Von til staðar en ekki hægt að „láta þetta gossa“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2021 13:53 Það var Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sem bar upp þá spurningu hvort hægt væri að láta veiruna gossa yfir samfélagið í ljósi vísbendinga um að ómíkrón-afbrigðið fæli í sér mildari veikindi en önnur afbrigði. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ákveðin von sé til staðar í þeirri stöðu sem komin er upp núna í kórónuveirufaraldrinum ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara en önnur afbrigði veirunnar. Hann segir að það sé þó skynsamlegra að bíða eftir því að slíkt liggi fyrir, fremur en að láta veiruna gossa yfir samfélagið. Þetta er meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að ómíkronafbrigðið væri mildara en önnur, það er að það virðist síður valda alvarlegum veikindum en önnur afbrigði. Sagði Þórólfur að ef það reyndist rétt væri hægt að slaka frekar fljótt á samfélagslegum takmörkunum. Síðar á fundinum spurði Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, nánar út í þetta og hvort að hægt væri að leyfa faraldrinum að geisa í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virtist vera vægara, „láta þetta gossa“ eins og hann orðaði það. „Ég held að það sé ákveðin von í þeirri stöðu sem við erum með uppi núna, það er að segja útbreiddri bólusetningu hér á landi sem kemur í veg fyrir alvarleg veikindi en að fá svo náttúrulega sýkingu ofan í það til að búa til gott ónæmi í samfélaginu, án alvarlegra afleiðinga, svaraði Þórólfur.“ Daglegt brauð þessa dagana, langar raðir í sýnatöku.Vísir/Vilhelm. Ekki væru hins vegar öll kurl komin til grafar um hvort að óhætt væri að sleppa ómíkron-afbrigðinu lausu um samfélagið. „Það sem við erum náttúrulega smeyk við núna, það eru mjög margir sem eru ekki fullbólusettir. Margir sem eru óbólusettir og við vitum ekki ef við látum þetta gossa eins og þú sagðir, hvað gerist þá? Hversu margir, þó að hlutfallið sé lágt sem að þarf að leggjast inn á spítala, þá getur fjöldinn orðið töluvert mikill,“ sagði Þórólfur. Skynsamlegra að bíða nú en að naga sig í handarbökin síðar Skynsamlegra væri að staldra aðeins við, bíða og sjá þangað til haldbærar upplýsingar um hversu alvarlegt eða óalvarlegt ómíkronafbrigðið er. „Þess vegna viljum við láta teygja kúrfuna aðeins á langinn á meðan við erum að átta okkur betur á þessu. Það getur alveg komið til greina ef niðurstaðan verður klárlega sú að það eru bara mjög fáir sem sýkjast alvarlega af ómíkron-afbrigðinu að þá, eins og ég sagði áðan, held ég að það séu alveg forsendur í því að fara að slaka á. Mér finnst skynsamlegra að taka þessa afstöðu heldur en að láta allt gossa núna og naga sig svo í handarbökin yfir því að við höfum farið of hratt í þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29. desember 2021 08:19 Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19 21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. 29. desember 2021 09:50 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að ómíkronafbrigðið væri mildara en önnur, það er að það virðist síður valda alvarlegum veikindum en önnur afbrigði. Sagði Þórólfur að ef það reyndist rétt væri hægt að slaka frekar fljótt á samfélagslegum takmörkunum. Síðar á fundinum spurði Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, nánar út í þetta og hvort að hægt væri að leyfa faraldrinum að geisa í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virtist vera vægara, „láta þetta gossa“ eins og hann orðaði það. „Ég held að það sé ákveðin von í þeirri stöðu sem við erum með uppi núna, það er að segja útbreiddri bólusetningu hér á landi sem kemur í veg fyrir alvarleg veikindi en að fá svo náttúrulega sýkingu ofan í það til að búa til gott ónæmi í samfélaginu, án alvarlegra afleiðinga, svaraði Þórólfur.“ Daglegt brauð þessa dagana, langar raðir í sýnatöku.Vísir/Vilhelm. Ekki væru hins vegar öll kurl komin til grafar um hvort að óhætt væri að sleppa ómíkron-afbrigðinu lausu um samfélagið. „Það sem við erum náttúrulega smeyk við núna, það eru mjög margir sem eru ekki fullbólusettir. Margir sem eru óbólusettir og við vitum ekki ef við látum þetta gossa eins og þú sagðir, hvað gerist þá? Hversu margir, þó að hlutfallið sé lágt sem að þarf að leggjast inn á spítala, þá getur fjöldinn orðið töluvert mikill,“ sagði Þórólfur. Skynsamlegra að bíða nú en að naga sig í handarbökin síðar Skynsamlegra væri að staldra aðeins við, bíða og sjá þangað til haldbærar upplýsingar um hversu alvarlegt eða óalvarlegt ómíkronafbrigðið er. „Þess vegna viljum við láta teygja kúrfuna aðeins á langinn á meðan við erum að átta okkur betur á þessu. Það getur alveg komið til greina ef niðurstaðan verður klárlega sú að það eru bara mjög fáir sem sýkjast alvarlega af ómíkron-afbrigðinu að þá, eins og ég sagði áðan, held ég að það séu alveg forsendur í því að fara að slaka á. Mér finnst skynsamlegra að taka þessa afstöðu heldur en að láta allt gossa núna og naga sig svo í handarbökin yfir því að við höfum farið of hratt í þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29. desember 2021 08:19 Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19 21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. 29. desember 2021 09:50 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42
Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29. desember 2021 08:19
Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19 21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. 29. desember 2021 09:50
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?