Clattenburg: Andy Robertson er heppinn að geta gengið eftir tæklingu Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 08:01 Paul Tierney gaf Andrew Robertson rautt spjald í seinni hálfleik en hefði líka átt að lyfta því rauða á Harry Kane í þeim fyrri. AP/Frank Augstein Fyrrum toppdómari í ensku úrvalsdeildinni gagnrýndi dómgæsluna í leik Tottenham og Liverpool um síðustu helgi og þá sérstaklega það að enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane hafi fengið að halda áfram leik eftir sólatæklingu sína á bakvörð Liverpool Andy Robertson. Harry Kane kom fljúgandi inn í tæklinguna með takkana á undan sér og fór beint í Andy Robertson sem hafði tekið boltann. Paul Tierney ákvað að gefa Kane bara gult spjald fyrir brotið við lítinn fögnuð Liverpool manna. Það sem meira er að Varsjáin var sammála því að reka Kane ekki útaf. Ein aðalstæðan væri að Robertson hefði hoppað upp úr tæklingunni. Former Premier League referee Mark Clattenburg has criticised the officiating in Tottenham's draw with Liverpool.He thinks Andy Robertson is "lucky to be walking"... Listen on @BBCSounds.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2021 Robertson sjálfur fékk beint rautt spjald seinna í leiknum eftir að Varsjáin skoðaði brot hans á Emerson Royal. „Ég tel að tæklingin hjá Kane sé verri en sú hjá Robertson,“ sagði Mark Clattenburg í útvarpsviðtali í þættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. „Ég hef áhyggjur eftir að hafa heyrt það að Robertson hefði þurft að vera með fótinn á jörðinni. Ef það hefði verið þá hefði hann ekki gengið um þessi jól,“ sagði Clattenburg. „Ef þú heldur því fram að það séu ekki skýr og greinilega mistök að gefa Kane kki rauða spjaldið þá ertu ekki að sinna þínu starfi rétt,“ sagði Clattenburg. Ég held að við dómararnir séum stundum sekir um að þekkja reglur leiksins betur en við skiljum leikinn sjálfan. VAR má hins vegar ekki klikka á þessu. Dómarar geta misst af því enda hafa þeir aðeins sekúndubrot. Varsjáin hefur öll sjónarhornin og hún sér hvert takkar Kane fóru,“ sagði Clattenburg. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Það nýtt í mínum eyrum að fóturinn (hans Robertson) þurfi að vera á jörðinni. Ef fóturinn er á lofti með takkana á undan þá er þetta glannalegt og hann skutlaði sér í tæklinguna. Í mínum augum þá setti hann andstæðing sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. „Robbo er heppin að geta gengið í dag. Við ættum að skilja betur fótboltamenn og af hverju hann er ekki að fara skilja fótinn sinn eftir á jörðinni í þessari stöðu. Hann vill ekki fótbrotna og setja feril sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. Clattenburg var dómari í ensku úrvalsdeildinni í þrettán ár frá 2004 til 2017. Hann er líka á því að enska úrvalsdeildin eigi að birta samtöl dómara og VAR. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Harry Kane kom fljúgandi inn í tæklinguna með takkana á undan sér og fór beint í Andy Robertson sem hafði tekið boltann. Paul Tierney ákvað að gefa Kane bara gult spjald fyrir brotið við lítinn fögnuð Liverpool manna. Það sem meira er að Varsjáin var sammála því að reka Kane ekki útaf. Ein aðalstæðan væri að Robertson hefði hoppað upp úr tæklingunni. Former Premier League referee Mark Clattenburg has criticised the officiating in Tottenham's draw with Liverpool.He thinks Andy Robertson is "lucky to be walking"... Listen on @BBCSounds.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2021 Robertson sjálfur fékk beint rautt spjald seinna í leiknum eftir að Varsjáin skoðaði brot hans á Emerson Royal. „Ég tel að tæklingin hjá Kane sé verri en sú hjá Robertson,“ sagði Mark Clattenburg í útvarpsviðtali í þættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. „Ég hef áhyggjur eftir að hafa heyrt það að Robertson hefði þurft að vera með fótinn á jörðinni. Ef það hefði verið þá hefði hann ekki gengið um þessi jól,“ sagði Clattenburg. „Ef þú heldur því fram að það séu ekki skýr og greinilega mistök að gefa Kane kki rauða spjaldið þá ertu ekki að sinna þínu starfi rétt,“ sagði Clattenburg. Ég held að við dómararnir séum stundum sekir um að þekkja reglur leiksins betur en við skiljum leikinn sjálfan. VAR má hins vegar ekki klikka á þessu. Dómarar geta misst af því enda hafa þeir aðeins sekúndubrot. Varsjáin hefur öll sjónarhornin og hún sér hvert takkar Kane fóru,“ sagði Clattenburg. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Það nýtt í mínum eyrum að fóturinn (hans Robertson) þurfi að vera á jörðinni. Ef fóturinn er á lofti með takkana á undan þá er þetta glannalegt og hann skutlaði sér í tæklinguna. Í mínum augum þá setti hann andstæðing sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. „Robbo er heppin að geta gengið í dag. Við ættum að skilja betur fótboltamenn og af hverju hann er ekki að fara skilja fótinn sinn eftir á jörðinni í þessari stöðu. Hann vill ekki fótbrotna og setja feril sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. Clattenburg var dómari í ensku úrvalsdeildinni í þrettán ár frá 2004 til 2017. Hann er líka á því að enska úrvalsdeildin eigi að birta samtöl dómara og VAR.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira