Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2022 08:26 Maðurinn er sagður hafa flúið yfir landamæri Suður- og Norður-Kóreu á ellefta tímanum í gærkvöldi. Yfirgripsmikil leit stóð yfir að manninum í gærkvöldi. EPA-EFE/YONHAP Suðurkóreskur ríkisborgari hefur flúið yfir landamærin til Norður-Kóreu. Þetta staðfestir suðurkóreski herinn en það er mjög sjaldséð að fólk flýi úr suðrinu og norður. Mikil leit stóð yfir eftir manninum í gærkvöldi austarlega á landamærum ríkjanna tveggja, sem mjög erfitt er að komast yfir vegna mikils vopnaburðar landamæravarða. Talið er að maðurinn hafi farið yfir landamærin á ellefta tímanum í gærkvöldi að staðartíma en yfirvöld í Suður-Kóreu segjast ekki geta staðhæft hvort maðurinn sé nú á lífi. Landamæraverðir hafi þó sent norðrinu tilkynningu um flóttann og óskað eftir því að maðurinn yrði verndaður. Flótti norður er ólöglegur í Suður-Kóreu og snúi maðurinn aftur suður gæti hann átt yfir sér fangelsisvist. Ótti ríkir nú um að hersveitir norðursins muni bana manninum vegna strangra sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirunnar. Landamæri Norður-Kóreu hafa verið lokuð með öllu síðan í ársbyrjun 2020 vegna faraldurs kórónuveiru þrátt fyrir að yfirvöld þar í landi vilji meina að enginn hafi greinst smitaður af veirunni. Yfirvöld norðursins voru harðlega gagnrýnd fyrir tveimur árum eftir að hersveitir bönuðu suðurkóreskum embættismanni sem hafði týnst á sjó. Honum hafði skolað upp á land í Norður-Kóreu en hersveitir skutu hann strax og báru fyrir sig að hann hefði getað borið kórónuveiruna til landsins. Tveimur mánuðum áður hafði Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að maður flúði norður frá Suður-Kóreu en Kim sagði manninn vera með einkenni Covid-19. Harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í Norður-Kóreu í nær tvö ár og hafa þær gert það að verkum að ferðalög milli héraða hafa verið skert. Það hefur leitt til þess að aldrei hafa eins fáir flúið frá Norður-Kóreu til suðurs. Þá hafa samskipti milli ríkjanna tveggja verið verulega slæm eftir að viðræður yfirvalda í Washington og Pyongyang um afvopnun kjarnorkuvopna stöðnuðu eftir misheppnaðan fund þáverandi leiðtoga ríkjanna árið 2019. Suður-Kórea er tæknilega séð enn í stríði við Norður-Kóreu eftir að Kórustríðið, sem stóð yfir á árunum 1950-1953, endaði með vopnahléi. Enn hefur enginn friðarsamningur milli ríkjanna verið undirritaður. Suður-Kórea Norður-Kórea Tengdar fréttir Kóreumenn hóta öryggisráðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. 3. október 2021 20:00 Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Mikil leit stóð yfir eftir manninum í gærkvöldi austarlega á landamærum ríkjanna tveggja, sem mjög erfitt er að komast yfir vegna mikils vopnaburðar landamæravarða. Talið er að maðurinn hafi farið yfir landamærin á ellefta tímanum í gærkvöldi að staðartíma en yfirvöld í Suður-Kóreu segjast ekki geta staðhæft hvort maðurinn sé nú á lífi. Landamæraverðir hafi þó sent norðrinu tilkynningu um flóttann og óskað eftir því að maðurinn yrði verndaður. Flótti norður er ólöglegur í Suður-Kóreu og snúi maðurinn aftur suður gæti hann átt yfir sér fangelsisvist. Ótti ríkir nú um að hersveitir norðursins muni bana manninum vegna strangra sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirunnar. Landamæri Norður-Kóreu hafa verið lokuð með öllu síðan í ársbyrjun 2020 vegna faraldurs kórónuveiru þrátt fyrir að yfirvöld þar í landi vilji meina að enginn hafi greinst smitaður af veirunni. Yfirvöld norðursins voru harðlega gagnrýnd fyrir tveimur árum eftir að hersveitir bönuðu suðurkóreskum embættismanni sem hafði týnst á sjó. Honum hafði skolað upp á land í Norður-Kóreu en hersveitir skutu hann strax og báru fyrir sig að hann hefði getað borið kórónuveiruna til landsins. Tveimur mánuðum áður hafði Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að maður flúði norður frá Suður-Kóreu en Kim sagði manninn vera með einkenni Covid-19. Harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í Norður-Kóreu í nær tvö ár og hafa þær gert það að verkum að ferðalög milli héraða hafa verið skert. Það hefur leitt til þess að aldrei hafa eins fáir flúið frá Norður-Kóreu til suðurs. Þá hafa samskipti milli ríkjanna tveggja verið verulega slæm eftir að viðræður yfirvalda í Washington og Pyongyang um afvopnun kjarnorkuvopna stöðnuðu eftir misheppnaðan fund þáverandi leiðtoga ríkjanna árið 2019. Suður-Kórea er tæknilega séð enn í stríði við Norður-Kóreu eftir að Kórustríðið, sem stóð yfir á árunum 1950-1953, endaði með vopnahléi. Enn hefur enginn friðarsamningur milli ríkjanna verið undirritaður.
Suður-Kórea Norður-Kórea Tengdar fréttir Kóreumenn hóta öryggisráðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. 3. október 2021 20:00 Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Kóreumenn hóta öryggisráðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. 3. október 2021 20:00
Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46
Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35