Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2021 10:54 Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, er kominn í leyfi frá störfum á meðan ný stjórn áttar sig á stöðu mála. Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. Innheimtustofnun sveitarfélaga sendi frá sér tilkynningu síðdegis í gær. Þar kom fram að ný stjórn hefði verið skipuð yfir stofnuninni og starfsemi hennar. Stjórnin tók við síðastliðinn mánudag eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Í nýrri stjórn sitja Aldís Hilmarsdóttir formaður sem skipuð er af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, Garðar Jónsson og Þóra Björg Jónsdóttir sem skipuð er af af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Svör við spurningum óviðunandi Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í janúar fyrr á þessu ári af fulltrúum ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bæjarins besta á Ísafirði hefur heimildir fyrir því að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Sé það litið alvarlegum augum og verði rannsakað til fulls. Innheimta meðlög hér á landi Nýja stjórnin ákvað á fyrsta fundi sínum síðasta mánudag að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. „Miðað við þau gögn sem við höfðum náð að kynna okkur töldum við þetta bestu leiðina, að senda tiltekna starfsmenn í leyfi, á meðan við erum rétt að átta okkur á ástandinu og kynna okkur betur gögnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, nýr formaður stjórnarinnar, í samtali við fréttastofu. Aldís Hilmarsdóttir er reynslumikill lögreglumaður og var um tíma yfir fíkniefnarannsóknum á höfuðborgarsvæðinu.Vísir Aðspurð um frétt Bæjarins besta að fram hafi komið í úttekt Ríkisendurskoðunar að þeir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum til fyrirtækis í eigu Braga, tekur Aldís tekur ekki fyrir það. Ekki grunur um lögbrot enn sem komið er „Nú hef ég ekki séð þessa frétt en ég get ekki tjáð mig efnislega um úttekt Ríkisendurskoðunar,“ segir hún. Málið er ekki komið svo langt að grunur leiki á því að stjórnarformennirnir hafi framið lögbrot. „Ef svo væri þá værum við að sjálfsögðu búin að kæra. Við erum bara enn þá að skoða þetta. Ef það kemur í ljós þá munum við vísa því til lögreglu,“ segir hún. Málið er þó eðlilega litið alvarlegum augum. „Við erum bara að henda okkur í þá vinnu að skoða gögnin núna. Þannig það er vonandi sem fyrst að við getum náð að svara þessu,“ segir Aldís. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar. Hvorki náðist í Braga né Jón Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra ef þau berast. Stjórnsýsla Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Innheimtustofnun sveitarfélaga sendi frá sér tilkynningu síðdegis í gær. Þar kom fram að ný stjórn hefði verið skipuð yfir stofnuninni og starfsemi hennar. Stjórnin tók við síðastliðinn mánudag eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Í nýrri stjórn sitja Aldís Hilmarsdóttir formaður sem skipuð er af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, Garðar Jónsson og Þóra Björg Jónsdóttir sem skipuð er af af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Svör við spurningum óviðunandi Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í janúar fyrr á þessu ári af fulltrúum ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bæjarins besta á Ísafirði hefur heimildir fyrir því að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Sé það litið alvarlegum augum og verði rannsakað til fulls. Innheimta meðlög hér á landi Nýja stjórnin ákvað á fyrsta fundi sínum síðasta mánudag að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. „Miðað við þau gögn sem við höfðum náð að kynna okkur töldum við þetta bestu leiðina, að senda tiltekna starfsmenn í leyfi, á meðan við erum rétt að átta okkur á ástandinu og kynna okkur betur gögnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, nýr formaður stjórnarinnar, í samtali við fréttastofu. Aldís Hilmarsdóttir er reynslumikill lögreglumaður og var um tíma yfir fíkniefnarannsóknum á höfuðborgarsvæðinu.Vísir Aðspurð um frétt Bæjarins besta að fram hafi komið í úttekt Ríkisendurskoðunar að þeir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum til fyrirtækis í eigu Braga, tekur Aldís tekur ekki fyrir það. Ekki grunur um lögbrot enn sem komið er „Nú hef ég ekki séð þessa frétt en ég get ekki tjáð mig efnislega um úttekt Ríkisendurskoðunar,“ segir hún. Málið er ekki komið svo langt að grunur leiki á því að stjórnarformennirnir hafi framið lögbrot. „Ef svo væri þá værum við að sjálfsögðu búin að kæra. Við erum bara enn þá að skoða þetta. Ef það kemur í ljós þá munum við vísa því til lögreglu,“ segir hún. Málið er þó eðlilega litið alvarlegum augum. „Við erum bara að henda okkur í þá vinnu að skoða gögnin núna. Þannig það er vonandi sem fyrst að við getum náð að svara þessu,“ segir Aldís. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar. Hvorki náðist í Braga né Jón Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra ef þau berast.
Stjórnsýsla Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira