í vinnu til að létta undir þar sem þörfin er mest þrátt fyrir að það samrýmist ekki þeirra eigin starfsþróun, unnið í sóttkví, ítrekað lagt mikið á sig til að vinna upp halann af öðrum verkefnum sem situr eftir þegar hlé verður á milli bylgja faraldursins. Á sama tíma hefur þetta fólk búið við stöðuga óvissu og nú síðast þær hugmyndir að þurfa að halda áfram störfum þrátt fyrir að vera sjálft smitað af veirunni og eiga með réttu að vera í einangrun. Það er deginum ljósara að við sem samfélag verðum að standa vörð um þennan mannauð og gæta þess að hann kikni ekki áður en yfir lýkur með tilheyrandi óbætanlegum skaða fyrir heilbrigðisþjónustu landsins til frambúðar. Það verður ekki hlaupið að því að fylla í skörðin sem þá myndast. Eins og fram kom í upphafi þá erum við eyja í Atlantshafinu sem ekki getur auðveldlega sótt liðstyrk yfir landamærin. Þetta frábæra fólk okkar er það sem við verðum að stóla á og hlúa að. Nauðsynlegt er að bregðast við því mikla vinnuálagi sem nú þegar er til staðar og mun vaxa mikið á næstu vikum ef fram fer sem horfir. Koma þarf til móts við starfsfólkið sem stendur vaktina stöðugt, fyrir okkur öll, með öllum tiltækum ráðum. Dæmi um slíkt væru viðbótargreiðslur í eðlilegum takti við það mikla álag sem nú blasir við. Slíkar greiðslur myndu að vonum einnig vera hvatning fyrir heilbrigðismenntaða einstaklinga annars staðar að úr samfélaginu til að hlaupa undir bagga á meðan það versta gengur yfir og dreifa þar með álaginu. Dæmi eru um tímabundnar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks í faraldrinum, t.d. í Svíþjóð, þar sem framlínustarfsfólk gekkst undir að lengja vinnutíma sinn og flytjast milli starfstöðva eftir þörfum gegn hærri launagreiðslum á sama tíma. Hérlendis standa læknar Landspítalans í baráttu við vinnuveitanda sinn um að fá greiddar kjarasamningsbundnar 4 klukkustundir í yfirvinnu taki þeir að sér að manna vakt með minna en 24 klukkustunda fyrirvara (sbr. Kjarasamning Læknafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra, gr. 4.4.2.1). Þetta er staða sem kemur upp mjög reglulega í rekstri spítalans í yfirstandandi faraldri. Þessi afstaða til kjarasamningsbundinna réttinda er í engum takti við ástandið í samfélaginu þessa stundina. Eðlilegt er að eitthvað af þeim miklu fjármunum sem varið hefur verið í samfélagslegar aðgerðir vegna faraldursins renni til framlínustarfsfólks í heilbrigðiskerfinu, en ekki gert ráð fyrir að það sýni endalaus þolgæði án nokkurar raunverulegrar umbunar. Sá hlýhugur sem fólk og fyrirtæki í landinu hefur sýnt heibrigðisstarfsfólki í faraldrinum er ómetanlegur, en eðlilegt er að stjórnvöld láti þess einnig gæta í launaumslaginu hversu vel við metum framlag þessa hóps á þessum krefjandi tímum. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar