Borgin þurfi að fara í megrun Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 8. desember 2021 21:26 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði áætlunina vera áframhaldandi sóknaráætlun þar sem krafti borgarinnar yrði áfram beitt til að halda uppi háu fjárfestingarstigi, áframhaldandi metnaði fyrir mikilvægum verkefnum og góðri þjónustu. Að sögn Eyþórs er þó von á stanslausri skuldsetningu allt næsta kjörtímabil ef áætlunin nær fram að ganga. Áætlun meirihlutans geri ráð fyrir að skuldir vaxi um 50 milljarða og þær verði jafnvel enn meiri. Hann vill nú að borgarstjórn líti til þess sem máli skipti í stað þess að fara sífellt í ný verkefni. Þetta þurfi að hafa í huga fyrir sveitarstjórnakosningar á næsta ári. „Það er núna verið að taka lán upp á tvo milljarða á hverjum mánuði og ekkert verið að hagræða, þannig við lögðum til að Reykjavíkurborg færi út úr þessum rekstri sem ekki er hefðbundin rekstur borgarinnar, eins og malbikunarstöð og fjarskiptaréttur og annað, en það var fellt þannig að nú stendur til að halda áfram að láta báknið vaxa,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Eigi ekki að fara út fyrir verksvið sitt „Við sáum að það vantar síðan margt inn í áætlunina, til dæmis er búið að dæma Orkuveituna til að borga Glitni nokkra milljarða, og það verður væntanlega að borga það fyrst það er búið að dæma. Síðan eru fleiri atriði sem ég held að séu vantalin þannig þetta verður meira ef ekkert verður að gert,“ bætir Eyþór við. Hann segir að sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á næsta ári muni meðal annars snúast um það hvort halda eigi áfram á sömu braut. „Að láta báknið vaxa og að fjárfesta í malbikunarstöð í Hafnarfirði, eða að fara í að einblína á það sem máli skiptir, skólana og skipulagsmálin.“ Eyþór kallar í því samhengi eftir að borgin hugi betur að grunnþjónustu sinni, eyði biðlistum eftir leikskólaplássum og hafi skipulagsmálin í lagi, í stað þess að fara „langt út fyrir verksvið sitt í einhverjum nýjum verkefnum.“ „Fara bara aftur í það að horfa á það sem máli skiptir fyrir fólkið í borginni og fjölskyldunnar.“ „Þetta er eins og megrun, borgin þarf bara að fara í megrun og síðan fara í ræktina og sinna sínum málum vel,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00 Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði áætlunina vera áframhaldandi sóknaráætlun þar sem krafti borgarinnar yrði áfram beitt til að halda uppi háu fjárfestingarstigi, áframhaldandi metnaði fyrir mikilvægum verkefnum og góðri þjónustu. Að sögn Eyþórs er þó von á stanslausri skuldsetningu allt næsta kjörtímabil ef áætlunin nær fram að ganga. Áætlun meirihlutans geri ráð fyrir að skuldir vaxi um 50 milljarða og þær verði jafnvel enn meiri. Hann vill nú að borgarstjórn líti til þess sem máli skipti í stað þess að fara sífellt í ný verkefni. Þetta þurfi að hafa í huga fyrir sveitarstjórnakosningar á næsta ári. „Það er núna verið að taka lán upp á tvo milljarða á hverjum mánuði og ekkert verið að hagræða, þannig við lögðum til að Reykjavíkurborg færi út úr þessum rekstri sem ekki er hefðbundin rekstur borgarinnar, eins og malbikunarstöð og fjarskiptaréttur og annað, en það var fellt þannig að nú stendur til að halda áfram að láta báknið vaxa,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Eigi ekki að fara út fyrir verksvið sitt „Við sáum að það vantar síðan margt inn í áætlunina, til dæmis er búið að dæma Orkuveituna til að borga Glitni nokkra milljarða, og það verður væntanlega að borga það fyrst það er búið að dæma. Síðan eru fleiri atriði sem ég held að séu vantalin þannig þetta verður meira ef ekkert verður að gert,“ bætir Eyþór við. Hann segir að sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á næsta ári muni meðal annars snúast um það hvort halda eigi áfram á sömu braut. „Að láta báknið vaxa og að fjárfesta í malbikunarstöð í Hafnarfirði, eða að fara í að einblína á það sem máli skiptir, skólana og skipulagsmálin.“ Eyþór kallar í því samhengi eftir að borgin hugi betur að grunnþjónustu sinni, eyði biðlistum eftir leikskólaplássum og hafi skipulagsmálin í lagi, í stað þess að fara „langt út fyrir verksvið sitt í einhverjum nýjum verkefnum.“ „Fara bara aftur í það að horfa á það sem máli skiptir fyrir fólkið í borginni og fjölskyldunnar.“ „Þetta er eins og megrun, borgin þarf bara að fara í megrun og síðan fara í ræktina og sinna sínum málum vel,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00 Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00
Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54