Hjálpar ekki að ausa skömmum og fúkyrðum yfir starfsfólkið Tryggvi Páll Tryggvason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. desember 2021 11:38 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Sigurjón. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, hvetur þá sem þurfa á þjónustu Covid-göngudeildarinnar að halda að sýna biðlund og kurteisi. Mikið álag sé á deildinni og það hjálpi ekki þegar starfsfólkið þar fái yfir sig skammir og fúkyrði frá ágengum skjólstæðingum Enn eitt metið var slegið í gær þegar 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 19 liggja inni á Landspítalanum samkvæmt vef spítalans., þar af sex á gjörgæslu. Alls eru 6.403 sjúklingar undir eftirliti Covid-göngudeildarspítalans, þar af 1.373 börn. Már segir álagið þar vera gríðarlegt. „Það er gríðarlega mikið álag á göngudeildinni hjá okkur, gríðarlegt álag. Það er þar sem skóinn kreppur mest hjá okkur,“ segir Már. Skoða hvort hægt sé að stytta sóttkví Sóttvarnastofnunnar Bandaríkjanna ákvað á dögunum að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að verið sé að skoða hvort að það rúmist innan núverandi reglugerðar um sóttkví og einangrun að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Það muni skýrast í dag „Reglugerðin er þannig að fólk er tíu daga í einangrun en við erum að skoða leiðir til að reyna að stytta það og fólk verður bara að fylgjast með þeim skilaboðum sem það fær í gegnum rafræn skilaboð. Fyrir einkennalausa erum við að reyna að skoða það hvort það sé hægt að stytta það,“ segir Már og ítrekar að mikilvægt sé að fara eftir þeim reglum og tilmælum sem komi í gegnum. Ekki við starfsfólk göngudeildarinnar að sakast Hann biðlar þó til þeirra sem eru í einangrun að sýna starfsfólki göngudeildarinnar ekki dónaskap, líkt og borið hefur á að undanförnu að hans sögn. „Fólk hefur verið mjög ágengt í símaver göngudeildarinnar og stappar oft nærri bara hreinum dónaskap gagnvart starfsfólki okkar. Það mæðir mjög mikið á því og það er gríðarlega mikilvægt að fólk fari eftir þeim reglum sem að það fær í gegnum Heilsuveru,“ segir Már. Starfsfólkið göngudeildarinnar sé að gera sitt besta undir miklu álagi. „Það er ekki við starfsfólkið á göngudeildinni að sakast. Það er mjög íþyngjandi þegar fólk er að fá yfir sig skammir og fúkyrði frá borgurunum. Fólkið á göngudeildinni er að gera sitt besta, það eru gríðarlegar annir og fólk þarf að sýna okkur tilhlýðilega þolinmæði. Við erum öll að reyna að vinna í þessu saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30. desember 2021 11:24 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Enn eitt metið var slegið í gær þegar 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 19 liggja inni á Landspítalanum samkvæmt vef spítalans., þar af sex á gjörgæslu. Alls eru 6.403 sjúklingar undir eftirliti Covid-göngudeildarspítalans, þar af 1.373 börn. Már segir álagið þar vera gríðarlegt. „Það er gríðarlega mikið álag á göngudeildinni hjá okkur, gríðarlegt álag. Það er þar sem skóinn kreppur mest hjá okkur,“ segir Már. Skoða hvort hægt sé að stytta sóttkví Sóttvarnastofnunnar Bandaríkjanna ákvað á dögunum að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að verið sé að skoða hvort að það rúmist innan núverandi reglugerðar um sóttkví og einangrun að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Það muni skýrast í dag „Reglugerðin er þannig að fólk er tíu daga í einangrun en við erum að skoða leiðir til að reyna að stytta það og fólk verður bara að fylgjast með þeim skilaboðum sem það fær í gegnum rafræn skilaboð. Fyrir einkennalausa erum við að reyna að skoða það hvort það sé hægt að stytta það,“ segir Már og ítrekar að mikilvægt sé að fara eftir þeim reglum og tilmælum sem komi í gegnum. Ekki við starfsfólk göngudeildarinnar að sakast Hann biðlar þó til þeirra sem eru í einangrun að sýna starfsfólki göngudeildarinnar ekki dónaskap, líkt og borið hefur á að undanförnu að hans sögn. „Fólk hefur verið mjög ágengt í símaver göngudeildarinnar og stappar oft nærri bara hreinum dónaskap gagnvart starfsfólki okkar. Það mæðir mjög mikið á því og það er gríðarlega mikilvægt að fólk fari eftir þeim reglum sem að það fær í gegnum Heilsuveru,“ segir Már. Starfsfólkið göngudeildarinnar sé að gera sitt besta undir miklu álagi. „Það er ekki við starfsfólkið á göngudeildinni að sakast. Það er mjög íþyngjandi þegar fólk er að fá yfir sig skammir og fúkyrði frá borgurunum. Fólkið á göngudeildinni er að gera sitt besta, það eru gríðarlegar annir og fólk þarf að sýna okkur tilhlýðilega þolinmæði. Við erum öll að reyna að vinna í þessu saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30. desember 2021 11:24 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30. desember 2021 11:24
838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40
Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27