Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2021 10:54 Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, er kominn í leyfi frá störfum á meðan ný stjórn áttar sig á stöðu mála. Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. Innheimtustofnun sveitarfélaga sendi frá sér tilkynningu síðdegis í gær. Þar kom fram að ný stjórn hefði verið skipuð yfir stofnuninni og starfsemi hennar. Stjórnin tók við síðastliðinn mánudag eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Í nýrri stjórn sitja Aldís Hilmarsdóttir formaður sem skipuð er af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, Garðar Jónsson og Þóra Björg Jónsdóttir sem skipuð er af af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Svör við spurningum óviðunandi Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í janúar fyrr á þessu ári af fulltrúum ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bæjarins besta á Ísafirði hefur heimildir fyrir því að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Sé það litið alvarlegum augum og verði rannsakað til fulls. Innheimta meðlög hér á landi Nýja stjórnin ákvað á fyrsta fundi sínum síðasta mánudag að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. „Miðað við þau gögn sem við höfðum náð að kynna okkur töldum við þetta bestu leiðina, að senda tiltekna starfsmenn í leyfi, á meðan við erum rétt að átta okkur á ástandinu og kynna okkur betur gögnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, nýr formaður stjórnarinnar, í samtali við fréttastofu. Aldís Hilmarsdóttir er reynslumikill lögreglumaður og var um tíma yfir fíkniefnarannsóknum á höfuðborgarsvæðinu.Vísir Aðspurð um frétt Bæjarins besta að fram hafi komið í úttekt Ríkisendurskoðunar að þeir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum til fyrirtækis í eigu Braga, tekur Aldís tekur ekki fyrir það. Ekki grunur um lögbrot enn sem komið er „Nú hef ég ekki séð þessa frétt en ég get ekki tjáð mig efnislega um úttekt Ríkisendurskoðunar,“ segir hún. Málið er ekki komið svo langt að grunur leiki á því að stjórnarformennirnir hafi framið lögbrot. „Ef svo væri þá værum við að sjálfsögðu búin að kæra. Við erum bara enn þá að skoða þetta. Ef það kemur í ljós þá munum við vísa því til lögreglu,“ segir hún. Málið er þó eðlilega litið alvarlegum augum. „Við erum bara að henda okkur í þá vinnu að skoða gögnin núna. Þannig það er vonandi sem fyrst að við getum náð að svara þessu,“ segir Aldís. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar. Hvorki náðist í Braga né Jón Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra ef þau berast. Stjórnsýsla Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Innheimtustofnun sveitarfélaga sendi frá sér tilkynningu síðdegis í gær. Þar kom fram að ný stjórn hefði verið skipuð yfir stofnuninni og starfsemi hennar. Stjórnin tók við síðastliðinn mánudag eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Í nýrri stjórn sitja Aldís Hilmarsdóttir formaður sem skipuð er af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, Garðar Jónsson og Þóra Björg Jónsdóttir sem skipuð er af af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Svör við spurningum óviðunandi Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í janúar fyrr á þessu ári af fulltrúum ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bæjarins besta á Ísafirði hefur heimildir fyrir því að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Sé það litið alvarlegum augum og verði rannsakað til fulls. Innheimta meðlög hér á landi Nýja stjórnin ákvað á fyrsta fundi sínum síðasta mánudag að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. „Miðað við þau gögn sem við höfðum náð að kynna okkur töldum við þetta bestu leiðina, að senda tiltekna starfsmenn í leyfi, á meðan við erum rétt að átta okkur á ástandinu og kynna okkur betur gögnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, nýr formaður stjórnarinnar, í samtali við fréttastofu. Aldís Hilmarsdóttir er reynslumikill lögreglumaður og var um tíma yfir fíkniefnarannsóknum á höfuðborgarsvæðinu.Vísir Aðspurð um frétt Bæjarins besta að fram hafi komið í úttekt Ríkisendurskoðunar að þeir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum til fyrirtækis í eigu Braga, tekur Aldís tekur ekki fyrir það. Ekki grunur um lögbrot enn sem komið er „Nú hef ég ekki séð þessa frétt en ég get ekki tjáð mig efnislega um úttekt Ríkisendurskoðunar,“ segir hún. Málið er ekki komið svo langt að grunur leiki á því að stjórnarformennirnir hafi framið lögbrot. „Ef svo væri þá værum við að sjálfsögðu búin að kæra. Við erum bara enn þá að skoða þetta. Ef það kemur í ljós þá munum við vísa því til lögreglu,“ segir hún. Málið er þó eðlilega litið alvarlegum augum. „Við erum bara að henda okkur í þá vinnu að skoða gögnin núna. Þannig það er vonandi sem fyrst að við getum náð að svara þessu,“ segir Aldís. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar. Hvorki náðist í Braga né Jón Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra ef þau berast.
Stjórnsýsla Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira