Hlaut tveggja ára dóm í Svíþjóð fyrir að ná sér í gult spjald Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2021 13:31 Pawel Cibicki í æfingapeysu Leeds sem á er auglýsing fyrir veðmálasíðu eins og algengt er í enskum fótbolta. Getty Sænski fótboltamaðurinn Pawel Cibicki, fyrrverandi leikmaður Leeds, hlaut í dag tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að ná sér vísvitandi í gult spjald í leik, gegn greiðslu. Cibicki var fundinn sekur um að hafa tekið þátt í veðmálasvindli með því að fá gult spjald í leik í sænsku úrvalsdeildinni. Cibicki fékk andvirði um 4,3 milljóna íslenskra króna sem sannað þótti að hann hefði fengið gegn því að fá gula spjaldið. Þegar skammt var til leiks voru opnaðir 27 nýir veðmálareikningar þar sem veðjað var á að Cibicki fengi spjald. Hann hafði verið sýknaður á lægra dómsstigi í Malmö í maí en þeim dómi var áfrýjað og önnur niðurstaða fékkst í dag. Í maí hlutu tveir menn skilorðsbundinn fangelsisdóm og þurftu að greiða bætur fyrir sinn þátt í málinu, og urðu þeir þá samkvæmt Aftonbladet fyrstir til að hljóta dóm í Svíþjóð fyrir veðmálasvindl. Cibicki var strax í maí úrskurðaður í fjögurra ára bann frá keppnisíþróttum í Svíþjóð og það bann stendur. Cibicki hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og vildi meina að milljónirnar sem hann fékk hefðu verið lán. Hann hefur sagt frá því að hann hafi glímt við spilafíkn frá 18 ára aldri og um tíma íhugað sjálfsvíg. Cibicki, sem er 27 ára, var leikmaður enska félagsins Leeds á árunum 2017-2020 en spilaði lítið fyrir liðið og var lánaður til Molde í Noregi, Elfsborg í Svíþjóð og ADO Den Haag í Hollandi. Síðustu tvö ár hefur hann verið leikmaður Pogon Szczecin í Póllandi. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Cibicki var fundinn sekur um að hafa tekið þátt í veðmálasvindli með því að fá gult spjald í leik í sænsku úrvalsdeildinni. Cibicki fékk andvirði um 4,3 milljóna íslenskra króna sem sannað þótti að hann hefði fengið gegn því að fá gula spjaldið. Þegar skammt var til leiks voru opnaðir 27 nýir veðmálareikningar þar sem veðjað var á að Cibicki fengi spjald. Hann hafði verið sýknaður á lægra dómsstigi í Malmö í maí en þeim dómi var áfrýjað og önnur niðurstaða fékkst í dag. Í maí hlutu tveir menn skilorðsbundinn fangelsisdóm og þurftu að greiða bætur fyrir sinn þátt í málinu, og urðu þeir þá samkvæmt Aftonbladet fyrstir til að hljóta dóm í Svíþjóð fyrir veðmálasvindl. Cibicki var strax í maí úrskurðaður í fjögurra ára bann frá keppnisíþróttum í Svíþjóð og það bann stendur. Cibicki hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og vildi meina að milljónirnar sem hann fékk hefðu verið lán. Hann hefur sagt frá því að hann hafi glímt við spilafíkn frá 18 ára aldri og um tíma íhugað sjálfsvíg. Cibicki, sem er 27 ára, var leikmaður enska félagsins Leeds á árunum 2017-2020 en spilaði lítið fyrir liðið og var lánaður til Molde í Noregi, Elfsborg í Svíþjóð og ADO Den Haag í Hollandi. Síðustu tvö ár hefur hann verið leikmaður Pogon Szczecin í Póllandi.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira