Hrekkjalómur hrærður yfir Verbúð Ísak Hinriksson skrifar 28. desember 2021 10:30 Ríkissjónvarpið sýndi á annan í jólum fyrsta þátt Verbúðar úr smiðju Vesturports. Þátturinn sýndi líflegt og litríkt sjávarþorp á tímum verbúðanna á Íslandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Hrekkjalómafélagsins Ásmundur Friðriksson var einn fjölmargra landsmanna sem gæddu sér á þættinum. En þingmaðurinn fékk óbragð í munninn. Í pistli á Facebook síðu sinni segist þingmaðurinn lítið sitja við sjónvarp en hann sé leiður á landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins. Að í framlagi Ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu sé meira og minna dregin upp mynd undirmálsfólks í sjávarplássi. Drykkjusýki topp skipstjóra og samfarir þar sem ekkert er dregið undan með ljótleikann í aðalhlutverki. Þingmaðurinn bætir við í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að hann sé hræddur við að fólk vilji ekki flytja á landsbyggðina vegna sögusagna um að þar sé allt í volli. Þingmaðurinn virðist fara á mis við ansi margt í pistli sínum. Fyrst má benda á að þátturinn sem um ræðir er leikið sjónvarpsefni en ekki heimildaþættir. Þingmaðurinn virðist ekki treysta landa sínum til þess að greina milli raunveruleika og skáldskapar. Einnig verður að halda til haga að eitt af hlutverkum skáldskapar er að segja sögur undirmálsfólks, þeirra sem ekki hafi rödd í samfélaginu. Sjálfur sá ég ekki mikið um undirmálsfólk í þættinum heldur litríkt persónugallerí og fjörugt sjávarþorp þess tíma sem sjávarþorpin lifðu. Ekki er allt gagnrýnivert í pistli þingmannsins, en hann tekur meðal annars upp hanskann fyrir kvenþjóðinni. Honum finnst konur lítillækkaðar með fáránlegu stripli sem engan tilgang hafi í þáttunum og spyr hvort þetta sé framlag Ríkisútvarpsins til Metoo-hreyfingarinnar. Það er ánægjulegt að þingmaðurinn sjái gamlan tíðaranda í öðru ljósi eftir að hafa sjálfur á sínum tíma “fengið” innpakkaða nektardansmær sem fækkaði fötum í fertugsafmælisgjöf frá félögum sínum í Hrekkjalómafélaginu. Höfundar þáttanna virðast sjálfir aftur á móti hafa hitt naglann á höfuðið um vinsældir nektardans á Íslandi á þessum tíma, því í þættinum birtist Susan Haslund sem ferðaðist um Ísland og baðaði sig fyrir augum Íslendinga. Hér mætti spyrja: Hvert er framlag Hrekkjalómafélagsins til Metoo hreyfingarinnar? Þingmaðurinn spyr hvort tími sé kominn að landbyggðarrasismi menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni og að baráttumál Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess megi koma á framfæri með öðrum hætti en að gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapandi störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið. Þarna skellir þingmaðurinn skuldinni á rangan sökudólg, RÚV. Í raun ætti hann heldur að krefjast þess að Kvikmyndasjóður Íslands ritskoði landbyggðarrasisma og leggi frekar áherslur á hetju sögur landsbyggðarinnar. Sjálfur legg ég til söngleikjamynd um sögu Samherja. Ekki get ég skilið hvað Ásmundur eigi við með að Ríkisútvarpið geri lítið úr fólki sem vinnur störf á landsbyggðinni. Ætli hann eigi við umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á málum Samherja. Einnig er spurning hvort þingmaðurinn eigi við sömu menningarvitanna og kynntu gersemar landsbyggðar Íslands fyrir alheiminum. Kynning sem spilaði stóran þátt í að bjarga landinu frá bankahruni á vakt Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill fer hrollur um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem standa vörð um kvótakerfið þegar fjalla á um upphaf þess. Þegar bátar voru keyptir, kvótinn seldur suður, litlu sjávarþorpin þurrkuðust út og litrík samfélögin sem þátturinn sýnir liðuðust í sundur. Ásmundur er hrekkjalómur úr Vestmannaeyjum og lifði þessa tíma. Það gerði ég ekki og hef aðeins einu sinni komið til Vestmannaeyja. Kannski var þetta öðruvísi í Vestmannaeyjum. En áður en næsti þáttur Verbúðar verður sýndur ætla að næla mér í bók Ásmundar um Hrekkjalómafélagið. Höfundur er námsmaður, kominn af bændafólki, sjómönnum og menningarvitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. 27. desember 2021 21:20 Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. 27. desember 2021 09:43 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ríkissjónvarpið sýndi á annan í jólum fyrsta þátt Verbúðar úr smiðju Vesturports. Þátturinn sýndi líflegt og litríkt sjávarþorp á tímum verbúðanna á Íslandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Hrekkjalómafélagsins Ásmundur Friðriksson var einn fjölmargra landsmanna sem gæddu sér á þættinum. En þingmaðurinn fékk óbragð í munninn. Í pistli á Facebook síðu sinni segist þingmaðurinn lítið sitja við sjónvarp en hann sé leiður á landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins. Að í framlagi Ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu sé meira og minna dregin upp mynd undirmálsfólks í sjávarplássi. Drykkjusýki topp skipstjóra og samfarir þar sem ekkert er dregið undan með ljótleikann í aðalhlutverki. Þingmaðurinn bætir við í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að hann sé hræddur við að fólk vilji ekki flytja á landsbyggðina vegna sögusagna um að þar sé allt í volli. Þingmaðurinn virðist fara á mis við ansi margt í pistli sínum. Fyrst má benda á að þátturinn sem um ræðir er leikið sjónvarpsefni en ekki heimildaþættir. Þingmaðurinn virðist ekki treysta landa sínum til þess að greina milli raunveruleika og skáldskapar. Einnig verður að halda til haga að eitt af hlutverkum skáldskapar er að segja sögur undirmálsfólks, þeirra sem ekki hafi rödd í samfélaginu. Sjálfur sá ég ekki mikið um undirmálsfólk í þættinum heldur litríkt persónugallerí og fjörugt sjávarþorp þess tíma sem sjávarþorpin lifðu. Ekki er allt gagnrýnivert í pistli þingmannsins, en hann tekur meðal annars upp hanskann fyrir kvenþjóðinni. Honum finnst konur lítillækkaðar með fáránlegu stripli sem engan tilgang hafi í þáttunum og spyr hvort þetta sé framlag Ríkisútvarpsins til Metoo-hreyfingarinnar. Það er ánægjulegt að þingmaðurinn sjái gamlan tíðaranda í öðru ljósi eftir að hafa sjálfur á sínum tíma “fengið” innpakkaða nektardansmær sem fækkaði fötum í fertugsafmælisgjöf frá félögum sínum í Hrekkjalómafélaginu. Höfundar þáttanna virðast sjálfir aftur á móti hafa hitt naglann á höfuðið um vinsældir nektardans á Íslandi á þessum tíma, því í þættinum birtist Susan Haslund sem ferðaðist um Ísland og baðaði sig fyrir augum Íslendinga. Hér mætti spyrja: Hvert er framlag Hrekkjalómafélagsins til Metoo hreyfingarinnar? Þingmaðurinn spyr hvort tími sé kominn að landbyggðarrasismi menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni og að baráttumál Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess megi koma á framfæri með öðrum hætti en að gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapandi störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið. Þarna skellir þingmaðurinn skuldinni á rangan sökudólg, RÚV. Í raun ætti hann heldur að krefjast þess að Kvikmyndasjóður Íslands ritskoði landbyggðarrasisma og leggi frekar áherslur á hetju sögur landsbyggðarinnar. Sjálfur legg ég til söngleikjamynd um sögu Samherja. Ekki get ég skilið hvað Ásmundur eigi við með að Ríkisútvarpið geri lítið úr fólki sem vinnur störf á landsbyggðinni. Ætli hann eigi við umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á málum Samherja. Einnig er spurning hvort þingmaðurinn eigi við sömu menningarvitanna og kynntu gersemar landsbyggðar Íslands fyrir alheiminum. Kynning sem spilaði stóran þátt í að bjarga landinu frá bankahruni á vakt Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill fer hrollur um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem standa vörð um kvótakerfið þegar fjalla á um upphaf þess. Þegar bátar voru keyptir, kvótinn seldur suður, litlu sjávarþorpin þurrkuðust út og litrík samfélögin sem þátturinn sýnir liðuðust í sundur. Ásmundur er hrekkjalómur úr Vestmannaeyjum og lifði þessa tíma. Það gerði ég ekki og hef aðeins einu sinni komið til Vestmannaeyja. Kannski var þetta öðruvísi í Vestmannaeyjum. En áður en næsti þáttur Verbúðar verður sýndur ætla að næla mér í bók Ásmundar um Hrekkjalómafélagið. Höfundur er námsmaður, kominn af bændafólki, sjómönnum og menningarvitum.
Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. 27. desember 2021 21:20
Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. 27. desember 2021 09:43
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun