Kári: Nú eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 09:31 Kári Árnason fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum með félögum sínum í Víkingsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason átti ótrúlegt lokaár á ferli sínum þegar Víkingar urðu Íslands- og bikarmeistarar. Hann og Sölvi Geir Ottesen voru að kveðja æskufélagið sitt og úr varð ævintýri sem seint verður endurtekið. Íslensk knattspyrna 2021 er komin út og þar er meðal annars stórt viðtal við Kára Árnason. Hann ræðir þar meðal annars samskipti sín og Sölva við hina fjölmörgu ungu leikmenn liðsins. „Þegar við sáum að við yrðum í toppbaráttu sögðum við Sölvi: Við klárum þetta. Við drögum þá á eyrunum í gegnum þetta. Mótiverum alla. Við höfðum líka lært aðeins betur hvernig ætti að mótivera strákana. Hætta að skammast í þeim fyrir nýliðamistök og átta okkur á að þeir voru bara 19-20 ára gamlir,“ sagði Kári Árnason í viðtalinu við Víði Sigurðsson. „Það er ótrúlegt hvað þeir voru tilbúnir að hlusta á okkur. Ég talaði mikið um leikstjórnun, Sölvi reyndi að rífa menn áfram og halda þeim við efnið. Ég held að þetta hafi hjálpað og þeir hafi séð að við ættum séns. Núna eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna!,“ sagði Kári. „Þessi árangur verður aldrei nokkurn tíma tekinn af okkur. Nú segi ég við yngri strákana: Ég vona að þið eigið allir frábæran feril, farið út ef þið viljið og við munum hjálpa ykkur eins mikið og við getum. Þeir eru orðnir Víkingar til lífstíðar. Ég er sem yfirmaður knattspyrnumála tilbúinn að hjálpa þeim með sinn feril og taka réttar ákvarðanir, ef þeir kæra sig um þá hjálp. Nú hafa þeir unnið stóru titlana með Víkingi og þeir geta komið í Víking þegar þeir snúa aftur heim,“ sagði Kári í þessu litla broti úr viðtalinu. Það má síðan finna allt viðtalið í Íslensk knattspyrna sem var 41. bókin í bókaflokknum og sú fertugasta sem Víðir skrifar sjálfur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira
Íslensk knattspyrna 2021 er komin út og þar er meðal annars stórt viðtal við Kára Árnason. Hann ræðir þar meðal annars samskipti sín og Sölva við hina fjölmörgu ungu leikmenn liðsins. „Þegar við sáum að við yrðum í toppbaráttu sögðum við Sölvi: Við klárum þetta. Við drögum þá á eyrunum í gegnum þetta. Mótiverum alla. Við höfðum líka lært aðeins betur hvernig ætti að mótivera strákana. Hætta að skammast í þeim fyrir nýliðamistök og átta okkur á að þeir voru bara 19-20 ára gamlir,“ sagði Kári Árnason í viðtalinu við Víði Sigurðsson. „Það er ótrúlegt hvað þeir voru tilbúnir að hlusta á okkur. Ég talaði mikið um leikstjórnun, Sölvi reyndi að rífa menn áfram og halda þeim við efnið. Ég held að þetta hafi hjálpað og þeir hafi séð að við ættum séns. Núna eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna!,“ sagði Kári. „Þessi árangur verður aldrei nokkurn tíma tekinn af okkur. Nú segi ég við yngri strákana: Ég vona að þið eigið allir frábæran feril, farið út ef þið viljið og við munum hjálpa ykkur eins mikið og við getum. Þeir eru orðnir Víkingar til lífstíðar. Ég er sem yfirmaður knattspyrnumála tilbúinn að hjálpa þeim með sinn feril og taka réttar ákvarðanir, ef þeir kæra sig um þá hjálp. Nú hafa þeir unnið stóru titlana með Víkingi og þeir geta komið í Víking þegar þeir snúa aftur heim,“ sagði Kári í þessu litla broti úr viðtalinu. Það má síðan finna allt viðtalið í Íslensk knattspyrna sem var 41. bókin í bókaflokknum og sú fertugasta sem Víðir skrifar sjálfur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira