Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. desember 2021 19:00 Heiða Eiríksdóttir prófar stólinn sem mun vonandi skila Ljósinu einhverjum tekjum eftir uppboðið. vísir/sigurjón Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. Stóllinn komst í fréttir í síðustu viku fyrir að vera dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Hann er dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum, eftir hönnuðinn Arne Vodder, og var settur á hálfa milljón króna í vefverslun Góða hirðisins. Óhætt er að segja að svo hátt verð á húsgagni í nytjavöruverslun hafi farið fyrir brjóstið á mörgum. Stóra stólamálið - hitamál fyrir mörgum.vísir Missti konuna sína úr krabbameini En fréttir af málinu urðu til þess að fyrrverandi eigandi stólsins gaf sig fram við Góða hirðinn. „Hann vissi alveg að hann væri með verðmæti í höndunum en vildi koma þeim í gott málefni og því kom hann til okkar, stóllinn,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Eftir að eigandinn fannst var ákveðið að leyfa honum að velja málefni sem ágóðinn af sölu stólsins rynni til. „Og þar sem hann missti konuna sína úr krabbameini þá valdi hann Ljósið. Og allur ágóðinn af stólnum mun því renna til Ljóssins,“ segir Ruth. Stóllinn fer því á uppboð klukkan sjö í fyrramálið. Og lágmarksupphæðin er dálítið minni en upphaflega verðið; fyrsta boð er upp á 95 þúsund krónur. „Og það geta þá allir boðið í stólinn. Þetta verður sem sagt sett fram á Góða hirðis síðunni á Facebook. Og fólk gerir þá bara boð í kommentakerfinu.“ Uppboðið verður opið fram til næsta mánudags. Allur ágóði af sölu húsgagna og annarra vara í Góða hirðinum rennur til góðra málefna. vísir/sigurjón Líklega frumlegasta styrktarleiðin Allt er þetta gert í samstarfi við Ljósið sem er eðlilega himinlifandi með útkomuna í stóra stólamálinu. „Við höfðum nú bara séð hann hérna á fjölmiðlum og það ver ekki fyrr en bara núna á dögunum sem að við fréttum af þessu skemmtilega verkefni og tókum því náttúrulega bara fagnandi,“ segir Heiða Eiríksdóttir hjá Ljósinu. Ætli þetta sé ekki með svona frumlegri styrktarleiðum sem þið hafið fengið? „Jú ég man ekki til að við höfum fengið svona styrki hingað til án þess að ég þori að fullyrða það. Það er nú alveg ýmislegt sem að kemur svona skemmtilegt á okkar borð,“ segir Heiða. Reikningsupplýsingar Ljóssins verða einnig birtar við uppboðsfærsluna á morgun og geta þeir sem vilja leggja félaginu lið en hafa ekki áhuga á stólnum því lagt frjáls framlög inn á hann. Reikningurinn er: 0130-26-410420 og kennitala félagsins er: 590406-0740. Verslun Reykjavík Sorpa Tíska og hönnun Hús og heimili Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Stóllinn komst í fréttir í síðustu viku fyrir að vera dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Hann er dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum, eftir hönnuðinn Arne Vodder, og var settur á hálfa milljón króna í vefverslun Góða hirðisins. Óhætt er að segja að svo hátt verð á húsgagni í nytjavöruverslun hafi farið fyrir brjóstið á mörgum. Stóra stólamálið - hitamál fyrir mörgum.vísir Missti konuna sína úr krabbameini En fréttir af málinu urðu til þess að fyrrverandi eigandi stólsins gaf sig fram við Góða hirðinn. „Hann vissi alveg að hann væri með verðmæti í höndunum en vildi koma þeim í gott málefni og því kom hann til okkar, stóllinn,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Eftir að eigandinn fannst var ákveðið að leyfa honum að velja málefni sem ágóðinn af sölu stólsins rynni til. „Og þar sem hann missti konuna sína úr krabbameini þá valdi hann Ljósið. Og allur ágóðinn af stólnum mun því renna til Ljóssins,“ segir Ruth. Stóllinn fer því á uppboð klukkan sjö í fyrramálið. Og lágmarksupphæðin er dálítið minni en upphaflega verðið; fyrsta boð er upp á 95 þúsund krónur. „Og það geta þá allir boðið í stólinn. Þetta verður sem sagt sett fram á Góða hirðis síðunni á Facebook. Og fólk gerir þá bara boð í kommentakerfinu.“ Uppboðið verður opið fram til næsta mánudags. Allur ágóði af sölu húsgagna og annarra vara í Góða hirðinum rennur til góðra málefna. vísir/sigurjón Líklega frumlegasta styrktarleiðin Allt er þetta gert í samstarfi við Ljósið sem er eðlilega himinlifandi með útkomuna í stóra stólamálinu. „Við höfðum nú bara séð hann hérna á fjölmiðlum og það ver ekki fyrr en bara núna á dögunum sem að við fréttum af þessu skemmtilega verkefni og tókum því náttúrulega bara fagnandi,“ segir Heiða Eiríksdóttir hjá Ljósinu. Ætli þetta sé ekki með svona frumlegri styrktarleiðum sem þið hafið fengið? „Jú ég man ekki til að við höfum fengið svona styrki hingað til án þess að ég þori að fullyrða það. Það er nú alveg ýmislegt sem að kemur svona skemmtilegt á okkar borð,“ segir Heiða. Reikningsupplýsingar Ljóssins verða einnig birtar við uppboðsfærsluna á morgun og geta þeir sem vilja leggja félaginu lið en hafa ekki áhuga á stólnum því lagt frjáls framlög inn á hann. Reikningurinn er: 0130-26-410420 og kennitala félagsins er: 590406-0740.
Verslun Reykjavík Sorpa Tíska og hönnun Hús og heimili Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41
Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17