Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. janúar 2022 18:26 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samsett Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að breytingin hafi ekki bein áhrif á almenning heldur snúi fyrst og fremst að þeim aðilum sem hafi hlutverki að gegna í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs. „Þetta setur allar stofnanir og þá sem gegna skilgreindu hlutverki aðeins ofar í viðbúnaðnum. Menn virkja sínar áætlanir á hæsta stigi og grípa til ráðstafana til að koma enn frekar í veg fyrir hugsanleg hópsmit hjá sér og annað slíkt.“ Þurfi að grípa til frekari aðgerða Þegar síðast var lýst yfir neyðarstigi í mars árið 2020 var því aflétt í maí sama ár. Viðbragð við faraldrinum miðast við stigin óvissustig, hættustig og neyðarstig en hættustig hefur verið í gildi vegna faraldursins um nokkurn tíma. Almannavarnir meta stöðu faraldursins nú það alvarlega að það þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Við sjáum bara hvernig staðan er að þyngjast víða um land og nú er búið að grípa til þessara aðgerða að stytta einangrun og auka sveigjanleika með sóttkvínni, og vonandi hefur það einhver áhrif á mikilvæga starfsemi að halda henni betur úti, en það fjölgar stöðugt þeim sem eru í einangrun og meðan smitin eru þetta mörg þá hefur það augljóslega mikil áhrif og við þurfum að vera tilbúin að bregðast við því,“ segir Víðir. Óraunhæfur samanburður Þær raddir hafa heyrst í samfélaginu að minni ástæða sé til að herða aðgerðir nú en í fyrri bylgjum þar sem fólk sé síður að veikjast illa af ómíkron afbrigðinu. Víðir segir stöðuna samt sem áður alvarlega. „Það eru 38 á spítalanum, átta á gjörgæslu og tveir létust síðasta sólarhring. Ég veit ekki hvað þarf mikið til þess að fólk telji það alvarlegt eða ekki. Auðvitað er hlutfall þeirra sem er að veikjast alvarlega lægra en af delta afbrigðinu en þetta eru svona 0,5 prósent sem veikjast mjög illa og það er bara að valda gríðarlegu álagi á allt heilbrigðiskerfið. Sá fjöldi sem er að smitast og er það veikur og fer ekki í vinnu hann er bara að verða mjög mikill þannig að allur samanburður við eitthvað er alveg óraunhæfur í þessu,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að breytingin hafi ekki bein áhrif á almenning heldur snúi fyrst og fremst að þeim aðilum sem hafi hlutverki að gegna í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs. „Þetta setur allar stofnanir og þá sem gegna skilgreindu hlutverki aðeins ofar í viðbúnaðnum. Menn virkja sínar áætlanir á hæsta stigi og grípa til ráðstafana til að koma enn frekar í veg fyrir hugsanleg hópsmit hjá sér og annað slíkt.“ Þurfi að grípa til frekari aðgerða Þegar síðast var lýst yfir neyðarstigi í mars árið 2020 var því aflétt í maí sama ár. Viðbragð við faraldrinum miðast við stigin óvissustig, hættustig og neyðarstig en hættustig hefur verið í gildi vegna faraldursins um nokkurn tíma. Almannavarnir meta stöðu faraldursins nú það alvarlega að það þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Við sjáum bara hvernig staðan er að þyngjast víða um land og nú er búið að grípa til þessara aðgerða að stytta einangrun og auka sveigjanleika með sóttkvínni, og vonandi hefur það einhver áhrif á mikilvæga starfsemi að halda henni betur úti, en það fjölgar stöðugt þeim sem eru í einangrun og meðan smitin eru þetta mörg þá hefur það augljóslega mikil áhrif og við þurfum að vera tilbúin að bregðast við því,“ segir Víðir. Óraunhæfur samanburður Þær raddir hafa heyrst í samfélaginu að minni ástæða sé til að herða aðgerðir nú en í fyrri bylgjum þar sem fólk sé síður að veikjast illa af ómíkron afbrigðinu. Víðir segir stöðuna samt sem áður alvarlega. „Það eru 38 á spítalanum, átta á gjörgæslu og tveir létust síðasta sólarhring. Ég veit ekki hvað þarf mikið til þess að fólk telji það alvarlegt eða ekki. Auðvitað er hlutfall þeirra sem er að veikjast alvarlega lægra en af delta afbrigðinu en þetta eru svona 0,5 prósent sem veikjast mjög illa og það er bara að valda gríðarlegu álagi á allt heilbrigðiskerfið. Sá fjöldi sem er að smitast og er það veikur og fer ekki í vinnu hann er bara að verða mjög mikill þannig að allur samanburður við eitthvað er alveg óraunhæfur í þessu,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira