Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 10:11 Yfir tveir af hverjum þremur nýjum fólksbílum var svokallaður nýorkubíll. Vísir/Vilhelm 1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi. Rafbílar voru 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%. Greint er frá þessu í samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem byggir á upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Hyundai er í þriðja sæti með 1.133 nýskráða bíla og 8,9% hlutdeild og Tesla í fjórða sæti með 1.053 bíla og 8,2% hlutdeild. Að sögn FÍB hefur Kia verið á mikilli uppleið síðasta áratug og aukið söluna jafnt og þétt hér á landi. Framleiðandinn hefur síðustu ár verið í öðru sæti á eftir Toyota þegar kemur að fólksbílum. Ef sendi- og pallbílar eru sömuleiðis teknir með inn í reikninginn þá var Toyota áfram á toppnum á seinasta ári yfir vinsælasta bílaframleiðandann hér á landi. Mercedes-Benz var mest selda þýska lúxusbílamerkið annað árið í röð með 437 nýskráða fólksbíla á árinu. BMW kom í öðru sæti með 293 bíla og Audi í því þriðja með 195 bíla. Alls voru 12.769 nýskráðir fólksbílar á árinu 2021 samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. 64% nýskráðra bíla fóru í almenna notkun, 34% til bílaleiga? og 1,1% í annað. Af bílaumboðunum er BL með flesta nýskráða fólksbíla, Bílaumboðið Askja er í öðru sæti og Toyota í því þriðja. Brimborg er í fjórða sæti og Hekla í fimmta sæti. Fréttin hefur verið uppfærð. Bílar Vistvænir bílar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Rafbílar voru 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%. Greint er frá þessu í samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem byggir á upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Hyundai er í þriðja sæti með 1.133 nýskráða bíla og 8,9% hlutdeild og Tesla í fjórða sæti með 1.053 bíla og 8,2% hlutdeild. Að sögn FÍB hefur Kia verið á mikilli uppleið síðasta áratug og aukið söluna jafnt og þétt hér á landi. Framleiðandinn hefur síðustu ár verið í öðru sæti á eftir Toyota þegar kemur að fólksbílum. Ef sendi- og pallbílar eru sömuleiðis teknir með inn í reikninginn þá var Toyota áfram á toppnum á seinasta ári yfir vinsælasta bílaframleiðandann hér á landi. Mercedes-Benz var mest selda þýska lúxusbílamerkið annað árið í röð með 437 nýskráða fólksbíla á árinu. BMW kom í öðru sæti með 293 bíla og Audi í því þriðja með 195 bíla. Alls voru 12.769 nýskráðir fólksbílar á árinu 2021 samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. 64% nýskráðra bíla fóru í almenna notkun, 34% til bílaleiga? og 1,1% í annað. Af bílaumboðunum er BL með flesta nýskráða fólksbíla, Bílaumboðið Askja er í öðru sæti og Toyota í því þriðja. Brimborg er í fjórða sæti og Hekla í fimmta sæti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bílar Vistvænir bílar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01