Verkalýðshreyfingin ætlar í mál við ríki og sveitarfélög Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2022 20:42 Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands. vÍSIR/eGILL Verkalýðshreyfingin hyggst fara í mál við ríki og sveitarfélög vegna ágreinings um nýtingu orlofsréttar þegar starfsmenn lenda í sóttkví. „Við segjum að þá getir þú ekki notið orlofsins, sem er tilgangurinn með orlofinu, og þannig á orlofið að frestast ef þú lendir í sóttkví. Ríki og sveitarfélög eru með aðra túlkun og þess vegna verður skorið úr þessu fyrir dómstólum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir að þessi túlkun opinberra aðila hafi breytt miklu fyrir fólk sem átti um mánaðarlangt orlof og endaði á því að vera tvær vikur af því í sóttkví. „Þú ert náttúrulega frelsisskertur að einhverju leyti og þarft að setja öll plön á hilluna. Við lítum svo á að þá ertu á ganga á orlofið sitt svo það nýtist ekki sem skildi. Ef maður fer bara í lögin um orlof þá er það alveg ljóst að tilgangur orlofs er að fólk geti notið frís eðlilega og það getur það ekki ef það er í sóttkví.“ Aðilar á einkamarkaði yfirleitt komist að annarri niðurstöðu Drífa á von á því að þetta geti verið töluvert mörg mál í ljósi þess að margir voru sendir í sóttkví yfir sumarorlofstímabilið síðustu tvö ár. Hún segir dæmi um að starfsmenn á einkamarkaði hafi leyst slík mál farsællega í samvinnu við vinnuveitendur sína. Á sama tíma hafi Kjara- og mannauðsýsla ríkisins komist að þeirri niðurstöðu að orlofstaka eigi ekki að frestast ef starfsmaður fer í sóttkví. „Þannig að það er alveg ljóst þeirra viðhorf og það þarf bara að skera úr að þessu fyrir dómstólum.“ Drífa segir að ASÍ vinni nú að undirbúningi málarekstursins og ekki liggi fyrir hvenær von er á næstu skrefum. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
„Við segjum að þá getir þú ekki notið orlofsins, sem er tilgangurinn með orlofinu, og þannig á orlofið að frestast ef þú lendir í sóttkví. Ríki og sveitarfélög eru með aðra túlkun og þess vegna verður skorið úr þessu fyrir dómstólum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir að þessi túlkun opinberra aðila hafi breytt miklu fyrir fólk sem átti um mánaðarlangt orlof og endaði á því að vera tvær vikur af því í sóttkví. „Þú ert náttúrulega frelsisskertur að einhverju leyti og þarft að setja öll plön á hilluna. Við lítum svo á að þá ertu á ganga á orlofið sitt svo það nýtist ekki sem skildi. Ef maður fer bara í lögin um orlof þá er það alveg ljóst að tilgangur orlofs er að fólk geti notið frís eðlilega og það getur það ekki ef það er í sóttkví.“ Aðilar á einkamarkaði yfirleitt komist að annarri niðurstöðu Drífa á von á því að þetta geti verið töluvert mörg mál í ljósi þess að margir voru sendir í sóttkví yfir sumarorlofstímabilið síðustu tvö ár. Hún segir dæmi um að starfsmenn á einkamarkaði hafi leyst slík mál farsællega í samvinnu við vinnuveitendur sína. Á sama tíma hafi Kjara- og mannauðsýsla ríkisins komist að þeirri niðurstöðu að orlofstaka eigi ekki að frestast ef starfsmaður fer í sóttkví. „Þannig að það er alveg ljóst þeirra viðhorf og það þarf bara að skera úr að þessu fyrir dómstólum.“ Drífa segir að ASÍ vinni nú að undirbúningi málarekstursins og ekki liggi fyrir hvenær von er á næstu skrefum.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira