Fólk eigi ekki að leggja á gangstéttum þótt bíllinn passi ekki í innkeyrsluna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 18:24 Dagur segist telja að ökumenn leggi oft illa af hreinu gáleysi. Aðsend Breiðhyltingurinn Dagur Bollason segir það óþarflega algengt að ökumenn í hverfinu leggi uppi á gangstéttum, þá sérstaklega þannig að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og séu þannig fyrir vegfarendum. Dagur birti færslu í íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook þar sem hann biðlaði til þeirra að hætta að nota gangstéttir sem bílastæði á nýju ári. Þar benti hann á að fyrir utan að vera hættulegt sýndi það virðingarleysi gagnvart þeim sem noti hjólastóla og foreldrum með barnavagna. Í samtali við Vísi segir hann þetta sérstaklega algengt við innkeyrslur húsa. „En líka oft bara beint uppi á gangstétt, þó það sé hægt að leggja í götu við hliðina á,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir það misskilning að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu tilheyri innkeyrslunni sjálfri. Dagur segir sérstakt vandamál að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og blokkeri umferð um gangstéttir.Aðsend „Það stenst ekki neitt. Þetta er utan lóðarmarka hjá fólki, og þá ertu bara kominn inn á gangstétt, sem er borgarland og þú átt ekkert að leggja þar. Eins og ég benti fólki á í þræðinum þá á maður bara að sníða stakk eftir vexti og kannski ekki kaupa sér bíl sem passar ekki í innkeyrsluna eða bílskúrinn.“ Dagur segir þá að lóðaleigu- og eignaskiptasamningar kveði á um ákveðna nýtingu bílastæða. „Ef þú ætlar að vera með einhverja fleiri bíla heldur en er kveðið á um í þessum samningum þá hefurðu ekkert rétt á því að leggja uppi á gangstéttum eða á borgarlandi af því að það finnst ekki pláss fyrir bílinn þinn.“ Dagur segir fólk verða að sníða stakk eftir vexti. Það sé ekki réttur neins að leggja uppi á gangstétt.Aðsend Fæstir leggi illa af vonsku Dagur segir að viðbrögðin við ábendingu hans til Breiðhyltinga hafi að langstærstum hluta verið vel tekið, þó einhverjir hafi viljað meina að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu teljist ekki vera borgarland. Hann hafi aðallega tekið eftir þessu í eigin hverfi, en skrifar það aðallega á að þar verji hann mestum útivistartíma og segist hafa séð annað eins í öðrum hverfum borgarinnar. „Ég held að fólk sé nú ekkert að leggja svona í einhverri vonsku eða til þess að vera með stæla. Þetta er oft bara í léttu hugsunarleysi og kannski smá gáleysi. Ég held að það séu nánast allir sammála um að þetta sé ekki málið,“ segir Dagur. Hann bætir því við að hann telji þróunina í þessum málum hafa verið til batnaðar á síðustu árum. „En það má náttúrulega alltaf gera betur og ég held að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um hvernig bíllinn á að taka pláss í samfélaginu.“ Vandamálið er víðar en bara í Breiðholti að sögn Dags.Aðsend Reykjavík Bílar Samgöngur Bílastæði Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Dagur birti færslu í íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook þar sem hann biðlaði til þeirra að hætta að nota gangstéttir sem bílastæði á nýju ári. Þar benti hann á að fyrir utan að vera hættulegt sýndi það virðingarleysi gagnvart þeim sem noti hjólastóla og foreldrum með barnavagna. Í samtali við Vísi segir hann þetta sérstaklega algengt við innkeyrslur húsa. „En líka oft bara beint uppi á gangstétt, þó það sé hægt að leggja í götu við hliðina á,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir það misskilning að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu tilheyri innkeyrslunni sjálfri. Dagur segir sérstakt vandamál að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og blokkeri umferð um gangstéttir.Aðsend „Það stenst ekki neitt. Þetta er utan lóðarmarka hjá fólki, og þá ertu bara kominn inn á gangstétt, sem er borgarland og þú átt ekkert að leggja þar. Eins og ég benti fólki á í þræðinum þá á maður bara að sníða stakk eftir vexti og kannski ekki kaupa sér bíl sem passar ekki í innkeyrsluna eða bílskúrinn.“ Dagur segir þá að lóðaleigu- og eignaskiptasamningar kveði á um ákveðna nýtingu bílastæða. „Ef þú ætlar að vera með einhverja fleiri bíla heldur en er kveðið á um í þessum samningum þá hefurðu ekkert rétt á því að leggja uppi á gangstéttum eða á borgarlandi af því að það finnst ekki pláss fyrir bílinn þinn.“ Dagur segir fólk verða að sníða stakk eftir vexti. Það sé ekki réttur neins að leggja uppi á gangstétt.Aðsend Fæstir leggi illa af vonsku Dagur segir að viðbrögðin við ábendingu hans til Breiðhyltinga hafi að langstærstum hluta verið vel tekið, þó einhverjir hafi viljað meina að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu teljist ekki vera borgarland. Hann hafi aðallega tekið eftir þessu í eigin hverfi, en skrifar það aðallega á að þar verji hann mestum útivistartíma og segist hafa séð annað eins í öðrum hverfum borgarinnar. „Ég held að fólk sé nú ekkert að leggja svona í einhverri vonsku eða til þess að vera með stæla. Þetta er oft bara í léttu hugsunarleysi og kannski smá gáleysi. Ég held að það séu nánast allir sammála um að þetta sé ekki málið,“ segir Dagur. Hann bætir því við að hann telji þróunina í þessum málum hafa verið til batnaðar á síðustu árum. „En það má náttúrulega alltaf gera betur og ég held að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um hvernig bíllinn á að taka pláss í samfélaginu.“ Vandamálið er víðar en bara í Breiðholti að sögn Dags.Aðsend
Reykjavík Bílar Samgöngur Bílastæði Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira