Leiðrétta misskilning um hágæslurými Landspítalans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2021 17:21 Landspítalinn segir miskilnings gæta um hágæslurýmin. Þau séu ekki í stöðugri notkun, heldur ráðist nýting þeirra af þjónustuþörf sjúklinga hverju sinni. Vísir/Vilhelm Nýlega voru opnuð tvö hágæslurými á Landspítalanum á Hringbraut og til stendur að opna tvö til viðbótar í Fossvogi við fyrsta tækifæri. Landspítalinn hefur sent frá sér stutta tilkynningu um rýmin en þar segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um þau. Í samtali við fréttastofu í fyrradag sagði Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, að skrif Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur Reykfjörð utanríkisráðherra, um að ekki sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi fólks vegna álags á heilbrigðiskerfinu stæðust ekki. Sagði hann spítalann ekki í þannig stöðu að hægt væri að aflétta takmörkunum og benti á að umrædd hágæslurými stæðu nú tóm þar sem ekki væri hægt að manna þau. Í tilkynningu spítalans segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um hágæslurýmin og því rétt að árétta að ekki sé um að ræða föst stæði, heldur flytjist rýmin um eftir þörfum. Staðsetning þeirra ráðist því af fjölda og tegund sjúklinga á deildinni, til að mynda eftir því hvort sjúklingar þurfi að fara í einangrun eða ekki. „Þar sem hágæslurýmin eru ætluð minna veikum en hefðbundum gjörgæslusjúklingum er háð atvikum hverju sinni hvernig nýtingin er á þeim. Að undanförnu hafa gjörgæslusjúklingar verið í forgrunni í starfsemi gjörgæsludeildanna, eins þurfa Covid sjúklingar tvöfalda mönnun og fjöldi stæða á gjörgæsludeildinni því aðeins breytilegur eftir álagi. Hágæslurýmin þarf svo að manna við hæfi en eins og þekkt er hefur mannekla verið mikil áskorun innan spítalans,“ segir á vef Landspítala. Þá segir að hugmyndafræðin að baki rýmunum sé ákveðin nýlunda á Landspítalanum og því muni taka tím að innleiða hana að fullu, samhliða endurbótum á húsnæði. Hágæslurýmin muni að lokum leiða til hagkvæmni í rekstri og auka öryggi sjúklinga sem ekki þurfi fulla gjörgæslumeðferð, en þurfi hins vegar náið eftirlit þar til ástand þeirra telst nógu stöðugt til að flytja megi þá á almenna legudeild. Landspítalinn Tengdar fréttir Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Í samtali við fréttastofu í fyrradag sagði Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, að skrif Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur Reykfjörð utanríkisráðherra, um að ekki sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi fólks vegna álags á heilbrigðiskerfinu stæðust ekki. Sagði hann spítalann ekki í þannig stöðu að hægt væri að aflétta takmörkunum og benti á að umrædd hágæslurými stæðu nú tóm þar sem ekki væri hægt að manna þau. Í tilkynningu spítalans segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um hágæslurýmin og því rétt að árétta að ekki sé um að ræða föst stæði, heldur flytjist rýmin um eftir þörfum. Staðsetning þeirra ráðist því af fjölda og tegund sjúklinga á deildinni, til að mynda eftir því hvort sjúklingar þurfi að fara í einangrun eða ekki. „Þar sem hágæslurýmin eru ætluð minna veikum en hefðbundum gjörgæslusjúklingum er háð atvikum hverju sinni hvernig nýtingin er á þeim. Að undanförnu hafa gjörgæslusjúklingar verið í forgrunni í starfsemi gjörgæsludeildanna, eins þurfa Covid sjúklingar tvöfalda mönnun og fjöldi stæða á gjörgæsludeildinni því aðeins breytilegur eftir álagi. Hágæslurýmin þarf svo að manna við hæfi en eins og þekkt er hefur mannekla verið mikil áskorun innan spítalans,“ segir á vef Landspítala. Þá segir að hugmyndafræðin að baki rýmunum sé ákveðin nýlunda á Landspítalanum og því muni taka tím að innleiða hana að fullu, samhliða endurbótum á húsnæði. Hágæslurýmin muni að lokum leiða til hagkvæmni í rekstri og auka öryggi sjúklinga sem ekki þurfi fulla gjörgæslumeðferð, en þurfi hins vegar náið eftirlit þar til ástand þeirra telst nógu stöðugt til að flytja megi þá á almenna legudeild.
Landspítalinn Tengdar fréttir Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06