Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Gunnar Guðni Tómasson skrifar 11. desember 2021 12:01 Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. Staðreyndirnar eru þessar Landsvirkjun vinnur og selur yfir 70% af raforku á Íslandi og rekur stærsta vinnslukerfi landsins með aflstöðvum og tilheyrandi miðlunarlónum fyrir vatnsaflsstöðvar, sem forstjóri OR virðist hafa miklar skoðanir á hvernig hægt sé að reka. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er nú um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Til samanburðar er heildar uppsett afl raforku á landinu um 3000 MW. Frá árinu 2014 hefur Landsvirkjun gangsett þrjár nýjar aflstöðvar með uppsett afl 285 MW og jafnframt aukið vinnslugetu í kerfi sínu með ýmsum aðgerðum. Sveigjanleiki í raforkusamningum Staðreyndin er sú að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar er full selt um þessar mundir. Viðskiptavinir hafa hins vegar ákveðinn sveigjanleika, mismikinn eftir samningum, til að fullnýta ekki samningana þegar illa árar hjá þeim, líkt og til dæmis gerðist árið 2020 og fyrstu mánuði þessa árs. Á móti hefur Landsvirkjun sveigjanleika til skerðinga þegar illa árar í vatnsbúskapnum. Orku, sem er þegar samningsbundin viðskiptavinum, er ekki hægt að nýta í orkuskipti framtíðarinnar. Ítrekuð vinnslumet slegin Frá síðari hluta ársins 2020 hefur eftirspurn eftir vörum viðskiptavina okkar aukist og afurðaverð þeirra hækkað, sem er jákvætt fyrir Landsvirkjun, viðskiptavini fyrirtækisins og allt þjóðarbúið. Mikil eftirspurn er því eftir raforku í landinu og hefur hún vaxið mjög hratt undanfarnar vikur og mánuði. Vinnslumet hafa ítrekað verið slegin í vinnslukerfi Landsvirkjunar, nú síðast föstudaginn 3. desember þegar vinnsla fyrirtækisins fór í fyrsta skipti yfir 1900 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það í raun alveg upp urið. Engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar Með þessari miklu eftirspurn eftir raforku er vinnslukerfi Landsvirkjunar fullselt og í raun er veruleg umframeftirspurn eftir raforku um þessar mundir sem ekki er hægt að mæta. Þetta á við jafnvel þótt vatnsbúskapur væri eins og í meðalári og vinnslugeta Landsvirkjunar væri óskert. Við núverandi aðstæður er því engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar. Þröng staða í vatnsbúskapnum Við þetta bætist að staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar er þröng um þessar mundir vegna lítils innrennslis til miðlunarlóna. Vinnslugetan er því að nokkru leyti skert frá því sem hún væri í meðalári og er það ástæða þess að fyrirtækið hefur þurft að grípa til takmarkana á afhendingu orku til tiltekinna viðskiptavina á undanförnum dögum. Hvar er laus orka? Við hjá Landsvirkjun getum ekki tjáð okkur um orkuvinnslu annarra fyrirtækja á raforkumarkaði á Íslandi. En ef lausa orku er að finna á raforkumarkaðnum þá er hana að finna hjá einhverjum öðrum aðila en Landsvirkjun. Mikilvægt er að vanda alla umræðu sem snýr að orkuöryggi þjóðarinnar og hvernig sé hægt að tryggja nauðsynleg orkuskipti framtíðarinnar og jafnframt að byggja þá umræðu á staðreyndum. Höfundur er framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. Staðreyndirnar eru þessar Landsvirkjun vinnur og selur yfir 70% af raforku á Íslandi og rekur stærsta vinnslukerfi landsins með aflstöðvum og tilheyrandi miðlunarlónum fyrir vatnsaflsstöðvar, sem forstjóri OR virðist hafa miklar skoðanir á hvernig hægt sé að reka. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er nú um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Til samanburðar er heildar uppsett afl raforku á landinu um 3000 MW. Frá árinu 2014 hefur Landsvirkjun gangsett þrjár nýjar aflstöðvar með uppsett afl 285 MW og jafnframt aukið vinnslugetu í kerfi sínu með ýmsum aðgerðum. Sveigjanleiki í raforkusamningum Staðreyndin er sú að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar er full selt um þessar mundir. Viðskiptavinir hafa hins vegar ákveðinn sveigjanleika, mismikinn eftir samningum, til að fullnýta ekki samningana þegar illa árar hjá þeim, líkt og til dæmis gerðist árið 2020 og fyrstu mánuði þessa árs. Á móti hefur Landsvirkjun sveigjanleika til skerðinga þegar illa árar í vatnsbúskapnum. Orku, sem er þegar samningsbundin viðskiptavinum, er ekki hægt að nýta í orkuskipti framtíðarinnar. Ítrekuð vinnslumet slegin Frá síðari hluta ársins 2020 hefur eftirspurn eftir vörum viðskiptavina okkar aukist og afurðaverð þeirra hækkað, sem er jákvætt fyrir Landsvirkjun, viðskiptavini fyrirtækisins og allt þjóðarbúið. Mikil eftirspurn er því eftir raforku í landinu og hefur hún vaxið mjög hratt undanfarnar vikur og mánuði. Vinnslumet hafa ítrekað verið slegin í vinnslukerfi Landsvirkjunar, nú síðast föstudaginn 3. desember þegar vinnsla fyrirtækisins fór í fyrsta skipti yfir 1900 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það í raun alveg upp urið. Engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar Með þessari miklu eftirspurn eftir raforku er vinnslukerfi Landsvirkjunar fullselt og í raun er veruleg umframeftirspurn eftir raforku um þessar mundir sem ekki er hægt að mæta. Þetta á við jafnvel þótt vatnsbúskapur væri eins og í meðalári og vinnslugeta Landsvirkjunar væri óskert. Við núverandi aðstæður er því engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar. Þröng staða í vatnsbúskapnum Við þetta bætist að staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar er þröng um þessar mundir vegna lítils innrennslis til miðlunarlóna. Vinnslugetan er því að nokkru leyti skert frá því sem hún væri í meðalári og er það ástæða þess að fyrirtækið hefur þurft að grípa til takmarkana á afhendingu orku til tiltekinna viðskiptavina á undanförnum dögum. Hvar er laus orka? Við hjá Landsvirkjun getum ekki tjáð okkur um orkuvinnslu annarra fyrirtækja á raforkumarkaði á Íslandi. En ef lausa orku er að finna á raforkumarkaðnum þá er hana að finna hjá einhverjum öðrum aðila en Landsvirkjun. Mikilvægt er að vanda alla umræðu sem snýr að orkuöryggi þjóðarinnar og hvernig sé hægt að tryggja nauðsynleg orkuskipti framtíðarinnar og jafnframt að byggja þá umræðu á staðreyndum. Höfundur er framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun