Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2022 08:47 Landamæri Norður- og Suður-Kóreu eru mjög víggirt og þakin girðingum, gaddavír, varðstöðvum og jafnvel jarðsprengjum. AP/Ahn Young-joon Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. Ekki er talið að maðurinn hafi upprunalega flúið suður til njósna, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Maðurinn sást á öryggismyndavélum og var reynt að stöðva hann en án árangurs. Þá greindu Suður-Kóreumenn hreyfingar norðan megin við landamærin sem talið er að hafi verið hermenn sem tóku á móti flóttamanninum tvöfalda. Fyrir kemur að fólk flýr frá Norður-Kóreu til suðurs en flestir gera það með því að fara fyrst til Kína og þaðan til Suður-Kóreu. Sjaldgæft er að fólk komist yfir landamæri ríkjanna, þar sem þau eru gífurlega víggirt. Þá er sérstaklega sjaldgæft að fólk fari norður yfir landamærin. Sjá einnig: Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Yonhap segir manninn sem fór norður hafa unnið við hreingerningar í Suður-Kóreu og það sé til marks um að hann hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum eftir að hafa flúið frá Norður-Kóreu í fyrra. Enginn hafði heyrt frá honum síðan á fimmtudaginn en flóttamenn frá Norður-Kóreu eru undir töluverðu eftirliti í Suður-Kóreu á meðan verið er að reyna að ganga úr skugga um að þeir séu ekki njósnarar. Eins og áður segir hafa engin ummerki fundist um að þessi maður hafi stundað njósnir en samkvæmt heimildum Yonhap hafði hann fylgt öllum reglum eftir. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hétu því í fyrra að girða sig í brók varðandi eftirlit með landamærunum. Hér má sjá myndefni frá South-China Morning Post um atvikið. Þar kemur fram að rúmlega 33 þúsund manns hafi flúið frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu á síðustu áratugum. Fannst eftir fjórtán tíma Þegar þessi sami maður flúði frá Norður-Kóreu var hann ekki gómaður fyrr en fjórtán klukkustundum eftir að hann fór yfir landamærin. Um helgina sást hann á myndavélum þremur tímum áður en upp komst um ferðalag hans. Eins og áður segir var reynt að stöðva hann en án árangurs. Maðurinn er sagður vera fyrrverandi fimleikamaður og er talið að það hafi hjálpað honum að komast yfir girðingar á landamærunum. Eitt atvik í fyrra þótti sérstaklega vandræðalegt fyrir herinn þegar upp komst um að sjómaður á þrítugsaldri synti til Suður-Kóreu en hann hefði átt að sjást átta sinnum á öryggismyndavélum og setti viðvörunarkerfi í gang, án þess að upp komst um hann. Sjá einig: Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Reuters fréttaveitan segir að Suður-Kóreumenn hafi sent skilaboð til norðurs um manninn og fengið meldingu um að skilaboðin hafi verið móttekin. Engar fregnir hafa borist af örlögum mannsins. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Ekki er talið að maðurinn hafi upprunalega flúið suður til njósna, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Maðurinn sást á öryggismyndavélum og var reynt að stöðva hann en án árangurs. Þá greindu Suður-Kóreumenn hreyfingar norðan megin við landamærin sem talið er að hafi verið hermenn sem tóku á móti flóttamanninum tvöfalda. Fyrir kemur að fólk flýr frá Norður-Kóreu til suðurs en flestir gera það með því að fara fyrst til Kína og þaðan til Suður-Kóreu. Sjaldgæft er að fólk komist yfir landamæri ríkjanna, þar sem þau eru gífurlega víggirt. Þá er sérstaklega sjaldgæft að fólk fari norður yfir landamærin. Sjá einnig: Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Yonhap segir manninn sem fór norður hafa unnið við hreingerningar í Suður-Kóreu og það sé til marks um að hann hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum eftir að hafa flúið frá Norður-Kóreu í fyrra. Enginn hafði heyrt frá honum síðan á fimmtudaginn en flóttamenn frá Norður-Kóreu eru undir töluverðu eftirliti í Suður-Kóreu á meðan verið er að reyna að ganga úr skugga um að þeir séu ekki njósnarar. Eins og áður segir hafa engin ummerki fundist um að þessi maður hafi stundað njósnir en samkvæmt heimildum Yonhap hafði hann fylgt öllum reglum eftir. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hétu því í fyrra að girða sig í brók varðandi eftirlit með landamærunum. Hér má sjá myndefni frá South-China Morning Post um atvikið. Þar kemur fram að rúmlega 33 þúsund manns hafi flúið frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu á síðustu áratugum. Fannst eftir fjórtán tíma Þegar þessi sami maður flúði frá Norður-Kóreu var hann ekki gómaður fyrr en fjórtán klukkustundum eftir að hann fór yfir landamærin. Um helgina sást hann á myndavélum þremur tímum áður en upp komst um ferðalag hans. Eins og áður segir var reynt að stöðva hann en án árangurs. Maðurinn er sagður vera fyrrverandi fimleikamaður og er talið að það hafi hjálpað honum að komast yfir girðingar á landamærunum. Eitt atvik í fyrra þótti sérstaklega vandræðalegt fyrir herinn þegar upp komst um að sjómaður á þrítugsaldri synti til Suður-Kóreu en hann hefði átt að sjást átta sinnum á öryggismyndavélum og setti viðvörunarkerfi í gang, án þess að upp komst um hann. Sjá einig: Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Reuters fréttaveitan segir að Suður-Kóreumenn hafi sent skilaboð til norðurs um manninn og fengið meldingu um að skilaboðin hafi verið móttekin. Engar fregnir hafa borist af örlögum mannsins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira