„Ég er ekki að biðja um eitthvað brjálæðislegt“ Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2022 13:01 Mohamed Salah er sennilega besti knattspyrnumaður heims í dag og vill laun við hæfi. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Mohamed Salah segist ekki vera að biðja um neitt „brjálæðislegt“ í samningaviðræðum sínum við Liverpool, sem halda áfram að dragast á langinn. Þetta segir Salah í stóru viðtali við tímaritið GQ. Þar er Egyptinn magnaði kynntur sem „besti leikmaður heims í dag“ en þess jafnframt getið að heimurinn hafi ekki alveg viðurkennt það enn þá. Mohamed Salah. Football legend. Fashion icon.(via British GQ) pic.twitter.com/jrRhAUe1Wv— ESPN FC (@ESPNFC) January 11, 2022 Salah, sem er 29 ára, hefur verið Liverpool afar dýrmætur síðan hann kom frá Roma sumarið 2017 og kannski aldrei meira en í vetur. Hann er langmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 16 mörk í 20 leikjum. Samningur Salah við Liverpool var síðast endurnýjaður árið 2018 og rennur hann út eftir eitt og hálft ár, sumarið 2023. Viðræður um nýjan samning hafa enn engu skilað en Salah segir það vera á ábyrgð eigenda Liverpool. Hann sé ekki með óraunhæfar kröfur. „Mig langar að vera áfram en þetta er ekki í mínum höndum. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah við GQ. „Þeir vita hvað ég vil. Ég er ekki að biðja um eitthvað brjálæðislegt,“ sagði Salah. Mo Salah on his contract: I want to stay, but it s not in my hands. It s in their hands. They know what I want. I m not asking for crazy stuff , he told GQ. #LFC I love the fans & club. But with the administration, they ve been told the situation. It s in their hands . pic.twitter.com/0gAtTYWOZg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2022 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði við Sky Sports í síðasta mánuði að félagið ætti í mjög góðu samtali við Salah um nýjan samning. Enn stendur þó eitthvað í veginum. Í grein GQ segir að fyrir Salah snúist nýr samningur um meira en peninga. Hann vilji fá viðurkenningu á því sem hann hafi gert og geri fyrir Liverpool, sem vann langþráðan Englandsmeistaratitil og Evrópumeistaratitil með Salah í broddi fylkingar. „Málið er að þegar maður biður um eitthvað og þeir sýna að þeir geta gefið manni eitthvað, þá ættu þeir að gera það því þeir kunna að meta það sem maður hefur gert fyrir félagið. Ég er núna á fimmta ári mínu hérna. Ég þekki félagið mjög vel. Ég elska stuðningsmennina. Þeir elska mig. En stjórnin hefur fengið að vita stöðuna. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Þetta segir Salah í stóru viðtali við tímaritið GQ. Þar er Egyptinn magnaði kynntur sem „besti leikmaður heims í dag“ en þess jafnframt getið að heimurinn hafi ekki alveg viðurkennt það enn þá. Mohamed Salah. Football legend. Fashion icon.(via British GQ) pic.twitter.com/jrRhAUe1Wv— ESPN FC (@ESPNFC) January 11, 2022 Salah, sem er 29 ára, hefur verið Liverpool afar dýrmætur síðan hann kom frá Roma sumarið 2017 og kannski aldrei meira en í vetur. Hann er langmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 16 mörk í 20 leikjum. Samningur Salah við Liverpool var síðast endurnýjaður árið 2018 og rennur hann út eftir eitt og hálft ár, sumarið 2023. Viðræður um nýjan samning hafa enn engu skilað en Salah segir það vera á ábyrgð eigenda Liverpool. Hann sé ekki með óraunhæfar kröfur. „Mig langar að vera áfram en þetta er ekki í mínum höndum. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah við GQ. „Þeir vita hvað ég vil. Ég er ekki að biðja um eitthvað brjálæðislegt,“ sagði Salah. Mo Salah on his contract: I want to stay, but it s not in my hands. It s in their hands. They know what I want. I m not asking for crazy stuff , he told GQ. #LFC I love the fans & club. But with the administration, they ve been told the situation. It s in their hands . pic.twitter.com/0gAtTYWOZg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2022 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði við Sky Sports í síðasta mánuði að félagið ætti í mjög góðu samtali við Salah um nýjan samning. Enn stendur þó eitthvað í veginum. Í grein GQ segir að fyrir Salah snúist nýr samningur um meira en peninga. Hann vilji fá viðurkenningu á því sem hann hafi gert og geri fyrir Liverpool, sem vann langþráðan Englandsmeistaratitil og Evrópumeistaratitil með Salah í broddi fylkingar. „Málið er að þegar maður biður um eitthvað og þeir sýna að þeir geta gefið manni eitthvað, þá ættu þeir að gera það því þeir kunna að meta það sem maður hefur gert fyrir félagið. Ég er núna á fimmta ári mínu hérna. Ég þekki félagið mjög vel. Ég elska stuðningsmennina. Þeir elska mig. En stjórnin hefur fengið að vita stöðuna. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira