Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2021 14:00 Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. Það kemur þess vegna á óvart að heyra af fyrirætlunum stærstu samtaka hestamanna; Landssambands hestamanna (LH), fyrir næsta sumar. Ekki er hægt að segja að þær fyrirætlanir samræmist þeirri vegferð sem hestasamfélagið hefur verið á varðandi aukna velferð hesta. 280 km á fjórum dögum LH stefnir á að standa fyrir þolreiðarkeppni um suðurhálendið þar sem leggja á mun harðar að hestum en venjulegt er, í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landsteinana. Keppnin ber yfirskriftina Survive Iceland og er markhópurinn erlendir knapar. Þolreiðakeppnir erlendis hafa verið umdeildar út frá sjónarmiði velferðar vegna þess hversu langar vegalengdir hestar eru látnir bera knapa, í þágu ævintýramennsku keppenda. Forsendur Survive Iceland eru að keppendur fari ríðandi um 280 km leið á fjórum dögum. Dagleiðin verður því um 60-70 km. Hver keppandi mun fá þrjá þjálfaða hesta til afnota og notar tvo hesta á dag til reiðar með reglulegum áningum. Vegið gróflega að velferð hesta Í Survive Iceland verður því gert ráð fyrir að keppendur ríði einum hesti um 30-35 km á dag. Þetta er gríðarlega löng vegalengd fyrir hest að bera knapa á einum degi. Þar að auki er um að ræða keppni í tíma og því munu keppendur fara röskt áfram í þeim tilgangi að sigra. Sá hestur sem ekki verður notaður yfir daginn verður ekið á milli staða. Hestarnir fá einn frídag í keppninni, þ.e. tveir þeirra notaðir til reiðar í þrjá daga og einn í tvo daga. Í hestaferðum hérlendis er yfirleitt er miðað við 7-14 km dagleið á hest í reið. Þetta er hefð sem hefur myndast út frá sanngirni gagnvart hestum, enda mikið álag fyrir stoðkerfi þeirra að bera um 1/3 líkamsþyngdar sinnar í lengri tíma. Í lengri ferðum hafa menn að auki fleiri hesta til reiðar, en hestar sem ekki eru notaðir hlaupa þá yfirleitt með. Í hefðbundnum hestaferðum er venjulega farið um 30-40 km leið yfir daginn og skipt reglulega um reiðskjóta. Í þessum ferðum er ætlunin að njóta náttúru Íslands með hestunum og hraði ferðarinnar í samræmi við það, séu menn að huga vel að hestum sínum. Um verður að ræða illa meðferð á hestum Dýralæknir mun meta hestana eftir hvern legg í Survive Iceland, taka púls og skoða líkamlegt ástand. Hinsvegar getur dýralæknir ekki metið líðan hestanna eða áhrifin á stoðkerfi þeirra að bera knapa svo lengi. Vert er að taka fram að erlendar rannsóknir hafa sýnt að hestar þurfi líklega um 2-3 daga hvíld til að endurhlaða orkubirgðir vöðvanna eftir mikið líkamlegt álag. Við megum ekki gleyma því að íslenski hesturinn er einn harðgerðasti hestur heims, sem þýðir að hann harkar meira af sér en önnur hestakyn myndu gera í sömu aðstæðum. Það þýðir hinsvegar ekki að við eigum að ofbjóða honum. Að ætlast til þess að láta hesta bera knapa svona langa dagleið er ekkert annað en pynting og ill meðferð á hestum. Þess má geta að LH framkvæmdi sambærilega prufukeppni síðastliðið sumar þar sem hestar frá hestaleigufyrirtækjum voru látnir fara þessar dagleiðir með knapa. Áskorun til LH og ÍSÍ Það er sannarlega undarlegt að stærstu samtök hestamanna ætli sér að standa fyrir svona meðferð á hestum í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landið. Það er alvarlegt mál að samtökin ætli sér í þessari kynningarherferð á íslenska hestinum að vega svo gróflega að velferð hans. Samtökin munu einnig með þessu setja fordæmi fyrir hestamenn í landinu og fara af þeirri leið sem hestasamfélagið hefur verið á hvað varðar aukna velferð hesta. LH er er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Hér með er skorað á LH að breyta áformum sínum um lengd dagleiða á hest í þolreiðakeppninni Survive Iceland, þannig að ekki sé lagt meira á hesta en hefðbundið er í ferðum hér á landi og hestum sé ekki ofboðið. Sömuleiðis er skorað á ÍSÍ að ganga á eftir því að LH stuðli að velferð hesta í sínu starfi í hvívetna og komi í veg fyrir þessa meðferð alfarið. Höfundur er hestafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. Það kemur þess vegna á óvart að heyra af fyrirætlunum stærstu samtaka hestamanna; Landssambands hestamanna (LH), fyrir næsta sumar. Ekki er hægt að segja að þær fyrirætlanir samræmist þeirri vegferð sem hestasamfélagið hefur verið á varðandi aukna velferð hesta. 280 km á fjórum dögum LH stefnir á að standa fyrir þolreiðarkeppni um suðurhálendið þar sem leggja á mun harðar að hestum en venjulegt er, í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landsteinana. Keppnin ber yfirskriftina Survive Iceland og er markhópurinn erlendir knapar. Þolreiðakeppnir erlendis hafa verið umdeildar út frá sjónarmiði velferðar vegna þess hversu langar vegalengdir hestar eru látnir bera knapa, í þágu ævintýramennsku keppenda. Forsendur Survive Iceland eru að keppendur fari ríðandi um 280 km leið á fjórum dögum. Dagleiðin verður því um 60-70 km. Hver keppandi mun fá þrjá þjálfaða hesta til afnota og notar tvo hesta á dag til reiðar með reglulegum áningum. Vegið gróflega að velferð hesta Í Survive Iceland verður því gert ráð fyrir að keppendur ríði einum hesti um 30-35 km á dag. Þetta er gríðarlega löng vegalengd fyrir hest að bera knapa á einum degi. Þar að auki er um að ræða keppni í tíma og því munu keppendur fara röskt áfram í þeim tilgangi að sigra. Sá hestur sem ekki verður notaður yfir daginn verður ekið á milli staða. Hestarnir fá einn frídag í keppninni, þ.e. tveir þeirra notaðir til reiðar í þrjá daga og einn í tvo daga. Í hestaferðum hérlendis er yfirleitt er miðað við 7-14 km dagleið á hest í reið. Þetta er hefð sem hefur myndast út frá sanngirni gagnvart hestum, enda mikið álag fyrir stoðkerfi þeirra að bera um 1/3 líkamsþyngdar sinnar í lengri tíma. Í lengri ferðum hafa menn að auki fleiri hesta til reiðar, en hestar sem ekki eru notaðir hlaupa þá yfirleitt með. Í hefðbundnum hestaferðum er venjulega farið um 30-40 km leið yfir daginn og skipt reglulega um reiðskjóta. Í þessum ferðum er ætlunin að njóta náttúru Íslands með hestunum og hraði ferðarinnar í samræmi við það, séu menn að huga vel að hestum sínum. Um verður að ræða illa meðferð á hestum Dýralæknir mun meta hestana eftir hvern legg í Survive Iceland, taka púls og skoða líkamlegt ástand. Hinsvegar getur dýralæknir ekki metið líðan hestanna eða áhrifin á stoðkerfi þeirra að bera knapa svo lengi. Vert er að taka fram að erlendar rannsóknir hafa sýnt að hestar þurfi líklega um 2-3 daga hvíld til að endurhlaða orkubirgðir vöðvanna eftir mikið líkamlegt álag. Við megum ekki gleyma því að íslenski hesturinn er einn harðgerðasti hestur heims, sem þýðir að hann harkar meira af sér en önnur hestakyn myndu gera í sömu aðstæðum. Það þýðir hinsvegar ekki að við eigum að ofbjóða honum. Að ætlast til þess að láta hesta bera knapa svona langa dagleið er ekkert annað en pynting og ill meðferð á hestum. Þess má geta að LH framkvæmdi sambærilega prufukeppni síðastliðið sumar þar sem hestar frá hestaleigufyrirtækjum voru látnir fara þessar dagleiðir með knapa. Áskorun til LH og ÍSÍ Það er sannarlega undarlegt að stærstu samtök hestamanna ætli sér að standa fyrir svona meðferð á hestum í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landið. Það er alvarlegt mál að samtökin ætli sér í þessari kynningarherferð á íslenska hestinum að vega svo gróflega að velferð hans. Samtökin munu einnig með þessu setja fordæmi fyrir hestamenn í landinu og fara af þeirri leið sem hestasamfélagið hefur verið á hvað varðar aukna velferð hesta. LH er er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Hér með er skorað á LH að breyta áformum sínum um lengd dagleiða á hest í þolreiðakeppninni Survive Iceland, þannig að ekki sé lagt meira á hesta en hefðbundið er í ferðum hér á landi og hestum sé ekki ofboðið. Sömuleiðis er skorað á ÍSÍ að ganga á eftir því að LH stuðli að velferð hesta í sínu starfi í hvívetna og komi í veg fyrir þessa meðferð alfarið. Höfundur er hestafræðingur.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun