Meiri skjátími, minni hreyfing og lítið grænmeti í faraldrinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. desember 2021 13:01 Hugrún Snorradóttir segir börn hafa varið meiri tíma með foreldrum sínum en það hafi þó ekki endilega verið gæðastundir. Reykjavíkurborg Skjátími barna jókst, þau hreyfðu sig minna og borðuðu minna grænmeti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst en fyrir hann. Þá voru menntaskólanemar meira einmana en áður. Þetta sýna niðurstöður nýrrar úttektar á heilsu og líðan borgarbúa í faraldrinum. Í gær var birt sérstök skýrsla um niðurstöður lýðheilsumats sem Reykjavíkurborg gerði til að meta áhrif kórónuveirufaraldursins á heilsu og líðan fólks í borginni. Notaðar voru tölur frá síðasta ári. Hugrún Snorradóttir lýðheilsufræðingur er höfundur skýrslunnar en hún segir faraldurinn hafa haft töluverð áhrif á líðan og heilsu fólks. „Bæði neikvæð og jákvæð. Af svona neikvæðu mætti helst nefna eins og bara áhrifin á börn og unglinga. Það er hérna hreyfa sig minna, borða minna grænmeti og það er rosalega aukning í skjátíma barna í 5.-7. bekk, sérstaklega samfélagsmiðlum, það hefur aukist mikið þarna á þessu tímabili og svona áhrif á líðan líka. Þeim fannst þau minna vera við stjórn á þessum tíma og námið þeim þótti það ekki jafn skemmtilegt og áður og svo er rosa áhugavert að bera þetta saman við eins og framhaldsskólanema en þar var allt kennt í fjarnámi og þar sér maður alveg að þetta hafði töluverð áhrif á líðan þeirra. Þau voru meira einmana, andlega og líkamleg heilsa þeirra þau mátu hana verri og þau hérna bara hreyfðu sig minna líka en að sama skapi þá sváfu framhaldsskólanemar meira. Þeir drukku færri orkudrykki og hérna drukku minna áfengi á þessum tíma,“ segir Hugrún. Hugrún segir að áhugavert verði að fylgjast með hver langtímaáhrifin verði á framhaldsskólanemana. Þá segir hún að þó mörg börn hafi varið meiri tíma en áður með foreldrum sínum þá segi það ekki alla söguna. „Þá áttu þau erfiðarar að fá hlýju og umhyggju frá þeim miðað við fyrri mælingu. Þannig það er svolítið svona hvernig var aðstaðan heima fyrir á þessum tíma. Þetta voru meiri stundir saman en ekki gæðastundir.“ Vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað Þá hafði faraldurinn áhrif á fleiri hópa, eins og aldraða sem sögðust hafa fundið fyrir því að dregið hafi verið úr líkamsrækt og að samskipti við aðra hafi minnkað. Daglegt líf fatlaðs fólks raskaðist þá töluvert. Einnig eru vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað á Íslandi frá upphafi faraldursins. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndar og tilkynningum um heimilisofbeldi. En áhrifin voru þó ekki öll neikvæð eins og áður segir. Fram kemur í skýrslunni að ölvunardrykkja fullorðinna minnkaði, grunnskólanemar vörðu meiri tíma með foreldrum sínum, framhaldsskólanemar fengu meiri svefn og drukku færri orkudrykki. Þá segir í skýrslunni að faraldurinn hafi haft jákvæð áhrif á heimilislausa í Reykjavík, þjónusta við hópinn var aukin og aðlöguð aðstæðum. Þá hafi verið komið á sérstöku neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur og þeim veittur varanlegur samastaður. Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkudrykkir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Í gær var birt sérstök skýrsla um niðurstöður lýðheilsumats sem Reykjavíkurborg gerði til að meta áhrif kórónuveirufaraldursins á heilsu og líðan fólks í borginni. Notaðar voru tölur frá síðasta ári. Hugrún Snorradóttir lýðheilsufræðingur er höfundur skýrslunnar en hún segir faraldurinn hafa haft töluverð áhrif á líðan og heilsu fólks. „Bæði neikvæð og jákvæð. Af svona neikvæðu mætti helst nefna eins og bara áhrifin á börn og unglinga. Það er hérna hreyfa sig minna, borða minna grænmeti og það er rosalega aukning í skjátíma barna í 5.-7. bekk, sérstaklega samfélagsmiðlum, það hefur aukist mikið þarna á þessu tímabili og svona áhrif á líðan líka. Þeim fannst þau minna vera við stjórn á þessum tíma og námið þeim þótti það ekki jafn skemmtilegt og áður og svo er rosa áhugavert að bera þetta saman við eins og framhaldsskólanema en þar var allt kennt í fjarnámi og þar sér maður alveg að þetta hafði töluverð áhrif á líðan þeirra. Þau voru meira einmana, andlega og líkamleg heilsa þeirra þau mátu hana verri og þau hérna bara hreyfðu sig minna líka en að sama skapi þá sváfu framhaldsskólanemar meira. Þeir drukku færri orkudrykki og hérna drukku minna áfengi á þessum tíma,“ segir Hugrún. Hugrún segir að áhugavert verði að fylgjast með hver langtímaáhrifin verði á framhaldsskólanemana. Þá segir hún að þó mörg börn hafi varið meiri tíma en áður með foreldrum sínum þá segi það ekki alla söguna. „Þá áttu þau erfiðarar að fá hlýju og umhyggju frá þeim miðað við fyrri mælingu. Þannig það er svolítið svona hvernig var aðstaðan heima fyrir á þessum tíma. Þetta voru meiri stundir saman en ekki gæðastundir.“ Vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað Þá hafði faraldurinn áhrif á fleiri hópa, eins og aldraða sem sögðust hafa fundið fyrir því að dregið hafi verið úr líkamsrækt og að samskipti við aðra hafi minnkað. Daglegt líf fatlaðs fólks raskaðist þá töluvert. Einnig eru vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað á Íslandi frá upphafi faraldursins. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndar og tilkynningum um heimilisofbeldi. En áhrifin voru þó ekki öll neikvæð eins og áður segir. Fram kemur í skýrslunni að ölvunardrykkja fullorðinna minnkaði, grunnskólanemar vörðu meiri tíma með foreldrum sínum, framhaldsskólanemar fengu meiri svefn og drukku færri orkudrykki. Þá segir í skýrslunni að faraldurinn hafi haft jákvæð áhrif á heimilislausa í Reykjavík, þjónusta við hópinn var aukin og aðlöguð aðstæðum. Þá hafi verið komið á sérstöku neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur og þeim veittur varanlegur samastaður.
Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkudrykkir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira