Áform og yfirlýsingar Ísteka um dýravænt blóðmerahald standast ekki! Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. desember 2021 08:01 Framkvæmdastjóri Ísteka birti grein á Vísi nú um helgina, þar sem hann reynir að sannfæra lesendur um, að Ísteka gæti vel að velferð dýranna, og, að blóðmeraiðja fyrirtækisins sé fagleg og dýravæn. Undirritaður hefur skrifað 7 greinar um þá óiðju, sem hann telur blóðmerahald vera, og birt þær í Morgunblaði, Fréttablaði og hér á Vísi síðustu þrjár vikur. Skal fyrst vísað til þessara greina, sem sýna, að áform og yfirlýsingar Ísteka um dýravænt blóðmerahald standast ekki. Jafnvel þó að vilji fyrirtækisins sé til staðar, sem ég efa ekki, enda gróði stórfelldur af þessari starfsemi, er dýravænt blóðmerahald óhugsandi og óframkvæmanlegt. Hér skulu helztu rökin endurtekin, til að auðvelda lesendum skoðun málsins: 1. Blóðmerarnar eru ótamdar, hálfvillt eða alvillt dýr, sem eiga ekki samskipti við menn, nema, þegar þau eru neydd í blóðtöku í 2-3 mánuði á ári. Þær eru því allar varar um sig og fælnar, eru auk þess allar með lítil folöld, sem gerir þær ennþá varkárari og styggari. 2. Það liggur í hlutarins eðli, að það er enginn vegur, að skilja svona ótamda hryssu frá folaldi, leiða hana inn í þröngan blóðtökubás, reyra hana þar niður og festa með slám og reipum og snarrífa svo höfuð upp á við og reyra það þar með hart strengdum reipum, helzt eins og í skrúfustykki, svo blóðtaka geti farið fram, í 15 langar mínútur, í góðu; án þess að dýrið streitist eða berjist á móti, oftast með öllum kröftum, til að reyna að losa sig úr prísundinni og undan ofbeldinu, líka til að komast aftur tilfolaldsins. Fullyrðingar um, að þessi blóðtaka geti farið fram með friði og spekt, í góðu, innan ramma dýravelferðar, þannig, að dýrið vinni með blóðtökumönnum, stenzt ekki; er hrein fásinna!! 3. Líffræðilegrar velferðar dýrsins er heldur alls ekki gætt á fullnægjandi hátt: A. Hryssurnar eru bæði fylfullar og með nýlega fæddu folaldi, eru sem sagt mjólkandi. Þessu fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag fyrir hryssurnar, og bannar regluverk þýzku matvælastofnunarinnar, Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit, blóðtöku af hryssu, þó að hún sé aðeins fylfull, eða aðeins mjólkandi, en íslenzku blóðmerarnar eru hvorutveggja; fylfullar og mjólkandi. Þetta býður auðvitað upp á það, að hryssunum sé stórlega ofboðið, andlega og líkamlega. B. Öll vísindi, sem fyrir liggja, gefa til kynna, að ekki sé æskilegt eða dýravænt, að taka meira en 10% af blóði hryssu, sem þá er í standi til þess, að blóðtaka fari fram, og það ekki oftar en á 30 daga fresti. Þetta er líka ein af reglum þýzku matvæla-stofnunarinnar. Við höfum talið, skv. þeim gögnum, sem við höfum haft aðgang að, að blóðmagn í íslenzkri hryssu sé 35-37 lítrar. Skv. þessu mætti taka mest 3,5 lítra af íslenzkri hryssu, einu sinni í mánuði, ef velferðar hennar væri gætt. Ísteka lætur hins vegar taka 5 lítra af íslenzkum blóðmerum, í einu, og það á 7 daga fresti, alls 8 sinnum, í 2-3 mánuði, haust hvert. Miðað við öll þekkt vísindi og alla þekkta staðla, er hér auðvitað verið að misbjóða dýrunum með stórfelldum hætti, líka líffræðilega. Ísteka hefur stundað blóðtöku af íslenzkum merum í 20 ár, misboðið þeim skv. ofangreindu og haft af því milljarða gróða. Nú er mál að linni. Kæri lesandi, leggðu þitt af mörkum með því að undirrita lista um bann við blóðmerahaldi, þannig, að Alþingismenn komist ekki undan því að samþykkja bann, þegar málið kemur fyrir Alþingi. Auðvitað munu alls kyns hagsmunaaðilar, með Ítseka í fararbroddi, auk blóðmerabænda og annarra, sem hagsmuni eiga, beita öllum sínum samböndum og fjármunum til að koma í veg fyrir bann. Það er því brýnt, að almenningur, gott og dýravænt íslenzkt fólk, þið lesendur góðir, leggist öll með okkur á árarnar um það, að tryggja bann. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra- ,náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ísteka birti grein á Vísi nú um helgina, þar sem hann reynir að sannfæra lesendur um, að Ísteka gæti vel að velferð dýranna, og, að blóðmeraiðja fyrirtækisins sé fagleg og dýravæn. Undirritaður hefur skrifað 7 greinar um þá óiðju, sem hann telur blóðmerahald vera, og birt þær í Morgunblaði, Fréttablaði og hér á Vísi síðustu þrjár vikur. Skal fyrst vísað til þessara greina, sem sýna, að áform og yfirlýsingar Ísteka um dýravænt blóðmerahald standast ekki. Jafnvel þó að vilji fyrirtækisins sé til staðar, sem ég efa ekki, enda gróði stórfelldur af þessari starfsemi, er dýravænt blóðmerahald óhugsandi og óframkvæmanlegt. Hér skulu helztu rökin endurtekin, til að auðvelda lesendum skoðun málsins: 1. Blóðmerarnar eru ótamdar, hálfvillt eða alvillt dýr, sem eiga ekki samskipti við menn, nema, þegar þau eru neydd í blóðtöku í 2-3 mánuði á ári. Þær eru því allar varar um sig og fælnar, eru auk þess allar með lítil folöld, sem gerir þær ennþá varkárari og styggari. 2. Það liggur í hlutarins eðli, að það er enginn vegur, að skilja svona ótamda hryssu frá folaldi, leiða hana inn í þröngan blóðtökubás, reyra hana þar niður og festa með slám og reipum og snarrífa svo höfuð upp á við og reyra það þar með hart strengdum reipum, helzt eins og í skrúfustykki, svo blóðtaka geti farið fram, í 15 langar mínútur, í góðu; án þess að dýrið streitist eða berjist á móti, oftast með öllum kröftum, til að reyna að losa sig úr prísundinni og undan ofbeldinu, líka til að komast aftur tilfolaldsins. Fullyrðingar um, að þessi blóðtaka geti farið fram með friði og spekt, í góðu, innan ramma dýravelferðar, þannig, að dýrið vinni með blóðtökumönnum, stenzt ekki; er hrein fásinna!! 3. Líffræðilegrar velferðar dýrsins er heldur alls ekki gætt á fullnægjandi hátt: A. Hryssurnar eru bæði fylfullar og með nýlega fæddu folaldi, eru sem sagt mjólkandi. Þessu fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag fyrir hryssurnar, og bannar regluverk þýzku matvælastofnunarinnar, Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit, blóðtöku af hryssu, þó að hún sé aðeins fylfull, eða aðeins mjólkandi, en íslenzku blóðmerarnar eru hvorutveggja; fylfullar og mjólkandi. Þetta býður auðvitað upp á það, að hryssunum sé stórlega ofboðið, andlega og líkamlega. B. Öll vísindi, sem fyrir liggja, gefa til kynna, að ekki sé æskilegt eða dýravænt, að taka meira en 10% af blóði hryssu, sem þá er í standi til þess, að blóðtaka fari fram, og það ekki oftar en á 30 daga fresti. Þetta er líka ein af reglum þýzku matvæla-stofnunarinnar. Við höfum talið, skv. þeim gögnum, sem við höfum haft aðgang að, að blóðmagn í íslenzkri hryssu sé 35-37 lítrar. Skv. þessu mætti taka mest 3,5 lítra af íslenzkri hryssu, einu sinni í mánuði, ef velferðar hennar væri gætt. Ísteka lætur hins vegar taka 5 lítra af íslenzkum blóðmerum, í einu, og það á 7 daga fresti, alls 8 sinnum, í 2-3 mánuði, haust hvert. Miðað við öll þekkt vísindi og alla þekkta staðla, er hér auðvitað verið að misbjóða dýrunum með stórfelldum hætti, líka líffræðilega. Ísteka hefur stundað blóðtöku af íslenzkum merum í 20 ár, misboðið þeim skv. ofangreindu og haft af því milljarða gróða. Nú er mál að linni. Kæri lesandi, leggðu þitt af mörkum með því að undirrita lista um bann við blóðmerahaldi, þannig, að Alþingismenn komist ekki undan því að samþykkja bann, þegar málið kemur fyrir Alþingi. Auðvitað munu alls kyns hagsmunaaðilar, með Ítseka í fararbroddi, auk blóðmerabænda og annarra, sem hagsmuni eiga, beita öllum sínum samböndum og fjármunum til að koma í veg fyrir bann. Það er því brýnt, að almenningur, gott og dýravænt íslenzkt fólk, þið lesendur góðir, leggist öll með okkur á árarnar um það, að tryggja bann. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra- ,náttúru- og umhverfisvernd.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun