Búið að virkja samhæfingarstöð vegna öryggisveikleika sem gæti verið sá stærsti á seinni tímum Smári Jökull Jónsson skrifar 11. desember 2021 16:38 Theodór Ragnar Gíslason er tæknistjóri Syndis. Vísir/Baldur Hrafnkell Alvarlegur öryggisveikleiki sem uppgötvaðist þann 9.desember hefur nú þegar haft víðtæk áhrif um allan heim. Netöryggissveitin CERT-IS hefur virkjað samhæfingarstöð hér á landi vegna málsins. Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að virk skönnun er í gangi á íslenska innviði þar sem reynt er að finna þá þjóna og kerfi þar sem þennan veikleika er að finna. Samhæfingarstöð hefur verið virkjuð til að hraða upplýsingaskiptum og samhæfa aðgerðir til að fylgjast með þróun mála. Veikleikinn hefur fengið einkunnina 10 samkvæmt CVE sem er gagnagrunnur sem heldur utan um veikleika og áætlar hve alvarlegir þeir eru. „Þetta er sjúklega alvarlegt mál“ Theodór Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, sagði í samtali við fréttastofu að um sé að ræða einn alvarlegasta öryggisveikleika á seinni tímum. „Þetta bitnar á eiginlega öllu sem við notum. Allir sem hafa skrifað hugbúnað í Java sem nota viðbót sem heitir Log4j eru veikir fyrir þessu,“ segir Theodór og bætir við að mörg stærstu fyrirtækja heims hafi verið hakkanleg síðustu daga. „Tesla, Apple, Facebook og Google eru í þessum hópi. Öryggisteymi um allan heim hafa verið að bregðast við til að draga úr líkum að þeir verði hakkaðir. Ég var sjálfur í Iphone símanum mínum og þegar ég prófaði veikleikann, sem er auðvelt að gera, sá ég mjög fljótt að innviðir Apple voru mjög veikir. Þetta er sjúklega alvarlegt mál. „Sáralítið sem venjulegt fólk getur gert“ Theodór segir að fyrirtæki og stofnanir þurfi að koma sér í skjól og að auðvelt sé að nýta sér þennan veikleika. „Þeir sem skrifa hugbúnað eða nota hugbúnaðarkerfi sem eru með Log4j, þá eru afar miklar líkur á að hægt sé að misnota þann hugbúnað til að brjótast inn. Ástæðan fyrir því að hann fær 10 í einkunn hjá CVE er að hann er mjög alvarlegur og það er auðvelt að misnota þennan veikleika. Ef þú ert með 100 Java forrit sem nota þennan pakka þá þarf að laga í 100 skipti.“ Hann segir að búið sé að gera tilraunir til að ráðast á íslensk fyrirtæki og að öryggisteymi fyrirtækjanna hafi verið að bregðast við. „Það er mikilvægt að vekja máls á þessu því við höfum smá tíma til að bregðast við áður en alvarlegar árásir byrja. Þær sem eru í gangi núna eru tilfallandi og tilviljanakenndar en um leið og einhver vopnavæðir veikleikanna þá hætta hlutir að virka og allir finna fyrir því. Það getur haft alvarleg áhrif,“ bætir Theodór við. „Það er hægt að hakka þjónustuaðila í öllu sem þú notar og gögnin sem þar liggja. Það eru mögulega einhver tæki hjá einstaklingum sem eru veik, frá netbeini til snjalltækja sem nota þennan hugbúnað og þar gæti verið þessi veikleiki. Það er sáralítið sem venjulegt fólk getur gert, við erum ekki komin þangað,“ sagði Theodór að lokum. Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að virk skönnun er í gangi á íslenska innviði þar sem reynt er að finna þá þjóna og kerfi þar sem þennan veikleika er að finna. Samhæfingarstöð hefur verið virkjuð til að hraða upplýsingaskiptum og samhæfa aðgerðir til að fylgjast með þróun mála. Veikleikinn hefur fengið einkunnina 10 samkvæmt CVE sem er gagnagrunnur sem heldur utan um veikleika og áætlar hve alvarlegir þeir eru. „Þetta er sjúklega alvarlegt mál“ Theodór Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, sagði í samtali við fréttastofu að um sé að ræða einn alvarlegasta öryggisveikleika á seinni tímum. „Þetta bitnar á eiginlega öllu sem við notum. Allir sem hafa skrifað hugbúnað í Java sem nota viðbót sem heitir Log4j eru veikir fyrir þessu,“ segir Theodór og bætir við að mörg stærstu fyrirtækja heims hafi verið hakkanleg síðustu daga. „Tesla, Apple, Facebook og Google eru í þessum hópi. Öryggisteymi um allan heim hafa verið að bregðast við til að draga úr líkum að þeir verði hakkaðir. Ég var sjálfur í Iphone símanum mínum og þegar ég prófaði veikleikann, sem er auðvelt að gera, sá ég mjög fljótt að innviðir Apple voru mjög veikir. Þetta er sjúklega alvarlegt mál. „Sáralítið sem venjulegt fólk getur gert“ Theodór segir að fyrirtæki og stofnanir þurfi að koma sér í skjól og að auðvelt sé að nýta sér þennan veikleika. „Þeir sem skrifa hugbúnað eða nota hugbúnaðarkerfi sem eru með Log4j, þá eru afar miklar líkur á að hægt sé að misnota þann hugbúnað til að brjótast inn. Ástæðan fyrir því að hann fær 10 í einkunn hjá CVE er að hann er mjög alvarlegur og það er auðvelt að misnota þennan veikleika. Ef þú ert með 100 Java forrit sem nota þennan pakka þá þarf að laga í 100 skipti.“ Hann segir að búið sé að gera tilraunir til að ráðast á íslensk fyrirtæki og að öryggisteymi fyrirtækjanna hafi verið að bregðast við. „Það er mikilvægt að vekja máls á þessu því við höfum smá tíma til að bregðast við áður en alvarlegar árásir byrja. Þær sem eru í gangi núna eru tilfallandi og tilviljanakenndar en um leið og einhver vopnavæðir veikleikanna þá hætta hlutir að virka og allir finna fyrir því. Það getur haft alvarleg áhrif,“ bætir Theodór við. „Það er hægt að hakka þjónustuaðila í öllu sem þú notar og gögnin sem þar liggja. Það eru mögulega einhver tæki hjá einstaklingum sem eru veik, frá netbeini til snjalltækja sem nota þennan hugbúnað og þar gæti verið þessi veikleiki. Það er sáralítið sem venjulegt fólk getur gert, við erum ekki komin þangað,“ sagði Theodór að lokum.
Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira