Hildur undrandi en Eyþóri líst vel á leiðtogaprófkjör Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 21:27 Eyþór og Hildur munu að líkindum mætast í prófkjöri um leiðtogasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, að öllu óbreyttu. Sama fyrirkomulag var fyrir fjórum árum. vísir/vilhelm Allt stefnir í að kosið verði um leiðtoga Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningum í vor. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, sem leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, hafa bæði lýst því yfir að þau sækist eftir leiðtogasætinu. Engir fleiri hafa lýst yfir áhuga á leiðtogasætinu enn sem komið er. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, gerir þetta að tillögu sinni í kvöld og mbl.is greinir frá. Notast var við sama fyrirkomulag í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá sóttust Eyþór, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen eftir leiðtogasætinu. Það verður svo í höndum fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins að samþykkja fyrirkomulagið. Verði það samþykkt af ráðinu verður kjörnefnd skipuð til að raða í önnur sæti á listanum, sem er sama fyrirkomulag og var haft í síðustu borgarstjórnarkosningum. Ekkert þeirra sem sóttist eftir leiðtogasætinu árið 2018 og fékk það ekki var skipað á framboðslistann. Furðar sig á niðurstöðu fundarins Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún sé undrandi á niðurstöðu Varðar. „Ég undrast þessa niðurstöðu fundarins, ekki síst eftir kraftmikil prófkjör síðasta vors. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks verður hins vegar kallað saman á nýju ári og tillögur um fyrirkomulag prófkjörs borið undir atkvæði,“ segir Hildur. Hún skorar á Sjálfstæðismenn að greiða atkvæði með almennu prófkjöri, ekki bara leiðtogaprófkjöri. „Það er styrkur okkar Sjálfstæðismanna, langt umfram aðra flokka, að geta blásið til prófkjörs, hvar þúsundir flokksmanna koma saman til að velja fólk á lista. Prófkjörin hafa jafnframt sýnt hve mikil eftirspurn er eftir því að starfa með Sjálfstæðisflokknum,“ segir Hildur. „Við erum stór og við eigum að haga okkur eftir því. Slagkraftinn úr prófkjörinu eigum við svo að nýta inní kraftmiklar kosningar. Það er löngu tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn komist til áhrifa í borginni.“ Sér fram á málefnalega leiðtogabaráttu Eyþór segir í samtali við fréttastofu að hann líti komandi prófkjör björtum augum og hlakki til vorsins. „Það liggur fyrir að verði prófkjör og þetta er þá með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum. Þá var líka leiðtogaprófkjör og fimm sem kepptust um að leiða listann. Það leiðtogaprófkjör fékk góða athygli og ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn er að fá góða athygli núþegar út á þessi mál og ég get trúað því að það verði þá hægt að ræða málefni og stefnu flokksins, ekki bara frambjóðendur þegar kastljósið er á efsta sætinu,“ segir Eyþór. „Ég á von á því að baráttan verði málefnaleg. Við höfum unnið saman í borgarstjórnarhópnum í þrjú ár rúm og erum búin að vinna saman í fjögur ár og þekkjumst vel. Þannig að ég held að baráttan verði málefnaleg, það er það sem þarf, að við ræðum málefnin og stefnuna. Það er það sem kjósendur vilja.“ Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, gerir þetta að tillögu sinni í kvöld og mbl.is greinir frá. Notast var við sama fyrirkomulag í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá sóttust Eyþór, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen eftir leiðtogasætinu. Það verður svo í höndum fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins að samþykkja fyrirkomulagið. Verði það samþykkt af ráðinu verður kjörnefnd skipuð til að raða í önnur sæti á listanum, sem er sama fyrirkomulag og var haft í síðustu borgarstjórnarkosningum. Ekkert þeirra sem sóttist eftir leiðtogasætinu árið 2018 og fékk það ekki var skipað á framboðslistann. Furðar sig á niðurstöðu fundarins Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún sé undrandi á niðurstöðu Varðar. „Ég undrast þessa niðurstöðu fundarins, ekki síst eftir kraftmikil prófkjör síðasta vors. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks verður hins vegar kallað saman á nýju ári og tillögur um fyrirkomulag prófkjörs borið undir atkvæði,“ segir Hildur. Hún skorar á Sjálfstæðismenn að greiða atkvæði með almennu prófkjöri, ekki bara leiðtogaprófkjöri. „Það er styrkur okkar Sjálfstæðismanna, langt umfram aðra flokka, að geta blásið til prófkjörs, hvar þúsundir flokksmanna koma saman til að velja fólk á lista. Prófkjörin hafa jafnframt sýnt hve mikil eftirspurn er eftir því að starfa með Sjálfstæðisflokknum,“ segir Hildur. „Við erum stór og við eigum að haga okkur eftir því. Slagkraftinn úr prófkjörinu eigum við svo að nýta inní kraftmiklar kosningar. Það er löngu tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn komist til áhrifa í borginni.“ Sér fram á málefnalega leiðtogabaráttu Eyþór segir í samtali við fréttastofu að hann líti komandi prófkjör björtum augum og hlakki til vorsins. „Það liggur fyrir að verði prófkjör og þetta er þá með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum. Þá var líka leiðtogaprófkjör og fimm sem kepptust um að leiða listann. Það leiðtogaprófkjör fékk góða athygli og ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn er að fá góða athygli núþegar út á þessi mál og ég get trúað því að það verði þá hægt að ræða málefni og stefnu flokksins, ekki bara frambjóðendur þegar kastljósið er á efsta sætinu,“ segir Eyþór. „Ég á von á því að baráttan verði málefnaleg. Við höfum unnið saman í borgarstjórnarhópnum í þrjú ár rúm og erum búin að vinna saman í fjögur ár og þekkjumst vel. Þannig að ég held að baráttan verði málefnaleg, það er það sem þarf, að við ræðum málefnin og stefnuna. Það er það sem kjósendur vilja.“
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira