Stærsta haldlagning á grasi í langan tíma á Íslandi Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 21:41 30 kílógrömm af grasi er á við heildarmagn haldlagt árið 2017 á öllu landinu. Vísir/Snorri Þrjátíu kíló af marijúana voru haldlögð í tveimur töskum á vikutímabili á Keflavíkurflugvelli í desember. Þetta er langstærsta tilraun til innflutnings á þessum efnum á árinu, en innflutningur á grasi er almennt sjaldgæfur. Þann 12. desember var grísk kona á fertugsaldri stöðvuð af tollgæslunni í Leifsstöð og við leit í farangri hennar reyndist hún hafa fimmtán kíló meðferðis af maríjúana. Þeim hafði verið pakkað inn í ferðatösku og konan var á leiðinni frá Frankfurt. Tæpri viku síðar lagði lögreglan á Suðurnesjum hald á önnur fimmtán kíló af maríjúana í tösku sem hafði verið skilin eftir í töskusal flugstöðvarinnar. Eigandi þeirrar tösku var horfinn af vettvangi þegar þar að kom en taskan hafði komið með flugi frá Kanada. Fréttastofa skoðaði efnin hjá lögreglunni, eins og má sjá í myndbrotinu hér að neðan: Gríska konan er samkvæmt heimildum fréttastofu í gæsluvarðhaldi fram á miðjan næsta mánuð. Rannsókn lögreglu, sem fer fram í samstarfi við tollgæsluna, beinist meðal annars að því kanna hvort málin tvö tengist. Efnin voru flutt til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Þar er verið að greina þau meðan á rannsókninni stendur og svo er þeim fargað. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekkert lítið magn af grasi og sérstaklega í innflutningi. Það er nánast óheyrt að gras sé flutt til landsins enda er efnið ræktað í töluverðum mæli hér innanlands. Það sætir því sannarlega tíðindum að 30 kíló séu gerð upptæk á svo stuttu tímabili, enda slagar það magn raunar í það sem stundum hefur verið haldlagt á heilu ári hér á Íslandi. 2016 voru þau tæp 44 og 2017 aðeins 34 kíló. Langstærstur hluti þessa hefur verið haldlagður innanlands en árið 2020 voru vissulega um 40 kíló tekin á flugvellinum, og þótti það þá þegar sprenging. Sú þróun virðist ætla að halda áfram samkvæmt þessu en 30.000 grömm á grasi eru í smásölu um 90 milljóna króna virði. Fíkniefnabrot Kannabis Smygl Tollgæslan Tengdar fréttir Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25 Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22 Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Þann 12. desember var grísk kona á fertugsaldri stöðvuð af tollgæslunni í Leifsstöð og við leit í farangri hennar reyndist hún hafa fimmtán kíló meðferðis af maríjúana. Þeim hafði verið pakkað inn í ferðatösku og konan var á leiðinni frá Frankfurt. Tæpri viku síðar lagði lögreglan á Suðurnesjum hald á önnur fimmtán kíló af maríjúana í tösku sem hafði verið skilin eftir í töskusal flugstöðvarinnar. Eigandi þeirrar tösku var horfinn af vettvangi þegar þar að kom en taskan hafði komið með flugi frá Kanada. Fréttastofa skoðaði efnin hjá lögreglunni, eins og má sjá í myndbrotinu hér að neðan: Gríska konan er samkvæmt heimildum fréttastofu í gæsluvarðhaldi fram á miðjan næsta mánuð. Rannsókn lögreglu, sem fer fram í samstarfi við tollgæsluna, beinist meðal annars að því kanna hvort málin tvö tengist. Efnin voru flutt til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Þar er verið að greina þau meðan á rannsókninni stendur og svo er þeim fargað. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekkert lítið magn af grasi og sérstaklega í innflutningi. Það er nánast óheyrt að gras sé flutt til landsins enda er efnið ræktað í töluverðum mæli hér innanlands. Það sætir því sannarlega tíðindum að 30 kíló séu gerð upptæk á svo stuttu tímabili, enda slagar það magn raunar í það sem stundum hefur verið haldlagt á heilu ári hér á Íslandi. 2016 voru þau tæp 44 og 2017 aðeins 34 kíló. Langstærstur hluti þessa hefur verið haldlagður innanlands en árið 2020 voru vissulega um 40 kíló tekin á flugvellinum, og þótti það þá þegar sprenging. Sú þróun virðist ætla að halda áfram samkvæmt þessu en 30.000 grömm á grasi eru í smásölu um 90 milljóna króna virði.
Fíkniefnabrot Kannabis Smygl Tollgæslan Tengdar fréttir Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25 Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22 Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25
Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22
Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00