Væri glapræði að létta á sóttvarnaaðgerðum núna Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2021 08:29 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að faglegar forsendur gætu verið fyrir því að þríbólusettir fái að sleppa við hraðpróf. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um allt slíkt. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það væri glapræði að slaka á sóttvarnakröfum á þessari stundu. Hann segir þó heldur ekki rétt að herða á reglum. „Við erum að mjakast hægt og rólega niður. Þetta er í jafnvægi en það má ekki mikið út af bregða til að við fáum „góða“ hópsýkingu og þá færi þetta allt upp. Við vonumst auðvitað til að þetta fari niður. Við þurfum ná þessu niður í svona fimmtíu til sextíu [smit á dag] til að geta létt þrýstingnum verulega á kerfinu og spítalakerfinu sérstaklega.“ Þetta kom fram í máli Þórólfs í spjalli hans við umsjónarmenn Bítisins á Bylgunni í morgun. Hann segir stöðuna vera svipaða nú og var fyrir helgi. „Mjakast hægt og bítandi niður. Þetta voru að meðaltali hundrað á dag um helgina sýnist mér. Það á eftir að gera þetta betur upp.“ Faglegar forsendur Sóttvarnalæknir ræddi einnig að það gætu verið komnar faglegar forsendur fyrir því að þríbólusettir fái að sleppa við hraðpróf sem nú séu nauðsynleg að fara í til að sækja fjölmenna viðburði. „Ég er þó ekkert að leggja það sérstaklega til. Ég er bara benda á ákveðna faglega þætti í þessu og síðan er það stjórnvalda að taka ákvörðun um hvort það verði gert eða ekki. Ég á ekki von á að ég leggi það beinhart til en ég get bent þeim á það og faglegu rökin fyrir því.“ Þrjátíu ómíkrontilfelli Sóttvarnalæknir segir að upp séu komin um þrjátíu ómíkrontilfelli hér landi sem hafa fengist staðfest með raðgreiningu. „Þetta tengist landamærum og fyrri smitum þannig að það má búast við að við fáum einhverja aukningu hér innanlands eins og aðrir reyndar. En vel að merkja hafa aðrir ekki verið með aðgerðir, sýnatöku á landamærunum, til þessa sem nær stórum hluta frá. En það er alltaf eitthvað sem fer í gegn, við vitum það, og við eigum eftir að fá fleiri slík tilfelli.“ Hann segir flestir vera sammála um það að þetta nýja afbrigði, ómíkron, sé svolítið smitandi, meira heldur en deltaafbrigðið. „Varðandi einkennin þá eru ekki komin fram ennþá einhver alvarleg einkenni, en það á bara eftir að koma betur í ljós. Menn geta sáralítið fullyrt endanlega um það þar sem þetta er byrja. Segjum sem svo að það sé bara eitt prósent af þeim sem veikjast sem fá alvarleg einkenni, þá tekur smá tíma að sjá það. Við erum núna með tvö prósent af deltaafbrigðinu sem þarf að leggjast inn á spítala, í svona bólusettu samfélagi eins og okkar. Ef ómíkronafbrigðið veldur kannski alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum hjá þó það væri kannski ekki nema hjá hálfu prósenti af þeim sem að veikjast, útbreiðslan yrði kannski tvisvar sinnum, þrisvar sinnum meiri en hjá delta, þá erum við bara nokkurn veginn í sömu sporum. Við þurfum aðeins að sjá betur og menn eru að fullyrða ýmislegt. Ég veit ekki heldur hversu rétt er haft eftir mönnum í fyrsta lagi og svo held ég að menn þurfi að passa sig að taka ekki of stórt upp í sig í byrjun.“ Hvatning til að fara í bólusetningu Þórólfur segir rannsóknir frá Bretlandi bendi til að tvær sprautur virki ekki mjög vel gegn ómíkronafbrigðinu, en að örvunarsbólusetningin virki mjög vel. Þó sé von sé á frekari rannsóknum. „Þetta ætti samt að vera hvatning fyrir okkur að fara í bólusetningu og þiggja örvunarskammtinn sem virkar þá mjög vel gegn delta og líka, að því er virðist, gegn ómíkron. Við höfum heldur ekki upp á neitt annað að bjóða.“ Einhver hundruð greinst í hraðprófum Þórólfur segir að nokkur fjöldi hafi greinst einkennalaus með Covid-19 eftir að hafa farið í hraðpróf. „Jújú, það hefur komið upp. Það eru einhver hundruð sem hafa greinst þannig. Ég er ekki með nákvæma tölu yfir það enda erum við bara bara með upplýsingar um þá sem greinast jákvæðir í hraðprófum og fara svo í PCR-staðfestingarpróf. Við erum ekki með aðrar upplýsingar. Það eru einhver hundruð sem eru þar undir.“ Ekki farinn að sjá fyrir endann á faraldrinum Aðspurður um hvort hann sé farinn að sjá fyrir endann á þessu faraldri segir Þórólfur: „Ekki fullkomlega. Ég geri það ekki. Jújú, það eru allir þreyttir á þessu. Það er ósköp eðlilegt. Maður verður að spyrja sig: Hvað annað er í stöðunni? Hvaða möguleikar eru í stöðunni? Þó maður sé þreyttur þá er ekki nóg að hætta bara öllu. Þá fær maður bara eitthvað annað verra yfir sig. Við erum bara í nokkuð góðum málum hér myndi ég segja. Við erum að ná kúrfunni hægt niður, hún er á fljúgandi ferð upp í nálægum löndum og menn eru með álíka harðar aðgerðir, eða harðari aðgerðir en við. Og spítalarnir í nálægum löndum eru í vandræðum, miklu meiri en við á mörgum stöðum. Ef við viljum vera að bera okkur saman við aðra held ég að við getum nokkuð vel við unað. Það ætti að vera okkar markmið að halda þessu á þessum nótum og reyna að ná kúrfunni aðeins meira niður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46 121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
„Við erum að mjakast hægt og rólega niður. Þetta er í jafnvægi en það má ekki mikið út af bregða til að við fáum „góða“ hópsýkingu og þá færi þetta allt upp. Við vonumst auðvitað til að þetta fari niður. Við þurfum ná þessu niður í svona fimmtíu til sextíu [smit á dag] til að geta létt þrýstingnum verulega á kerfinu og spítalakerfinu sérstaklega.“ Þetta kom fram í máli Þórólfs í spjalli hans við umsjónarmenn Bítisins á Bylgunni í morgun. Hann segir stöðuna vera svipaða nú og var fyrir helgi. „Mjakast hægt og bítandi niður. Þetta voru að meðaltali hundrað á dag um helgina sýnist mér. Það á eftir að gera þetta betur upp.“ Faglegar forsendur Sóttvarnalæknir ræddi einnig að það gætu verið komnar faglegar forsendur fyrir því að þríbólusettir fái að sleppa við hraðpróf sem nú séu nauðsynleg að fara í til að sækja fjölmenna viðburði. „Ég er þó ekkert að leggja það sérstaklega til. Ég er bara benda á ákveðna faglega þætti í þessu og síðan er það stjórnvalda að taka ákvörðun um hvort það verði gert eða ekki. Ég á ekki von á að ég leggi það beinhart til en ég get bent þeim á það og faglegu rökin fyrir því.“ Þrjátíu ómíkrontilfelli Sóttvarnalæknir segir að upp séu komin um þrjátíu ómíkrontilfelli hér landi sem hafa fengist staðfest með raðgreiningu. „Þetta tengist landamærum og fyrri smitum þannig að það má búast við að við fáum einhverja aukningu hér innanlands eins og aðrir reyndar. En vel að merkja hafa aðrir ekki verið með aðgerðir, sýnatöku á landamærunum, til þessa sem nær stórum hluta frá. En það er alltaf eitthvað sem fer í gegn, við vitum það, og við eigum eftir að fá fleiri slík tilfelli.“ Hann segir flestir vera sammála um það að þetta nýja afbrigði, ómíkron, sé svolítið smitandi, meira heldur en deltaafbrigðið. „Varðandi einkennin þá eru ekki komin fram ennþá einhver alvarleg einkenni, en það á bara eftir að koma betur í ljós. Menn geta sáralítið fullyrt endanlega um það þar sem þetta er byrja. Segjum sem svo að það sé bara eitt prósent af þeim sem veikjast sem fá alvarleg einkenni, þá tekur smá tíma að sjá það. Við erum núna með tvö prósent af deltaafbrigðinu sem þarf að leggjast inn á spítala, í svona bólusettu samfélagi eins og okkar. Ef ómíkronafbrigðið veldur kannski alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum hjá þó það væri kannski ekki nema hjá hálfu prósenti af þeim sem að veikjast, útbreiðslan yrði kannski tvisvar sinnum, þrisvar sinnum meiri en hjá delta, þá erum við bara nokkurn veginn í sömu sporum. Við þurfum aðeins að sjá betur og menn eru að fullyrða ýmislegt. Ég veit ekki heldur hversu rétt er haft eftir mönnum í fyrsta lagi og svo held ég að menn þurfi að passa sig að taka ekki of stórt upp í sig í byrjun.“ Hvatning til að fara í bólusetningu Þórólfur segir rannsóknir frá Bretlandi bendi til að tvær sprautur virki ekki mjög vel gegn ómíkronafbrigðinu, en að örvunarsbólusetningin virki mjög vel. Þó sé von sé á frekari rannsóknum. „Þetta ætti samt að vera hvatning fyrir okkur að fara í bólusetningu og þiggja örvunarskammtinn sem virkar þá mjög vel gegn delta og líka, að því er virðist, gegn ómíkron. Við höfum heldur ekki upp á neitt annað að bjóða.“ Einhver hundruð greinst í hraðprófum Þórólfur segir að nokkur fjöldi hafi greinst einkennalaus með Covid-19 eftir að hafa farið í hraðpróf. „Jújú, það hefur komið upp. Það eru einhver hundruð sem hafa greinst þannig. Ég er ekki með nákvæma tölu yfir það enda erum við bara bara með upplýsingar um þá sem greinast jákvæðir í hraðprófum og fara svo í PCR-staðfestingarpróf. Við erum ekki með aðrar upplýsingar. Það eru einhver hundruð sem eru þar undir.“ Ekki farinn að sjá fyrir endann á faraldrinum Aðspurður um hvort hann sé farinn að sjá fyrir endann á þessu faraldri segir Þórólfur: „Ekki fullkomlega. Ég geri það ekki. Jújú, það eru allir þreyttir á þessu. Það er ósköp eðlilegt. Maður verður að spyrja sig: Hvað annað er í stöðunni? Hvaða möguleikar eru í stöðunni? Þó maður sé þreyttur þá er ekki nóg að hætta bara öllu. Þá fær maður bara eitthvað annað verra yfir sig. Við erum bara í nokkuð góðum málum hér myndi ég segja. Við erum að ná kúrfunni hægt niður, hún er á fljúgandi ferð upp í nálægum löndum og menn eru með álíka harðar aðgerðir, eða harðari aðgerðir en við. Og spítalarnir í nálægum löndum eru í vandræðum, miklu meiri en við á mörgum stöðum. Ef við viljum vera að bera okkur saman við aðra held ég að við getum nokkuð vel við unað. Það ætti að vera okkar markmið að halda þessu á þessum nótum og reyna að ná kúrfunni aðeins meira niður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46 121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46
121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19