Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 20:31 Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. Skólahald hefst að nýju eftir jólafrí í vikunni og hafa kennarar morgundaginn til þess að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Þór Jónsson, formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík að hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum Þórólfs um frestun skólabyrjunar vegna fjölgunar smitaðra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna tekur í sama streng. „Ja, það var nú ástæðan fyrir því að hann lagði þetta til, það var þetta. Maður átti von á því að tölurnar færu upp um jólin og svo þyrfti maður viku til tíu daga til þess að ná þeim niður núna í byrjun janúar og það hefði örugglega verið betra að því leytinu til en við verðum bara að sjá til. þetta er staðan sem við vinnum með,“ sagði Víðir. Tvö börn eru nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Víðir á áfram von á háum smittölum næstu daga og viðbúið að fleiri börn smitist þegar skólahald hefst að nýju. „Ef menn skoða bara tölfræðina og hvernig staðan var hjá 6-12 ára börnum fyrir jólafrí og svo núna, þar sem þetta hefur alveg dottið út þá er viðbúið að þetta detti inn aftur. Annað kæmi í sjálfu sér á óvart.“ Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og menntaskóla á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólahald hefst í næstu viku til þess að hemja útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Víðir segir að slíkt sé eitt af því sem sé í skoðun hér á landi. Sjá einnig: Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum. 22 eru á sjúkrahúsi vegna Covid19. Af þeim eru tveir með ómíkrón afbrigði veirunnar, 14 með delta en upplýsingar vantar hjá sex nýgreindum. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er einn bólusettur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Skólahald hefst að nýju eftir jólafrí í vikunni og hafa kennarar morgundaginn til þess að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Þór Jónsson, formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík að hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum Þórólfs um frestun skólabyrjunar vegna fjölgunar smitaðra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna tekur í sama streng. „Ja, það var nú ástæðan fyrir því að hann lagði þetta til, það var þetta. Maður átti von á því að tölurnar færu upp um jólin og svo þyrfti maður viku til tíu daga til þess að ná þeim niður núna í byrjun janúar og það hefði örugglega verið betra að því leytinu til en við verðum bara að sjá til. þetta er staðan sem við vinnum með,“ sagði Víðir. Tvö börn eru nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Víðir á áfram von á háum smittölum næstu daga og viðbúið að fleiri börn smitist þegar skólahald hefst að nýju. „Ef menn skoða bara tölfræðina og hvernig staðan var hjá 6-12 ára börnum fyrir jólafrí og svo núna, þar sem þetta hefur alveg dottið út þá er viðbúið að þetta detti inn aftur. Annað kæmi í sjálfu sér á óvart.“ Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og menntaskóla á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólahald hefst í næstu viku til þess að hemja útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Víðir segir að slíkt sé eitt af því sem sé í skoðun hér á landi. Sjá einnig: Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum. 22 eru á sjúkrahúsi vegna Covid19. Af þeim eru tveir með ómíkrón afbrigði veirunnar, 14 með delta en upplýsingar vantar hjá sex nýgreindum. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er einn bólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16