Fimmfaldur heimsmeistari úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. desember 2021 23:10 Raymond van Barneveld er úr leik á heimsmeistaramótin í pílukasti. Luke Walker/Getty Images Fimmfaldi heimsmeistarinn Raymond van Barneveld, eða Barney, er úr leik á HM í pílu eftir 3-1 tap gegn heimsmeistaranum frá 2018, Rob Cross. Barney hætti í pílukasti árið 2019 en snéri aftur á þessu ári. Mikil eftirvænting var fyrir endurkomu hans, og enn meiri eftirvænting fyrir viðureign hans gegn Rob Cross í 64-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Barney byrjaði af miklum krafti og vann fyrsta settið 3-1 þar sem að hann tók meðal annars út 170, sem er hæsta mögulega útskotið í pílukasti. Eftir fyrsta settið fór hins vegar að halla undan fæti hjá Barney og Cross gekk á lagið. Cross vann annað settið 3-1 og það þriðja sigraði hann með minnsta mun, 3-2. Cross reyndist svo mun sterkari í fjórða setti og sigraði það 3-0 og tryggði sér um leið sæti í 32-manna úrslitum. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝘀𝗲𝗻𝗱𝘀 𝗕𝗮𝗿𝗻𝗲𝘆 𝗼𝘂𝘁!What a game that was, as Rob Cross beats Raymond van Barneveld 3-1 to reach the Third Round. A great recovery after Barney flew to the first set!#WHDarts | Second Round pic.twitter.com/WWS0LS6Myc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Í fyrstu viðureign kvöldsins vann Hollendingurinn Danni Noppert 3-1 sigur gegn Jason Heaver og Gabriel Clemens vann öruggan 3-0 sigur gegn Lewy Williams í annarri viðureign kvöldsins. Í fjórðu og seinustu viðureign kvöldsins mættust Rusty-Jake Rodriguez frá Austurríki og Englendingurinn Chris Dobey. Rusty-Jake er í 91. sæti heimslistans en Dobey siutr í 30. sæti, og því bjuggust flesti við öruggum sigri Englendingsins. Rusty-Jake vann hins vegar nauman 3-2 sigur gegn kasti í fyrsta setti, og slíkt hið sama gerðist í öðru setti. Dobey náði vopnum sínum í þriðja setti og vann það 3-1, fjórða settið vann hann einnig 3-1 og hann kláraði svo leikinn í fimmta setti með, jú, 3-1 sigri. Heimsmeistaramótið í pílukasti fer nú í stutt jólafrí, enda aðfangadagur á morgun. Keppni hefst á ný á mánudaginn, en þá hefjast 32-manna úrslitin. Pílukast Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
Barney hætti í pílukasti árið 2019 en snéri aftur á þessu ári. Mikil eftirvænting var fyrir endurkomu hans, og enn meiri eftirvænting fyrir viðureign hans gegn Rob Cross í 64-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Barney byrjaði af miklum krafti og vann fyrsta settið 3-1 þar sem að hann tók meðal annars út 170, sem er hæsta mögulega útskotið í pílukasti. Eftir fyrsta settið fór hins vegar að halla undan fæti hjá Barney og Cross gekk á lagið. Cross vann annað settið 3-1 og það þriðja sigraði hann með minnsta mun, 3-2. Cross reyndist svo mun sterkari í fjórða setti og sigraði það 3-0 og tryggði sér um leið sæti í 32-manna úrslitum. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝘀𝗲𝗻𝗱𝘀 𝗕𝗮𝗿𝗻𝗲𝘆 𝗼𝘂𝘁!What a game that was, as Rob Cross beats Raymond van Barneveld 3-1 to reach the Third Round. A great recovery after Barney flew to the first set!#WHDarts | Second Round pic.twitter.com/WWS0LS6Myc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Í fyrstu viðureign kvöldsins vann Hollendingurinn Danni Noppert 3-1 sigur gegn Jason Heaver og Gabriel Clemens vann öruggan 3-0 sigur gegn Lewy Williams í annarri viðureign kvöldsins. Í fjórðu og seinustu viðureign kvöldsins mættust Rusty-Jake Rodriguez frá Austurríki og Englendingurinn Chris Dobey. Rusty-Jake er í 91. sæti heimslistans en Dobey siutr í 30. sæti, og því bjuggust flesti við öruggum sigri Englendingsins. Rusty-Jake vann hins vegar nauman 3-2 sigur gegn kasti í fyrsta setti, og slíkt hið sama gerðist í öðru setti. Dobey náði vopnum sínum í þriðja setti og vann það 3-1, fjórða settið vann hann einnig 3-1 og hann kláraði svo leikinn í fimmta setti með, jú, 3-1 sigri. Heimsmeistaramótið í pílukasti fer nú í stutt jólafrí, enda aðfangadagur á morgun. Keppni hefst á ný á mánudaginn, en þá hefjast 32-manna úrslitin.
Pílukast Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira