Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2021 12:29 Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir rekstur spilakassa hér á landi. „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. Rekstur spilakassa hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarin misseri, sérstaklega eftir að spilakössum var lokað tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfar mikillar gagnrýni og umræðu hætti SÁÁ til dæmis þátttöku sinni í rekstri Íslandsspila, sem rekur spilakassa hér á landi. Eftir standa Háskóli Íslands og Landsbjörg sem eigendur Íslandsspila. Spilavíti að finna í miðbæ Reykjavíkur og víðar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir þessa þátttöku Háskóla Íslands í rekstri kassanna og segir fyrirhuguð kaup háskólans á Bændahöllinni, Hótel Sögu, fjármögnuð af spilafíklum. „Háskóli Íslands fjarmagnar húsakaup sín, að nokkru leiti, frá peningum frá Happdrætti Háskóla Íslands, sem að uppistöðu eru spilakassar. Það eru kasínó, eða bara spilavíti, sem er að finna hérna í miðbæ Reykjavíkur og víðar,“ sagði Ögmundur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta eru peningarnir sem munu koma til sögunnar þegar Hótel Saga verður keypt. Okkur er sagt það í fréttum að Háskóli Íslands vilji kaupa Hótel Sögu og nýta undir Menntavísindasvið háskólans. Þar er komin skýring á fyrirsögninni: Spilafíklar kaupa Hótel Sögu.“ Brúttótekjur úr spilakössum Íslandsspila voru árið 2019 um 12,5 milljarðar króna. Hreinar tekjur námu tæpum fjórum milljónum en heildarrekstrargjöldin um tveimur milljónum. Ögmundur segir um helming rekstrargjaldanna fara til útlanda, til dæmis til Las Vegas, til þess að kaupa spilakassana, borga þeim sem eigi kassa hér á landi leigutekjur og svo framvegis. „Ég hef stundum sagt að það séu tvennskonar spilafíklar, annars vegar þeir sem spila í kassana og hins vegar þeir sem eru háðir tekjunum sem þannig koma inn. Það verður alltaf mikil reiði hjá þessum aðilum þegar hreyft er mótmælum við rekstri þessara spilakassa,“ segir Ögmundur. „Þetta eru umtalsverðir peningar og Háskólinn og þeir sem fá sínar tekjur í gegn um Íslandsspil, það er að segja Rauði kross Íslands og hjálparsveitirnar, þær vilja ekki missa af þessum peningum.“ 86 prósent þjóðarinnar vilji loka spilakössum Hann bendir þá á að meirihluti þjóðarinnar vilji að spilakössum verði lokað fyrir fullt, þar sem hún geri sér grein fyrir því hversu bágstaddir þeir eru sem spili í slíkum kössum. „Það er að uppstöðu fólk sem er ekki sjálfrátt gerða sinna. Það hafa rannsóknir ítrekað leitt í ljós. Þessu gerir þjóðin sér mjög vel grein fyrir. Í skoðanakönnun sem framkvæmd var í fyrra þá kemur í ljós að 86 prósent Íslendinga vilja að þessum spilakössum verði lokað,“ segir Ögmundur. „Síðan hafa verið að berast gleðilegar fréttir allar götur frá þessum tíma þar sem rekstraraðilar, ábyrgir aðilar, eru að loka þessum kössum. Ég veit ekki betur en að Olís hafi til dæmis lokað kössunum sínum.“ Fleiri rekstraraðilar hafi sömuleiðis lokað starfseminni að sögn Ögmundar, til dæmis Snælandsvídeó í Kópavogi og Skálinn í Þorlákshöfn. Rekstraraðilar, sem sjálfir hafi haft miklar tekjur af rekstri kassanna. „Það er þetta sem er að gerast alls staðar í þjóðfélaginu, og ég þakka það fyrst og fremst baráttu samtaka Áhugafólks um spilafíkn, sem hafa haldið mjög vel á sínum málum og gjörbreytt umræðunni sem þau hafa staðið fyrir og viðhorfum í samfélaginu,“ segir Ögmundur. 90 starfsmanna HÍ sem svaraði könnun á móti spilakössum Hann bendir þá á að Kristján Jónasson, prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands, standi nú að könnun sem hann hefur lagt fyrir starfsmenn háskólans um viðhorf þeirra til reksturs HÍ á spilakössum. „Á fjórða hundrað manns hafa þegar svarað, starfsmenn Háskóla Íslands, og yfirgnæfandi meirhluti þeirra segir: Við viljum loka þessum kössum.“ Kristján segir í samtali við fréttastofu að hann hafi lagt könnunina fyrir starfsmenn skólans í júní. Könnuninn stendur enn yfir og segist hann ætla að leggja hana aftur fyrir í janúar. Nokkuð erfiðlega hafi reynst að fá starfsmenn háskólans til að svara. Eins og Ögmundur bendi á hafi á fjórða hundrað svarað könnun Kristjáns, sem nemi um 15 til 20 prósentum starfsmanna Háskólans. Hann segir þó að um 90 prósent svarendanna hafi lagst gegn rekstri spilakassa á vegum Háskólans. „Það er auðvitað alveg galið að Háskóli Íslands sé í þessum rekstri,“ segir Kristján. Háskólar Fjárhættuspil Bítið Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Spilakassarnir blekkja Hér eru mikilvægar upplýsingar um spilakassa fyrir fólk sem þá notar: Spilakassar eru hannaðir af sérfræðingum í mannlegri hegðun. Hönnun þeirra miðar að því að nota öll tiltæk ráð til að gera kassana eins ávanabindandi og ómótstæðilega og mannleg þekking á viðfangsefninu gerir okkur kleift. 3. nóvember 2021 14:30 Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20 Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Rekstur spilakassa hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarin misseri, sérstaklega eftir að spilakössum var lokað tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfar mikillar gagnrýni og umræðu hætti SÁÁ til dæmis þátttöku sinni í rekstri Íslandsspila, sem rekur spilakassa hér á landi. Eftir standa Háskóli Íslands og Landsbjörg sem eigendur Íslandsspila. Spilavíti að finna í miðbæ Reykjavíkur og víðar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir þessa þátttöku Háskóla Íslands í rekstri kassanna og segir fyrirhuguð kaup háskólans á Bændahöllinni, Hótel Sögu, fjármögnuð af spilafíklum. „Háskóli Íslands fjarmagnar húsakaup sín, að nokkru leiti, frá peningum frá Happdrætti Háskóla Íslands, sem að uppistöðu eru spilakassar. Það eru kasínó, eða bara spilavíti, sem er að finna hérna í miðbæ Reykjavíkur og víðar,“ sagði Ögmundur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta eru peningarnir sem munu koma til sögunnar þegar Hótel Saga verður keypt. Okkur er sagt það í fréttum að Háskóli Íslands vilji kaupa Hótel Sögu og nýta undir Menntavísindasvið háskólans. Þar er komin skýring á fyrirsögninni: Spilafíklar kaupa Hótel Sögu.“ Brúttótekjur úr spilakössum Íslandsspila voru árið 2019 um 12,5 milljarðar króna. Hreinar tekjur námu tæpum fjórum milljónum en heildarrekstrargjöldin um tveimur milljónum. Ögmundur segir um helming rekstrargjaldanna fara til útlanda, til dæmis til Las Vegas, til þess að kaupa spilakassana, borga þeim sem eigi kassa hér á landi leigutekjur og svo framvegis. „Ég hef stundum sagt að það séu tvennskonar spilafíklar, annars vegar þeir sem spila í kassana og hins vegar þeir sem eru háðir tekjunum sem þannig koma inn. Það verður alltaf mikil reiði hjá þessum aðilum þegar hreyft er mótmælum við rekstri þessara spilakassa,“ segir Ögmundur. „Þetta eru umtalsverðir peningar og Háskólinn og þeir sem fá sínar tekjur í gegn um Íslandsspil, það er að segja Rauði kross Íslands og hjálparsveitirnar, þær vilja ekki missa af þessum peningum.“ 86 prósent þjóðarinnar vilji loka spilakössum Hann bendir þá á að meirihluti þjóðarinnar vilji að spilakössum verði lokað fyrir fullt, þar sem hún geri sér grein fyrir því hversu bágstaddir þeir eru sem spili í slíkum kössum. „Það er að uppstöðu fólk sem er ekki sjálfrátt gerða sinna. Það hafa rannsóknir ítrekað leitt í ljós. Þessu gerir þjóðin sér mjög vel grein fyrir. Í skoðanakönnun sem framkvæmd var í fyrra þá kemur í ljós að 86 prósent Íslendinga vilja að þessum spilakössum verði lokað,“ segir Ögmundur. „Síðan hafa verið að berast gleðilegar fréttir allar götur frá þessum tíma þar sem rekstraraðilar, ábyrgir aðilar, eru að loka þessum kössum. Ég veit ekki betur en að Olís hafi til dæmis lokað kössunum sínum.“ Fleiri rekstraraðilar hafi sömuleiðis lokað starfseminni að sögn Ögmundar, til dæmis Snælandsvídeó í Kópavogi og Skálinn í Þorlákshöfn. Rekstraraðilar, sem sjálfir hafi haft miklar tekjur af rekstri kassanna. „Það er þetta sem er að gerast alls staðar í þjóðfélaginu, og ég þakka það fyrst og fremst baráttu samtaka Áhugafólks um spilafíkn, sem hafa haldið mjög vel á sínum málum og gjörbreytt umræðunni sem þau hafa staðið fyrir og viðhorfum í samfélaginu,“ segir Ögmundur. 90 starfsmanna HÍ sem svaraði könnun á móti spilakössum Hann bendir þá á að Kristján Jónasson, prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands, standi nú að könnun sem hann hefur lagt fyrir starfsmenn háskólans um viðhorf þeirra til reksturs HÍ á spilakössum. „Á fjórða hundrað manns hafa þegar svarað, starfsmenn Háskóla Íslands, og yfirgnæfandi meirhluti þeirra segir: Við viljum loka þessum kössum.“ Kristján segir í samtali við fréttastofu að hann hafi lagt könnunina fyrir starfsmenn skólans í júní. Könnuninn stendur enn yfir og segist hann ætla að leggja hana aftur fyrir í janúar. Nokkuð erfiðlega hafi reynst að fá starfsmenn háskólans til að svara. Eins og Ögmundur bendi á hafi á fjórða hundrað svarað könnun Kristjáns, sem nemi um 15 til 20 prósentum starfsmanna Háskólans. Hann segir þó að um 90 prósent svarendanna hafi lagst gegn rekstri spilakassa á vegum Háskólans. „Það er auðvitað alveg galið að Háskóli Íslands sé í þessum rekstri,“ segir Kristján.
Háskólar Fjárhættuspil Bítið Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Spilakassarnir blekkja Hér eru mikilvægar upplýsingar um spilakassa fyrir fólk sem þá notar: Spilakassar eru hannaðir af sérfræðingum í mannlegri hegðun. Hönnun þeirra miðar að því að nota öll tiltæk ráð til að gera kassana eins ávanabindandi og ómótstæðilega og mannleg þekking á viðfangsefninu gerir okkur kleift. 3. nóvember 2021 14:30 Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20 Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Spilakassarnir blekkja Hér eru mikilvægar upplýsingar um spilakassa fyrir fólk sem þá notar: Spilakassar eru hannaðir af sérfræðingum í mannlegri hegðun. Hönnun þeirra miðar að því að nota öll tiltæk ráð til að gera kassana eins ávanabindandi og ómótstæðilega og mannleg þekking á viðfangsefninu gerir okkur kleift. 3. nóvember 2021 14:30
Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20
Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06