Mikilvægi kennslu list- og verkgreina í faraldrinum Ellen Calmon skrifar 12. janúar 2022 09:30 Ég hef verið hugsi í öllum þessum takmörkunum sem við nú búum við og þá ekki síst varðandi börn og skólastarf. Börnin okkar eru nú þegar að upplifa gríðarlegar takmarkanir á fjölda sviða og meðal annars í skólastarfi þar sem sumar kennslustundir hafa verið felldar niður. Takmarkanirnar í lífum barna að undanförnu hafa verið margs konar, einhver hafa þurft að sæta því að mega bara leika við bekkjarfélaga en ekki skólafélaga í öðrum bekkjum. Þau hafa orðið af fjölskyldustundum til dæmis í kringum jólin þar sem margar fjölskyldur héldu minni jól, færri komu saman. Það vantaði jafnvel ömmu og afa sem alltaf eru með. Þau hafa orðið af afmælisveislum, ferðum sem áætlaður voru hafa ekki verið farnar og íþróttamót hafa verið felld niður. Sum börn hafa farið marg oft í sóttkví ásamt því að þurfa að sæta einangrun. Listnám hvers konar hefur verið fellt niður, frestað eða kennt með breyttu sniði svo sem tónlistarkennsla sem hefur verið færð yfir á netið en skilar engan veginn sama krafti og skynjun. Svona mætti lengi telja. Vonbrigði á vonbrigði ofan. Þetta tekur á litlar sálir og ég hef oft þurft að viðurkenna vanmátt minn gagnvart veirunni og þurft að hugga drenginn minn og útskýra fyrir honum að þarna fáum við engu um ráðið. Þá er ég viss um að skjátími barna hafi almennt aukist og örvun annars konar en bóklestur, skjár og kyrrsetuverkefni hefur orðið minni. Útrás fyrir tilfinningar Vegna alls þessa er kennsla list- og verkgreina ásamt íþróttakennslu gríðarlega mikilvæg á tímum faraldursins svo þess sé gætt að börnin fái annars konar örvun en þá eina að sitja yfir bóklegu námi, án þess að ég geri lítið úr því. En list- og verkgreinar og skapandi skólastarf veitir börnum tækifæri til að tjá tilfinningar sínar, finna sér leiðir til túlkunar á þeim og opna hugann fyrir nýjum víddum og sköpun. Námið getur hjálpað þeim að fá útrás, leita huggunar, samsama sig, ýta undir tilfinningar eða sefa þær. Ég tel því kennslu list- og verkgreina sérstaklega mikilvæga nú á tímum faraldursins. Betri líðan betri námsárangur Það er svo mikilvægt að börnin upplifi að það sé gaman í skólanum og í öllum þessum aðþrengingum að þau upplifi rými til að skapa, vera og stækka. Ef börnum líður ekki vel í skólanum og þau upplifa ekki að það sé gaman þá dregur einfaldlega úr námsárangri. Það er þekkt. Starfsfólk skóla- og frístundamála á hins vegar heiður skilinn fyrir að standa vörð um börnin okkar og allt það ómælda og óeigingjarna starf sem þau hafa lagt af mörkum við að halda úti óslitnu, faglegu starfi og þjónustu við börnin okkar í faraldrinum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Skóla - og menntamál Grunnskólar Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ég hef verið hugsi í öllum þessum takmörkunum sem við nú búum við og þá ekki síst varðandi börn og skólastarf. Börnin okkar eru nú þegar að upplifa gríðarlegar takmarkanir á fjölda sviða og meðal annars í skólastarfi þar sem sumar kennslustundir hafa verið felldar niður. Takmarkanirnar í lífum barna að undanförnu hafa verið margs konar, einhver hafa þurft að sæta því að mega bara leika við bekkjarfélaga en ekki skólafélaga í öðrum bekkjum. Þau hafa orðið af fjölskyldustundum til dæmis í kringum jólin þar sem margar fjölskyldur héldu minni jól, færri komu saman. Það vantaði jafnvel ömmu og afa sem alltaf eru með. Þau hafa orðið af afmælisveislum, ferðum sem áætlaður voru hafa ekki verið farnar og íþróttamót hafa verið felld niður. Sum börn hafa farið marg oft í sóttkví ásamt því að þurfa að sæta einangrun. Listnám hvers konar hefur verið fellt niður, frestað eða kennt með breyttu sniði svo sem tónlistarkennsla sem hefur verið færð yfir á netið en skilar engan veginn sama krafti og skynjun. Svona mætti lengi telja. Vonbrigði á vonbrigði ofan. Þetta tekur á litlar sálir og ég hef oft þurft að viðurkenna vanmátt minn gagnvart veirunni og þurft að hugga drenginn minn og útskýra fyrir honum að þarna fáum við engu um ráðið. Þá er ég viss um að skjátími barna hafi almennt aukist og örvun annars konar en bóklestur, skjár og kyrrsetuverkefni hefur orðið minni. Útrás fyrir tilfinningar Vegna alls þessa er kennsla list- og verkgreina ásamt íþróttakennslu gríðarlega mikilvæg á tímum faraldursins svo þess sé gætt að börnin fái annars konar örvun en þá eina að sitja yfir bóklegu námi, án þess að ég geri lítið úr því. En list- og verkgreinar og skapandi skólastarf veitir börnum tækifæri til að tjá tilfinningar sínar, finna sér leiðir til túlkunar á þeim og opna hugann fyrir nýjum víddum og sköpun. Námið getur hjálpað þeim að fá útrás, leita huggunar, samsama sig, ýta undir tilfinningar eða sefa þær. Ég tel því kennslu list- og verkgreina sérstaklega mikilvæga nú á tímum faraldursins. Betri líðan betri námsárangur Það er svo mikilvægt að börnin upplifi að það sé gaman í skólanum og í öllum þessum aðþrengingum að þau upplifi rými til að skapa, vera og stækka. Ef börnum líður ekki vel í skólanum og þau upplifa ekki að það sé gaman þá dregur einfaldlega úr námsárangri. Það er þekkt. Starfsfólk skóla- og frístundamála á hins vegar heiður skilinn fyrir að standa vörð um börnin okkar og allt það ómælda og óeigingjarna starf sem þau hafa lagt af mörkum við að halda úti óslitnu, faglegu starfi og þjónustu við börnin okkar í faraldrinum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og kennari.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun