Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. desember 2021 19:00 Heiða Eiríksdóttir prófar stólinn sem mun vonandi skila Ljósinu einhverjum tekjum eftir uppboðið. vísir/sigurjón Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. Stóllinn komst í fréttir í síðustu viku fyrir að vera dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Hann er dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum, eftir hönnuðinn Arne Vodder, og var settur á hálfa milljón króna í vefverslun Góða hirðisins. Óhætt er að segja að svo hátt verð á húsgagni í nytjavöruverslun hafi farið fyrir brjóstið á mörgum. Stóra stólamálið - hitamál fyrir mörgum.vísir Missti konuna sína úr krabbameini En fréttir af málinu urðu til þess að fyrrverandi eigandi stólsins gaf sig fram við Góða hirðinn. „Hann vissi alveg að hann væri með verðmæti í höndunum en vildi koma þeim í gott málefni og því kom hann til okkar, stóllinn,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Eftir að eigandinn fannst var ákveðið að leyfa honum að velja málefni sem ágóðinn af sölu stólsins rynni til. „Og þar sem hann missti konuna sína úr krabbameini þá valdi hann Ljósið. Og allur ágóðinn af stólnum mun því renna til Ljóssins,“ segir Ruth. Stóllinn fer því á uppboð klukkan sjö í fyrramálið. Og lágmarksupphæðin er dálítið minni en upphaflega verðið; fyrsta boð er upp á 95 þúsund krónur. „Og það geta þá allir boðið í stólinn. Þetta verður sem sagt sett fram á Góða hirðis síðunni á Facebook. Og fólk gerir þá bara boð í kommentakerfinu.“ Uppboðið verður opið fram til næsta mánudags. Allur ágóði af sölu húsgagna og annarra vara í Góða hirðinum rennur til góðra málefna. vísir/sigurjón Líklega frumlegasta styrktarleiðin Allt er þetta gert í samstarfi við Ljósið sem er eðlilega himinlifandi með útkomuna í stóra stólamálinu. „Við höfðum nú bara séð hann hérna á fjölmiðlum og það ver ekki fyrr en bara núna á dögunum sem að við fréttum af þessu skemmtilega verkefni og tókum því náttúrulega bara fagnandi,“ segir Heiða Eiríksdóttir hjá Ljósinu. Ætli þetta sé ekki með svona frumlegri styrktarleiðum sem þið hafið fengið? „Jú ég man ekki til að við höfum fengið svona styrki hingað til án þess að ég þori að fullyrða það. Það er nú alveg ýmislegt sem að kemur svona skemmtilegt á okkar borð,“ segir Heiða. Reikningsupplýsingar Ljóssins verða einnig birtar við uppboðsfærsluna á morgun og geta þeir sem vilja leggja félaginu lið en hafa ekki áhuga á stólnum því lagt frjáls framlög inn á hann. Reikningurinn er: 0130-26-410420 og kennitala félagsins er: 590406-0740. Verslun Reykjavík Sorpa Tíska og hönnun Hús og heimili Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Stóllinn komst í fréttir í síðustu viku fyrir að vera dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Hann er dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum, eftir hönnuðinn Arne Vodder, og var settur á hálfa milljón króna í vefverslun Góða hirðisins. Óhætt er að segja að svo hátt verð á húsgagni í nytjavöruverslun hafi farið fyrir brjóstið á mörgum. Stóra stólamálið - hitamál fyrir mörgum.vísir Missti konuna sína úr krabbameini En fréttir af málinu urðu til þess að fyrrverandi eigandi stólsins gaf sig fram við Góða hirðinn. „Hann vissi alveg að hann væri með verðmæti í höndunum en vildi koma þeim í gott málefni og því kom hann til okkar, stóllinn,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Eftir að eigandinn fannst var ákveðið að leyfa honum að velja málefni sem ágóðinn af sölu stólsins rynni til. „Og þar sem hann missti konuna sína úr krabbameini þá valdi hann Ljósið. Og allur ágóðinn af stólnum mun því renna til Ljóssins,“ segir Ruth. Stóllinn fer því á uppboð klukkan sjö í fyrramálið. Og lágmarksupphæðin er dálítið minni en upphaflega verðið; fyrsta boð er upp á 95 þúsund krónur. „Og það geta þá allir boðið í stólinn. Þetta verður sem sagt sett fram á Góða hirðis síðunni á Facebook. Og fólk gerir þá bara boð í kommentakerfinu.“ Uppboðið verður opið fram til næsta mánudags. Allur ágóði af sölu húsgagna og annarra vara í Góða hirðinum rennur til góðra málefna. vísir/sigurjón Líklega frumlegasta styrktarleiðin Allt er þetta gert í samstarfi við Ljósið sem er eðlilega himinlifandi með útkomuna í stóra stólamálinu. „Við höfðum nú bara séð hann hérna á fjölmiðlum og það ver ekki fyrr en bara núna á dögunum sem að við fréttum af þessu skemmtilega verkefni og tókum því náttúrulega bara fagnandi,“ segir Heiða Eiríksdóttir hjá Ljósinu. Ætli þetta sé ekki með svona frumlegri styrktarleiðum sem þið hafið fengið? „Jú ég man ekki til að við höfum fengið svona styrki hingað til án þess að ég þori að fullyrða það. Það er nú alveg ýmislegt sem að kemur svona skemmtilegt á okkar borð,“ segir Heiða. Reikningsupplýsingar Ljóssins verða einnig birtar við uppboðsfærsluna á morgun og geta þeir sem vilja leggja félaginu lið en hafa ekki áhuga á stólnum því lagt frjáls framlög inn á hann. Reikningurinn er: 0130-26-410420 og kennitala félagsins er: 590406-0740.
Verslun Reykjavík Sorpa Tíska og hönnun Hús og heimili Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41
Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17