Raforkuskortur gæti valdið 3,4% meiri losun Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar 21. desember 2021 20:30 Aðilar sem starfa í raforkugeiranum á Íslandi virðast ósammála um hvort raforkuskortur sé til staðar á Íslandi eða ekki. Þannig hefur algengt svar við vangaveltum um raforkuskort verið á þá leið að á Íslandi sé framleitt mest af raforkuorku miðað við höfðatölu í heiminum og að álverin séu einfaldlega að nota of mikið af orku sem nota þarf í annað. Það er rétt að Ísland framleiðir mikið af raforku þegar miðað er við höfðatölu, en Ísland veiðir hins vegar líka mikið af fiski miðað við höfðatölu og við tökum á móti mörgum ferðamönnum miðað við höfðatölu. Ástæðurnar eru fyrst og fremst að hérlendis eru til staðar mikil tækifæri fyrir þessar atvinnugreinar. Hægt er að nýta þá möguleika sem eru til staðar til að framleiða orku á vistvænan hátt, veiða og selja út fisk og veita margvíslega þjónustu til ferðamanna. Sérstaða Íslands á alþjóðavettvangi hvað varðar hreina orku og ásýnd getur nýst samfélaginu til hagsbóta, bæði efnahagslega og umhverfislega. Þegar raforkuframleiðsla Íslands er skoðuð í alþjóðlegu samhengi erum við engir risar í framleiðslu og vandamál flutningskerfisins er greinilegt. Orkumagnið er lítið miðað við stærð landsins, sem þýðir að flytja þarf orkuna um langan veg þegar þörf er á henni á stöðum sem eru fjarri uppruna orkunnar. Álframleiðsla á Íslandi er sú leið sem valin hefur verið til þess að flytja út íslenska raforku, þ.e. kosið hefur verið að breyta raforkunni fyrst í ál áður en hún er seld úr landi. Því hefur verið haldið fram að skynsamlegra væri að nota orkuna frekar innanlands í önnur verkefni eða að flytja hana frá landinu í öðru formi. Það eru góðar og gildar skoðanir og ekkert eitt rétt svar við því hvernig best er að fara með íslenska raforku. Ál mun hins vegar áfram verða framleitt, hvort sem það er gert hérlendis eða annars staðar. Nota þarf ál til dæmis við framleiðslu rafbíla og rafmagnshjóla sem nauðsynleg eru fyrir orkuskipti í samgöngum. Hvort það er raunverulega til hagsbóta fyrir loftslagsmálin að framleiða álið annars staðar en á Íslandi skal ósagt látið. Álverin eru hins vegar flest með samninga til langs tíma um kaup á raforku sem þýðir að sú orka sem fer til þeirra í dag getur ekki farið annað á meðan samningarnir eru í gildi. Raforkan er ekki aðgengileg öllum Staðreynd málsins er sú að margir aðilar sem hafa áhuga á að kaupa raforku í dag geta ekki keypt hana. Vegna slæms vatnsárs er ekki hægt að afhenda fiskimjölsverksmiðjum, sem keypt hafa skerðanlega orku undanfarin ár, þá raforku sem þær hefðu viljað. Fiskimjölsverksmiðjurnar eru sérstakar að því leyti að þær búa við mikla tímabundna orkuþörf og því óeðlilegt út frá hagkvæmnissjónarmiði að raforkukerfið sé sérstaklega byggt upp til að þjóna þeirra þörfum. Hins vegar eru skerðingar til þeirra einkenni raforkukerfis sem er komið að þolmörkum. Ekki er hægt að bæta við auknu álagi í takmarkaðan tíma þar sem að raforkukerfið er keyrt á fullum afköstum nú þegar. Fiskimjölsverksmiðjur færa sig yfir í olíu En hvaða áhrif hefur raforkuskorturinn? Tökum nýlegt dæmi. Í aðsendri grein frá framkvæmdastjóra SFS kemur fram að skerðing á raforku til fiskimjölsverksmiðja hefur í för með sér að brenna þurfi 20-30 þúsund tonnum af olíu til viðbótar. Fyrir flesta hljómar 20-30 þúsund tonn eins og mikið magn olíu en það er gagnlegt að setja það í samhengi: 30 þúsund tonn af olíu er um 20% af allri olíunotkun fiskiskipa árið 2020* 30 þúsund tonn af olíu er um 11,5% af notkun allra bifreiða á Íslandi árið 2020* Ef skoðuð eru gögn fyrir rafbílavæðingu landsins þá kemur fram á vef Samgöngustofu að frá 2010 hafa verið skráðir 10.163 rafbílar og 7.455 tengiltvinnbílar. Með útreikningi og einföldun[1] má áætla hversu mikla olíu þeir hefðu notað ef þeir hefðu allir verið bensínbílar. Þannig kemur í ljós að frá 2010, yfir 11 ára tímabil, hafa 47 milljón lítrar af bensíni sparast, eða um 36 þúsund tonn olíuígildi. Á ofangreindu má því segja að það séu ágætis líkur á að stærstur hluti af þeirri losun sem hefur sparast vegna rafbílavæðingar Íslendinga frá 2010 hverfi á fyrstu mánuðum ársins 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda gæti aukist um 3,4% Bruni á 30 þúsund tonnum af olíu jafngildir losun 97,2 þúsund tonnum CO2 ígilda samkvæmt stuðlum Umhverfisstofnunar. Losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2019 var mæld 2.883 þúsund tonn CO2 ígilda. Losun Íslendinga gæti því aukist um 3,4% árið 2022 miðað við 2019. Ef orkuskipti Íslendinga eigi að skila tilætluðum árangri og stuðla að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 þá verður að vera til staðar raforka til að mæta orkuþörfinni sem er til staðar. Annars er einfaldlega verið að færa olíunotkun milli flokka í bókhaldinu. Höfundur er hagfræðingur hjá EFLU. [1] Gerum ráð fyrir að bifreiðar hefðu verið bensínbílar í stað nýorkubíla. Keyra að meðaltali 12.000 km á ári og eyða 8L/100 km. Gerum einnig ráð fyrir að tengiltvinnbílar keyri 50% af eknum kílómetrum á rafmagni. *Tölur Orkustofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Aðilar sem starfa í raforkugeiranum á Íslandi virðast ósammála um hvort raforkuskortur sé til staðar á Íslandi eða ekki. Þannig hefur algengt svar við vangaveltum um raforkuskort verið á þá leið að á Íslandi sé framleitt mest af raforkuorku miðað við höfðatölu í heiminum og að álverin séu einfaldlega að nota of mikið af orku sem nota þarf í annað. Það er rétt að Ísland framleiðir mikið af raforku þegar miðað er við höfðatölu, en Ísland veiðir hins vegar líka mikið af fiski miðað við höfðatölu og við tökum á móti mörgum ferðamönnum miðað við höfðatölu. Ástæðurnar eru fyrst og fremst að hérlendis eru til staðar mikil tækifæri fyrir þessar atvinnugreinar. Hægt er að nýta þá möguleika sem eru til staðar til að framleiða orku á vistvænan hátt, veiða og selja út fisk og veita margvíslega þjónustu til ferðamanna. Sérstaða Íslands á alþjóðavettvangi hvað varðar hreina orku og ásýnd getur nýst samfélaginu til hagsbóta, bæði efnahagslega og umhverfislega. Þegar raforkuframleiðsla Íslands er skoðuð í alþjóðlegu samhengi erum við engir risar í framleiðslu og vandamál flutningskerfisins er greinilegt. Orkumagnið er lítið miðað við stærð landsins, sem þýðir að flytja þarf orkuna um langan veg þegar þörf er á henni á stöðum sem eru fjarri uppruna orkunnar. Álframleiðsla á Íslandi er sú leið sem valin hefur verið til þess að flytja út íslenska raforku, þ.e. kosið hefur verið að breyta raforkunni fyrst í ál áður en hún er seld úr landi. Því hefur verið haldið fram að skynsamlegra væri að nota orkuna frekar innanlands í önnur verkefni eða að flytja hana frá landinu í öðru formi. Það eru góðar og gildar skoðanir og ekkert eitt rétt svar við því hvernig best er að fara með íslenska raforku. Ál mun hins vegar áfram verða framleitt, hvort sem það er gert hérlendis eða annars staðar. Nota þarf ál til dæmis við framleiðslu rafbíla og rafmagnshjóla sem nauðsynleg eru fyrir orkuskipti í samgöngum. Hvort það er raunverulega til hagsbóta fyrir loftslagsmálin að framleiða álið annars staðar en á Íslandi skal ósagt látið. Álverin eru hins vegar flest með samninga til langs tíma um kaup á raforku sem þýðir að sú orka sem fer til þeirra í dag getur ekki farið annað á meðan samningarnir eru í gildi. Raforkan er ekki aðgengileg öllum Staðreynd málsins er sú að margir aðilar sem hafa áhuga á að kaupa raforku í dag geta ekki keypt hana. Vegna slæms vatnsárs er ekki hægt að afhenda fiskimjölsverksmiðjum, sem keypt hafa skerðanlega orku undanfarin ár, þá raforku sem þær hefðu viljað. Fiskimjölsverksmiðjurnar eru sérstakar að því leyti að þær búa við mikla tímabundna orkuþörf og því óeðlilegt út frá hagkvæmnissjónarmiði að raforkukerfið sé sérstaklega byggt upp til að þjóna þeirra þörfum. Hins vegar eru skerðingar til þeirra einkenni raforkukerfis sem er komið að þolmörkum. Ekki er hægt að bæta við auknu álagi í takmarkaðan tíma þar sem að raforkukerfið er keyrt á fullum afköstum nú þegar. Fiskimjölsverksmiðjur færa sig yfir í olíu En hvaða áhrif hefur raforkuskorturinn? Tökum nýlegt dæmi. Í aðsendri grein frá framkvæmdastjóra SFS kemur fram að skerðing á raforku til fiskimjölsverksmiðja hefur í för með sér að brenna þurfi 20-30 þúsund tonnum af olíu til viðbótar. Fyrir flesta hljómar 20-30 þúsund tonn eins og mikið magn olíu en það er gagnlegt að setja það í samhengi: 30 þúsund tonn af olíu er um 20% af allri olíunotkun fiskiskipa árið 2020* 30 þúsund tonn af olíu er um 11,5% af notkun allra bifreiða á Íslandi árið 2020* Ef skoðuð eru gögn fyrir rafbílavæðingu landsins þá kemur fram á vef Samgöngustofu að frá 2010 hafa verið skráðir 10.163 rafbílar og 7.455 tengiltvinnbílar. Með útreikningi og einföldun[1] má áætla hversu mikla olíu þeir hefðu notað ef þeir hefðu allir verið bensínbílar. Þannig kemur í ljós að frá 2010, yfir 11 ára tímabil, hafa 47 milljón lítrar af bensíni sparast, eða um 36 þúsund tonn olíuígildi. Á ofangreindu má því segja að það séu ágætis líkur á að stærstur hluti af þeirri losun sem hefur sparast vegna rafbílavæðingar Íslendinga frá 2010 hverfi á fyrstu mánuðum ársins 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda gæti aukist um 3,4% Bruni á 30 þúsund tonnum af olíu jafngildir losun 97,2 þúsund tonnum CO2 ígilda samkvæmt stuðlum Umhverfisstofnunar. Losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2019 var mæld 2.883 þúsund tonn CO2 ígilda. Losun Íslendinga gæti því aukist um 3,4% árið 2022 miðað við 2019. Ef orkuskipti Íslendinga eigi að skila tilætluðum árangri og stuðla að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 þá verður að vera til staðar raforka til að mæta orkuþörfinni sem er til staðar. Annars er einfaldlega verið að færa olíunotkun milli flokka í bókhaldinu. Höfundur er hagfræðingur hjá EFLU. [1] Gerum ráð fyrir að bifreiðar hefðu verið bensínbílar í stað nýorkubíla. Keyra að meðaltali 12.000 km á ári og eyða 8L/100 km. Gerum einnig ráð fyrir að tengiltvinnbílar keyri 50% af eknum kílómetrum á rafmagni. *Tölur Orkustofnunar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun