Lazio blandar sér í baráttuna um Albert Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 10:00 „Þennan, takk!“ gæti Maurizio Sarri verið að segja, ef marka má frétt La Gazzetta dello Sport. Samsett/Getty Útlit er fyrir að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson muni hafa úr áhugaverðum kostum að velja nú þegar hálft ár er þar til að samningur hans við hollenska knattspyrnufélagið AZ Alkmaar rennur út. Samkvæmt Gazzetta dello Sport er ítalska félagið Lazio með Albert í sigtinu nú þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Áður höfðu skoskir fjölmiðlar greint frá því að skoski risinn Celtic væri á höttunum eftir Alberti. Hið fornfræga lið Lazio leikur nú undir stjórn hins keðjureykjandi Maurizio Sarri, sem áður hefur verið hjá Juventus, Chelsea og Napoli. Lazio hafnaði í 6. sæti á síðustu leiktíð í ítölsku A-deildinni og er í 8. sæti nú þegar tímabilið er hálfnað, þó aðeins þremur stigum frá 5. sætinu sem Juventus situr í. Gazzetta dello Sport greindi frá því að raunar væru tveir Guðmundssynir á blaði hjá Lazio, Albert og Gabriel, en tók fram að þeir væru ekki skildir og ekki einu sinni samlandar. Sá síðarnefndi er sænskur bakvörður Lille í Frakklandi. Albert er þessa dagana í jólafríi í Dúbaí og nýtur þar lífsins með fjölskyldu sinni sem nú er útlit fyrir að flytji frá Hollandi á nýju ári. View this post on Instagram A post shared by Albert Gudmundsson (@albertgudmundsson) Albert, sem er 24 ára, hefur spilað 29 A-landsleiki og skorað í þeim sex mörk. Hann fór ungur til Hollands og gekk í raðir PSV Eindhoven en var seldur til AZ sumarið 2018. Fyrir AZ hefur Albert, samkvæmt Soccerway, skorað 17 mörk í 72 deildarleikjum. Hann skoraði tvö mörk, eða nánast þrennu, í 4-1 sigri gegn Willem II rétt fyrir jól og hefur því skorað fjögur mörk í 17 deildarleikjum fyrir AZ sem er í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Samkvæmt Gazzetta dello Sport er ítalska félagið Lazio með Albert í sigtinu nú þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Áður höfðu skoskir fjölmiðlar greint frá því að skoski risinn Celtic væri á höttunum eftir Alberti. Hið fornfræga lið Lazio leikur nú undir stjórn hins keðjureykjandi Maurizio Sarri, sem áður hefur verið hjá Juventus, Chelsea og Napoli. Lazio hafnaði í 6. sæti á síðustu leiktíð í ítölsku A-deildinni og er í 8. sæti nú þegar tímabilið er hálfnað, þó aðeins þremur stigum frá 5. sætinu sem Juventus situr í. Gazzetta dello Sport greindi frá því að raunar væru tveir Guðmundssynir á blaði hjá Lazio, Albert og Gabriel, en tók fram að þeir væru ekki skildir og ekki einu sinni samlandar. Sá síðarnefndi er sænskur bakvörður Lille í Frakklandi. Albert er þessa dagana í jólafríi í Dúbaí og nýtur þar lífsins með fjölskyldu sinni sem nú er útlit fyrir að flytji frá Hollandi á nýju ári. View this post on Instagram A post shared by Albert Gudmundsson (@albertgudmundsson) Albert, sem er 24 ára, hefur spilað 29 A-landsleiki og skorað í þeim sex mörk. Hann fór ungur til Hollands og gekk í raðir PSV Eindhoven en var seldur til AZ sumarið 2018. Fyrir AZ hefur Albert, samkvæmt Soccerway, skorað 17 mörk í 72 deildarleikjum. Hann skoraði tvö mörk, eða nánast þrennu, í 4-1 sigri gegn Willem II rétt fyrir jól og hefur því skorað fjögur mörk í 17 deildarleikjum fyrir AZ sem er í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira