Tölvupóstfangið gríðarlanga skorið rækilega niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2021 21:12 Búið að stytta hið ógurlega langa tölvupóstfang sem Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur var úthlutað á Alþingi. Píratar. Búið er að stytta tölvupóstfang Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata, þannig að nú inniheldur það aðeins fornafn og millinafn hennar í stað fulls nafns. Arndís Anna vakti athygli á því á Alþingi í dag að hún hefði fengið ógurlega löngu tölvupóstfangi úthlutað er hún tók sæti á Alþingi á dögunum. Tölvupóstfangið var arndis.anna.kristinardottir.gunnarsdottir@althingi.is eða heil 53 stafbil. „Lengra en meðaltölvupóstur,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag þar sem hún kvartaði yfir hinu langa tölvupóstfangi. Kvörtun hennar virðist hafa borið árangur en á vef Alþingis má sjá að búið er að stytta tölvupóstfang hennar niður í arndis.anna@althingi.is. Það er öllu styttra eða 23 stafabil. Var lengd tölvupóstfangs hennar því skorin niður um nærri helming. Í samtali við Vísi segir Arndís Anna að hún hafi ekki fengið sérstaka tilkynningu um að tölvupóstfangi hennar hafi verið breytt. Sjálf hefði hún kosið að fá arndisanna@althingi.is en að hún geti þó sætt við nýja tölvupóstfangið. Í ræðu hennar á Alþingi um málið benti Arndís á að þingmenn ættu að vera eins aðgengilegir og kostur er, þar með talið tölvupóstfang þeirra. Það gæti reynst fráhrindandi og erfitt um vik fyrir suma að reyna að hafa samband við þingmenn með gríðarlega löng tölvupóstföng. „Ég vil því biðla til forseta að beita sér fyrir því að Alþingi þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar, sem í ofanálag stríða gegn þeim mikilvæga þætti lýðræðisins, að fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi séu almenningi eins aðgengilegir og kostur er,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag en ræða hennar virðist hafa skilað árangri. Alþingi Tækni Stjórnsýsla Píratar Mannanöfn Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Arndís Anna vakti athygli á því á Alþingi í dag að hún hefði fengið ógurlega löngu tölvupóstfangi úthlutað er hún tók sæti á Alþingi á dögunum. Tölvupóstfangið var arndis.anna.kristinardottir.gunnarsdottir@althingi.is eða heil 53 stafbil. „Lengra en meðaltölvupóstur,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag þar sem hún kvartaði yfir hinu langa tölvupóstfangi. Kvörtun hennar virðist hafa borið árangur en á vef Alþingis má sjá að búið er að stytta tölvupóstfang hennar niður í arndis.anna@althingi.is. Það er öllu styttra eða 23 stafabil. Var lengd tölvupóstfangs hennar því skorin niður um nærri helming. Í samtali við Vísi segir Arndís Anna að hún hafi ekki fengið sérstaka tilkynningu um að tölvupóstfangi hennar hafi verið breytt. Sjálf hefði hún kosið að fá arndisanna@althingi.is en að hún geti þó sætt við nýja tölvupóstfangið. Í ræðu hennar á Alþingi um málið benti Arndís á að þingmenn ættu að vera eins aðgengilegir og kostur er, þar með talið tölvupóstfang þeirra. Það gæti reynst fráhrindandi og erfitt um vik fyrir suma að reyna að hafa samband við þingmenn með gríðarlega löng tölvupóstföng. „Ég vil því biðla til forseta að beita sér fyrir því að Alþingi þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar, sem í ofanálag stríða gegn þeim mikilvæga þætti lýðræðisins, að fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi séu almenningi eins aðgengilegir og kostur er,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag en ræða hennar virðist hafa skilað árangri.
Alþingi Tækni Stjórnsýsla Píratar Mannanöfn Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira