United hefur ekki tapað seinasta leik ársins í tíu ár í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. desember 2021 08:01 David de Gea lék í 3-2 tapinu gegn Blackburn á gamlársdag fyrir tíu árum, en hann stóð einnig vaktina í rammanum í gær. Catherine Ivill/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manchester United vann öruggan 3-1 sigur gegn Burnley í gærkvöldi í lokaleik liðsins á árinu 2021. Liðið hefur því ekki tapað lokaleik sínum á árinu í tíu ár. Scott McTominay kom United yfir strax á áttundu mínútu með hnitmiðuðu skoti áður en Ben Mee tvöfaldaði forystu gestanna þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Cristiano Ronaldo kom United í 3-0 á 35. mínútu, en Aaron Lennon minnkaði muninn fyrir gestina þremur mínútum síðar og þar við sat. Manchester United hefur því ekki tapað í lokaleik ársins seinustu tíu ár, eða síðan liðið tapaði 3-2 á heimavelli gegn Blackburn á gamlársdag árið 2011. Síðan þá hefur liðið unnið sjö og gert þrjú jafntefli. Þá var það Yakubu sem kom gestunum yfir úr vítasspyrnu á 16. mínútu, en hann tvöfaldaði forskot Blackburn svo á 51. mínútu. Tíu mínútum síðar var staðan þó orðin jöfn eftir tvö mörk frá Dimitar Berbatov, en það var svo Grant Hanley sem tryggði Blackburn 3-2 sigur þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Einn leikmaður United lék bæði í gærkvöldi og í tapleiknum fyrir tíu árum, en það var markvörðurinn David de Gea. Það var tölfræðisíðan OptaJoe sem birti þessar upplýsingar fyrir leik gærkvöldsins, en hana má sjá hér fyrir neðan. 9 - Manchester United are unbeaten in their final league game in each of the last nine calendar years (W6 D3) since a 3-2 loss against Blackburn Rovers at Old Trafford in 2011. Memories. pic.twitter.com/yyY8HwICmG— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Blackburn á Old Trafford Sir Alex Ferguson fékk heldur lélega afmælisgjöf á sjötugsafmæli sínu þar sem hans menn í Manchester United töpuðu fyrir botnliði Blackburn, 3-2, á heimavelli sínum. 31. desember 2011 00:01 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Scott McTominay kom United yfir strax á áttundu mínútu með hnitmiðuðu skoti áður en Ben Mee tvöfaldaði forystu gestanna þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Cristiano Ronaldo kom United í 3-0 á 35. mínútu, en Aaron Lennon minnkaði muninn fyrir gestina þremur mínútum síðar og þar við sat. Manchester United hefur því ekki tapað í lokaleik ársins seinustu tíu ár, eða síðan liðið tapaði 3-2 á heimavelli gegn Blackburn á gamlársdag árið 2011. Síðan þá hefur liðið unnið sjö og gert þrjú jafntefli. Þá var það Yakubu sem kom gestunum yfir úr vítasspyrnu á 16. mínútu, en hann tvöfaldaði forskot Blackburn svo á 51. mínútu. Tíu mínútum síðar var staðan þó orðin jöfn eftir tvö mörk frá Dimitar Berbatov, en það var svo Grant Hanley sem tryggði Blackburn 3-2 sigur þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Einn leikmaður United lék bæði í gærkvöldi og í tapleiknum fyrir tíu árum, en það var markvörðurinn David de Gea. Það var tölfræðisíðan OptaJoe sem birti þessar upplýsingar fyrir leik gærkvöldsins, en hana má sjá hér fyrir neðan. 9 - Manchester United are unbeaten in their final league game in each of the last nine calendar years (W6 D3) since a 3-2 loss against Blackburn Rovers at Old Trafford in 2011. Memories. pic.twitter.com/yyY8HwICmG— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Blackburn á Old Trafford Sir Alex Ferguson fékk heldur lélega afmælisgjöf á sjötugsafmæli sínu þar sem hans menn í Manchester United töpuðu fyrir botnliði Blackburn, 3-2, á heimavelli sínum. 31. desember 2011 00:01 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Ótrúlegur sigur Blackburn á Old Trafford Sir Alex Ferguson fékk heldur lélega afmælisgjöf á sjötugsafmæli sínu þar sem hans menn í Manchester United töpuðu fyrir botnliði Blackburn, 3-2, á heimavelli sínum. 31. desember 2011 00:01