Tom Brady áritaði boltann sem nýliðinn stal af honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2022 14:31 Brandin Echols sést hér komast inn í sendingu Tom Brady og fagna vel á eftir. AP/John Munson Ungur leikmaður New York Jets hefur fengið á sig nokkra gagnrýni frá stuðningsmönnum síns liðs fyrir það sem hann gerði eftir leik sínum á móti besta leikstjórnanda allra tíma. Brandin Echols er nýliði í NFL-deildinni og hann fékk tækifæri til að mæta meisturum Tampa Bay Buccaneers um síðustu helgi. Hann er varnarmaður og mótherjinn var besti sóknarmaður allra tíma. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Echols og félagar í New York Jets í liðinu stóðu sig vel á móti Tom Brady og félögum og voru lengi vel yfir í leiknum. Echols náði því meðal annars að stela einni sendingu frá Brady í leiknum. Hann lét ekki boltann úr hendi og fór með hann á bekkinn sinn. Eftir leikinn þá tók Echols boltann með sér þegar hann þakkaði Brady fyrir leikinn. Hann gerði meira en það því hann fékk Brady til þess að árita boltann sem og Brady gerði. Tom Brady er án efa besti leikmaður NFL-deildarinnar, sá sem hefur unnið langflesta titla og er enn að spila í heimsklassa 44 ára gamall. Það að leikmaður mótherjanna bað hann um áritun þótti mörgum stuðningsmönnum Jets full mikil virðing. Það er líka virðingarvert að Brady hafi verið tilbúinn að skrifa á boltann en þar hjálpaði án efa til að hann hafði leitt endurkomu Buccaneers liðsins og enn á ný tryggt liði sínu sigur með frábærri lokasókn. Brady out here signing autographs for Jets players after beating them again pic.twitter.com/L4ITSMKkvz— NFL Memes (@NFL_Memes) January 2, 2022 NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Brandin Echols er nýliði í NFL-deildinni og hann fékk tækifæri til að mæta meisturum Tampa Bay Buccaneers um síðustu helgi. Hann er varnarmaður og mótherjinn var besti sóknarmaður allra tíma. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Echols og félagar í New York Jets í liðinu stóðu sig vel á móti Tom Brady og félögum og voru lengi vel yfir í leiknum. Echols náði því meðal annars að stela einni sendingu frá Brady í leiknum. Hann lét ekki boltann úr hendi og fór með hann á bekkinn sinn. Eftir leikinn þá tók Echols boltann með sér þegar hann þakkaði Brady fyrir leikinn. Hann gerði meira en það því hann fékk Brady til þess að árita boltann sem og Brady gerði. Tom Brady er án efa besti leikmaður NFL-deildarinnar, sá sem hefur unnið langflesta titla og er enn að spila í heimsklassa 44 ára gamall. Það að leikmaður mótherjanna bað hann um áritun þótti mörgum stuðningsmönnum Jets full mikil virðing. Það er líka virðingarvert að Brady hafi verið tilbúinn að skrifa á boltann en þar hjálpaði án efa til að hann hafði leitt endurkomu Buccaneers liðsins og enn á ný tryggt liði sínu sigur með frábærri lokasókn. Brady out here signing autographs for Jets players after beating them again pic.twitter.com/L4ITSMKkvz— NFL Memes (@NFL_Memes) January 2, 2022
NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira