Lewis Hamilton sleginn til riddara á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 12:01 Lewis Hamilton var svo nálægt því að vinna sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð og þann áttunda á ferlinum. Getty/Bryn Lennon Þetta var ekki góður sunnudagur fyrir breska ökukappann Lewis Hamilton en þetta ætti að vera aftur á móti góður miðvikudagur fyrir hann. Hamilton verður nefnilega sleginn til riddara í Windsor kastalanum á morgun. Hann verður þá fjórði formúlukappinn til að fá slíka heiður í Bretlandi en hinir eru Sir Jackie Stewart, Sir Stirling Moss og Sir Jack Brabham. Lewis Hamilton will be knighted this Wednesday at Windsor Castle for his services to motorsports pic.twitter.com/8G4IQYC0Vk— Bleacher Report (@BleacherReport) December 13, 2021 Hamilton hefði slegið tvö met Michael Schumacher hefði hann náð að halda forystunni í lokakappakstrinum í Abú Dabí um helgina en missti Max Verstappen fram úr sér í lokahringum á umdeildan hátt. Með því náði Verstappen að vinna sinn fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn. Þetta hefði annars orðið áttundi heimsmeistaratitilinn og sá sjötti í röð hjá Hamilton. Schumacher vann sjö heimsmeistaratitla á sínum tíma þar af fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Það hefði verið risastórt og sögulegt fyrir Lewis Hamilton að vinna um helgina og svekkelsið var skiljanlega mikið. Hann fékk hins vegar mikið hrós frá öllum fyrir framkomu sína í viðtölum þar sem hann sýndi stillingu og kurteisi og talaði vel um nýja heimsmeistarann. Lewis Hamilton hafði áður fengið MBE orðuna en hana fékk hann eftir fyrsta heimsmeistaratitil sinn árið 2009. Síðan hefur hann bætt við sex heimsmeistaratitlum. Eftir miðvikudaginn verður hann orðinn Sir Lewis Hamilton. Thinking about how well Lewis Hamilton dealt with everything yesterday. Drove superbly. Composed in his interviews. Gracious in defeat. Celebrated with Max on the podium.Showed why he's a true champion pic.twitter.com/RmcRs1kgJd— ESPN F1 (@ESPNF1) December 13, 2021 Formúla Bretland Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton verður nefnilega sleginn til riddara í Windsor kastalanum á morgun. Hann verður þá fjórði formúlukappinn til að fá slíka heiður í Bretlandi en hinir eru Sir Jackie Stewart, Sir Stirling Moss og Sir Jack Brabham. Lewis Hamilton will be knighted this Wednesday at Windsor Castle for his services to motorsports pic.twitter.com/8G4IQYC0Vk— Bleacher Report (@BleacherReport) December 13, 2021 Hamilton hefði slegið tvö met Michael Schumacher hefði hann náð að halda forystunni í lokakappakstrinum í Abú Dabí um helgina en missti Max Verstappen fram úr sér í lokahringum á umdeildan hátt. Með því náði Verstappen að vinna sinn fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn. Þetta hefði annars orðið áttundi heimsmeistaratitilinn og sá sjötti í röð hjá Hamilton. Schumacher vann sjö heimsmeistaratitla á sínum tíma þar af fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Það hefði verið risastórt og sögulegt fyrir Lewis Hamilton að vinna um helgina og svekkelsið var skiljanlega mikið. Hann fékk hins vegar mikið hrós frá öllum fyrir framkomu sína í viðtölum þar sem hann sýndi stillingu og kurteisi og talaði vel um nýja heimsmeistarann. Lewis Hamilton hafði áður fengið MBE orðuna en hana fékk hann eftir fyrsta heimsmeistaratitil sinn árið 2009. Síðan hefur hann bætt við sex heimsmeistaratitlum. Eftir miðvikudaginn verður hann orðinn Sir Lewis Hamilton. Thinking about how well Lewis Hamilton dealt with everything yesterday. Drove superbly. Composed in his interviews. Gracious in defeat. Celebrated with Max on the podium.Showed why he's a true champion pic.twitter.com/RmcRs1kgJd— ESPN F1 (@ESPNF1) December 13, 2021
Formúla Bretland Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira