Sundfólk ársins úr Hveragerði og Hafnarfirði Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2021 16:30 Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee voru fánaberar Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó. SSÍ Keppendur Íslands í sundi á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar, þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir eru sundfólk ársins hjá SSÍ. Anton er úr sundfélagi Hafnarfjarðar en Snæfríður syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Sundári íslenskra keppenda lauk í dag þegar Jóhanna Elín Guðmundsdóttir varð í 34. sæti í 50 metra skriðsundi, á 25,25 sekúndum, á HM í 25 metra laug í Abú Dabí. Anton og Snæfríður höfðu einnig keppnisrétt á mótinu en kusu að taka ekki þátt að þessu sinni. Við val SSÍ á sundfólki ársins er stuðst við ýmsa þætti en þar á meðal eru alþjóðleg FINA-stig úr bestu grein hvers sundmanns, besti árangur, met og staða á heimslista. Við mat á árangri vegur árangur í 50 metra laug meira en í 25 metra laug (vegur 75%). Í fréttatilkynningu SSÍ er þess getið að bjartsýni ríki fyrir komandi tíð. HM í 50 metra laug fer fram í Japan í maí og EM í 50 metra laug á Ítalíu í ágúst, og ætla má að sundfólk ársins keppi þar fyrir Íslands hönd. Rökstuðning SSÍ fyrir vali sínu í ár má sjá hér að neðan. Sundkona ársins 2021 er Snæfríður Sól Jórunnardóttir Snæfríður Sól er 21 árs gömul og syndir fyrir Álborg í Danmörku. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi á árinu 2021, samkvæmt útgefnum viðmiðum SSÍ. Snæfríður synti á sínum yngri árum í Hveragerði fyrir sundfélagið Hamar, en flutti til Árósa þegar hún var 11 ára gömul. Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Buenos Aires 2018. Snæfríður Sól keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Tokyo í sumar. Snæfríður Sól setti Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Tokyo þegar hún synti á tímanum 2:00,20 í 50m laug og varð í 22. sæti á leikunum. Snæfríður komst í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í Kazan í nóvember og varð í 12. sæti í 200m skriðsundi. Snæfríður er góð fyrirmynd jafnt sem sundkona og íþróttamaður utan laugar. Snæfríður er ung að árum og hún á bjarta framtíð fyrir sér. Næstu mánuði mun hún einbeita sér að því að ná lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið sem halidð verður í Japan í maí 2022. Snæfríður Sól er verðugur fulltrúi sundhreyfingarinnar og hún er vel að viðurkenningunni komin. Við hjá SSÍ óskum Snæfríði innilega til hamingju með að vera valin Sundkona ársins 2021. Sundmaður ársins 2021 er Anton Sveinn McKee Anton Sveinn McKee er 28 ára sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og hann er nú valinn sundmaður ársins fjórða árið í röð. Anton býr í Vestur-Virginíuríki þar sem hann stundar æfingar, en eins og flestir vita var hann eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggði sér A- lágmark fyrir ÓL í Tokyo 2020. Anton Sveinn tók á þessu ári aftur þátt í ISL mótaröðinni með liði Toronto Titans. Mótaröðin fór fram á Ítalíu í ár, en ISL stendur fyrir „The International Swimming League.“ Deildin var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Þar keppa lið skipuð bestu sundmönnum heims. ISL deildin er liðakeppni þar sem 10 lið eigast við og er hvert og eitt skipað 32 sundmönnum. Úr hverju liði synda tveir sundmenn hvora grein. Á mótaröðinni í ár hafnaði Anton Sveinn þrisvar í efstu þremur sætunum og var mjög mikilvægur sundmaður fyrir Toronto Titans. Anton Sveinn keppti á EM25 í Kazan í nóvember, en þar synti hann 200m bringusund og varð í 10. sæti. Í dag er Anton Sveinn er skráður í 13. sæti á heimslistanum í 200m bringusundi í 25m laug. Það eitt og sér er gríðarlega góður árangur, en að auki er hann í 7. sæti á lista yfir hröðustu sundmenn í Evrópu. Anton Sveinn er mjög góð fyrirmynd jafnt sem sundmaður og íþróttamaður utan laugar. Hann hefur sýnt mikla og góða ástundun, en Ólympíuleikarnir í Tókýó voru þeir þriðju sem Anton hefur tekið þátt í. Anton Sveinn hefur mikinn áhuga á að ná að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleika í París 2024. Áður en að þeim leikum kemur er stefnan tekin á HM50 í Japan í maí á næsta ári. Anton hefur verið mjög örlátur við að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungra og upprennandi sundmanna með ýmsum hætti. Hann er afar vel að tilnefningunni kominn og við hjá SSÍ óskum Antoni Sveini til hamingju með að vera valinn Sundmaður ársins 2021. Sund Hveragerði Hafnarfjörður Fréttir ársins 2021 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Anton er úr sundfélagi Hafnarfjarðar en Snæfríður syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Sundári íslenskra keppenda lauk í dag þegar Jóhanna Elín Guðmundsdóttir varð í 34. sæti í 50 metra skriðsundi, á 25,25 sekúndum, á HM í 25 metra laug í Abú Dabí. Anton og Snæfríður höfðu einnig keppnisrétt á mótinu en kusu að taka ekki þátt að þessu sinni. Við val SSÍ á sundfólki ársins er stuðst við ýmsa þætti en þar á meðal eru alþjóðleg FINA-stig úr bestu grein hvers sundmanns, besti árangur, met og staða á heimslista. Við mat á árangri vegur árangur í 50 metra laug meira en í 25 metra laug (vegur 75%). Í fréttatilkynningu SSÍ er þess getið að bjartsýni ríki fyrir komandi tíð. HM í 50 metra laug fer fram í Japan í maí og EM í 50 metra laug á Ítalíu í ágúst, og ætla má að sundfólk ársins keppi þar fyrir Íslands hönd. Rökstuðning SSÍ fyrir vali sínu í ár má sjá hér að neðan. Sundkona ársins 2021 er Snæfríður Sól Jórunnardóttir Snæfríður Sól er 21 árs gömul og syndir fyrir Álborg í Danmörku. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi á árinu 2021, samkvæmt útgefnum viðmiðum SSÍ. Snæfríður synti á sínum yngri árum í Hveragerði fyrir sundfélagið Hamar, en flutti til Árósa þegar hún var 11 ára gömul. Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Buenos Aires 2018. Snæfríður Sól keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Tokyo í sumar. Snæfríður Sól setti Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Tokyo þegar hún synti á tímanum 2:00,20 í 50m laug og varð í 22. sæti á leikunum. Snæfríður komst í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í Kazan í nóvember og varð í 12. sæti í 200m skriðsundi. Snæfríður er góð fyrirmynd jafnt sem sundkona og íþróttamaður utan laugar. Snæfríður er ung að árum og hún á bjarta framtíð fyrir sér. Næstu mánuði mun hún einbeita sér að því að ná lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið sem halidð verður í Japan í maí 2022. Snæfríður Sól er verðugur fulltrúi sundhreyfingarinnar og hún er vel að viðurkenningunni komin. Við hjá SSÍ óskum Snæfríði innilega til hamingju með að vera valin Sundkona ársins 2021. Sundmaður ársins 2021 er Anton Sveinn McKee Anton Sveinn McKee er 28 ára sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og hann er nú valinn sundmaður ársins fjórða árið í röð. Anton býr í Vestur-Virginíuríki þar sem hann stundar æfingar, en eins og flestir vita var hann eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggði sér A- lágmark fyrir ÓL í Tokyo 2020. Anton Sveinn tók á þessu ári aftur þátt í ISL mótaröðinni með liði Toronto Titans. Mótaröðin fór fram á Ítalíu í ár, en ISL stendur fyrir „The International Swimming League.“ Deildin var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Þar keppa lið skipuð bestu sundmönnum heims. ISL deildin er liðakeppni þar sem 10 lið eigast við og er hvert og eitt skipað 32 sundmönnum. Úr hverju liði synda tveir sundmenn hvora grein. Á mótaröðinni í ár hafnaði Anton Sveinn þrisvar í efstu þremur sætunum og var mjög mikilvægur sundmaður fyrir Toronto Titans. Anton Sveinn keppti á EM25 í Kazan í nóvember, en þar synti hann 200m bringusund og varð í 10. sæti. Í dag er Anton Sveinn er skráður í 13. sæti á heimslistanum í 200m bringusundi í 25m laug. Það eitt og sér er gríðarlega góður árangur, en að auki er hann í 7. sæti á lista yfir hröðustu sundmenn í Evrópu. Anton Sveinn er mjög góð fyrirmynd jafnt sem sundmaður og íþróttamaður utan laugar. Hann hefur sýnt mikla og góða ástundun, en Ólympíuleikarnir í Tókýó voru þeir þriðju sem Anton hefur tekið þátt í. Anton Sveinn hefur mikinn áhuga á að ná að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleika í París 2024. Áður en að þeim leikum kemur er stefnan tekin á HM50 í Japan í maí á næsta ári. Anton hefur verið mjög örlátur við að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungra og upprennandi sundmanna með ýmsum hætti. Hann er afar vel að tilnefningunni kominn og við hjá SSÍ óskum Antoni Sveini til hamingju með að vera valinn Sundmaður ársins 2021.
Sundkona ársins 2021 er Snæfríður Sól Jórunnardóttir Snæfríður Sól er 21 árs gömul og syndir fyrir Álborg í Danmörku. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi á árinu 2021, samkvæmt útgefnum viðmiðum SSÍ. Snæfríður synti á sínum yngri árum í Hveragerði fyrir sundfélagið Hamar, en flutti til Árósa þegar hún var 11 ára gömul. Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Buenos Aires 2018. Snæfríður Sól keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Tokyo í sumar. Snæfríður Sól setti Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Tokyo þegar hún synti á tímanum 2:00,20 í 50m laug og varð í 22. sæti á leikunum. Snæfríður komst í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í Kazan í nóvember og varð í 12. sæti í 200m skriðsundi. Snæfríður er góð fyrirmynd jafnt sem sundkona og íþróttamaður utan laugar. Snæfríður er ung að árum og hún á bjarta framtíð fyrir sér. Næstu mánuði mun hún einbeita sér að því að ná lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið sem halidð verður í Japan í maí 2022. Snæfríður Sól er verðugur fulltrúi sundhreyfingarinnar og hún er vel að viðurkenningunni komin. Við hjá SSÍ óskum Snæfríði innilega til hamingju með að vera valin Sundkona ársins 2021.
Sundmaður ársins 2021 er Anton Sveinn McKee Anton Sveinn McKee er 28 ára sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og hann er nú valinn sundmaður ársins fjórða árið í röð. Anton býr í Vestur-Virginíuríki þar sem hann stundar æfingar, en eins og flestir vita var hann eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggði sér A- lágmark fyrir ÓL í Tokyo 2020. Anton Sveinn tók á þessu ári aftur þátt í ISL mótaröðinni með liði Toronto Titans. Mótaröðin fór fram á Ítalíu í ár, en ISL stendur fyrir „The International Swimming League.“ Deildin var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Þar keppa lið skipuð bestu sundmönnum heims. ISL deildin er liðakeppni þar sem 10 lið eigast við og er hvert og eitt skipað 32 sundmönnum. Úr hverju liði synda tveir sundmenn hvora grein. Á mótaröðinni í ár hafnaði Anton Sveinn þrisvar í efstu þremur sætunum og var mjög mikilvægur sundmaður fyrir Toronto Titans. Anton Sveinn keppti á EM25 í Kazan í nóvember, en þar synti hann 200m bringusund og varð í 10. sæti. Í dag er Anton Sveinn er skráður í 13. sæti á heimslistanum í 200m bringusundi í 25m laug. Það eitt og sér er gríðarlega góður árangur, en að auki er hann í 7. sæti á lista yfir hröðustu sundmenn í Evrópu. Anton Sveinn er mjög góð fyrirmynd jafnt sem sundmaður og íþróttamaður utan laugar. Hann hefur sýnt mikla og góða ástundun, en Ólympíuleikarnir í Tókýó voru þeir þriðju sem Anton hefur tekið þátt í. Anton Sveinn hefur mikinn áhuga á að ná að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleika í París 2024. Áður en að þeim leikum kemur er stefnan tekin á HM50 í Japan í maí á næsta ári. Anton hefur verið mjög örlátur við að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungra og upprennandi sundmanna með ýmsum hætti. Hann er afar vel að tilnefningunni kominn og við hjá SSÍ óskum Antoni Sveini til hamingju með að vera valinn Sundmaður ársins 2021.
Sund Hveragerði Hafnarfjörður Fréttir ársins 2021 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira