Djokovic braut sóttvarnarreglur: Baðst afsökunar en talar um mannleg mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 08:30 Novak Djokovic á æfingu í Ástralíu þar sem hann er nú að undirbúa sig undir Opna ástralska meistaramótið. Getty/TPN Novak Djokovic viðurkenndi mistök við skráningu upplýsinga við komu sína til Ástralíu en í gær kom það fram í áströlskum fjölmiðlum að hann hafði ekki sagt rétt frá um ferðalag sitt til Spánar fyrir komu sína til Ástralíu. Djokovic sendi frá sér yfirlýsingu á meðan hann var að spila æfingaleik á móti tvítugum áströlskum tennisspilara. Dómstóll hafði úrskurðað Djokovic í hag og endurkallað vegabréfsáritun hans eftir að vegabréfaeftirlit Ástrala neitaði að hleypa honum inn í landið og lét hann dúsa á farsóttarhóteli yfir eina helgi. Novak Djokovic admits breaching isolation rules while Covid positivehttps://t.co/hOXjTthfJ8— BBC News (World) (@BBCWorld) January 12, 2022 Djokovic er ekki bólusettur og óbólusettir útlendingar mega ekki koma inn í landið. Serbneska tennisstjarnan fékk undanþágu af því að hann fékk kórónuveiruna í síðasta mánuði. Dómstóll tók þá skýringu gilda og hleypti Djokovic inn í landið. Djokovic setti yfirlýsingu sína inn að Instagram og sagði vangaveltur um lygar og annað slíkt mjög særandi fyrir sig. Hann sagðist vilja koma málunum á hreinu og að réttar upplýsingar væru á borðinu. Djokovic hafði tekið hraðpróf dagana áður en hann fékk jákvæða prófið. Prófin tók hann til að gæta ítrustu varkárni af því að hann var einkennalaus. Hann baðst líka afsökunar á því að hafa brotið reglur um einangrun eftir að hann smitaðist þegar hann hitti blaðamann tveimur dögum eftir að hann vissi að hann væri smitaður. Það gerðist í Serbíu en hann gaf ekki upp réttar upplýsingar við komuna til Ástralíu. I m pleased and grateful that the Judge overturned my visa cancellation. Despite all that has happened,I want to stay and try to compete @AustralianOpen I remain focused on that. I flew here to play at one of the most important events we have in front of the amazing fans. pic.twitter.com/iJVbMfQ037— Novak Djokovic (@DjokerNole) January 10, 2022 Serbinn átti að láta að vita hvort að hann hefði farið til annars lands tveimur vikum fyrir ferðlag sitt og það hafði sést til hans bæði á Spáni og í Serbíu á þeim tíma. Djokovic sagði að teymi hans hafi sent inn eyðublaðið fyrir sína hönd og merkt í vitlausan kassa yfir ferðalög fjórtán dögum fyrir komuna til Ástralíu. „Þetta voru mannleg mistök og ekki gert viljandi. Teymi mitt hefur gefið áströlskum yfirvöldum upp viðbótarupplýsingar til að koma þessu á hreint,“ skrifaði Djokovic. Ráðherra innflytjendamála í Ástralíu getur enn afturkallað landvistarleyfi Djokovic en Opna ástralska meistaramótið hefst á mánudaginn í næstu viku. View this post on Instagram A post shared by Novak Djokovic (@djokernole) Tennis Serbía Ástralía Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sjá meira
Djokovic sendi frá sér yfirlýsingu á meðan hann var að spila æfingaleik á móti tvítugum áströlskum tennisspilara. Dómstóll hafði úrskurðað Djokovic í hag og endurkallað vegabréfsáritun hans eftir að vegabréfaeftirlit Ástrala neitaði að hleypa honum inn í landið og lét hann dúsa á farsóttarhóteli yfir eina helgi. Novak Djokovic admits breaching isolation rules while Covid positivehttps://t.co/hOXjTthfJ8— BBC News (World) (@BBCWorld) January 12, 2022 Djokovic er ekki bólusettur og óbólusettir útlendingar mega ekki koma inn í landið. Serbneska tennisstjarnan fékk undanþágu af því að hann fékk kórónuveiruna í síðasta mánuði. Dómstóll tók þá skýringu gilda og hleypti Djokovic inn í landið. Djokovic setti yfirlýsingu sína inn að Instagram og sagði vangaveltur um lygar og annað slíkt mjög særandi fyrir sig. Hann sagðist vilja koma málunum á hreinu og að réttar upplýsingar væru á borðinu. Djokovic hafði tekið hraðpróf dagana áður en hann fékk jákvæða prófið. Prófin tók hann til að gæta ítrustu varkárni af því að hann var einkennalaus. Hann baðst líka afsökunar á því að hafa brotið reglur um einangrun eftir að hann smitaðist þegar hann hitti blaðamann tveimur dögum eftir að hann vissi að hann væri smitaður. Það gerðist í Serbíu en hann gaf ekki upp réttar upplýsingar við komuna til Ástralíu. I m pleased and grateful that the Judge overturned my visa cancellation. Despite all that has happened,I want to stay and try to compete @AustralianOpen I remain focused on that. I flew here to play at one of the most important events we have in front of the amazing fans. pic.twitter.com/iJVbMfQ037— Novak Djokovic (@DjokerNole) January 10, 2022 Serbinn átti að láta að vita hvort að hann hefði farið til annars lands tveimur vikum fyrir ferðlag sitt og það hafði sést til hans bæði á Spáni og í Serbíu á þeim tíma. Djokovic sagði að teymi hans hafi sent inn eyðublaðið fyrir sína hönd og merkt í vitlausan kassa yfir ferðalög fjórtán dögum fyrir komuna til Ástralíu. „Þetta voru mannleg mistök og ekki gert viljandi. Teymi mitt hefur gefið áströlskum yfirvöldum upp viðbótarupplýsingar til að koma þessu á hreint,“ skrifaði Djokovic. Ráðherra innflytjendamála í Ástralíu getur enn afturkallað landvistarleyfi Djokovic en Opna ástralska meistaramótið hefst á mánudaginn í næstu viku. View this post on Instagram A post shared by Novak Djokovic (@djokernole)
Tennis Serbía Ástralía Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sjá meira